Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sindri Sverrisson skrifar 25. mars 2025 08:02 Eli Dasa er fyrirliði Ísraels og leikmaður Dinamo Moskvu í Rússlandi. NTB/Fredrik Varfjell Óhætt er að segja að ákveðin togstreita ríki fyrir leik Ísraels og Noregs í kvöld, í undankeppni HM karla í fótbolta. Óvíst er að leikmenn liðanna skiptist á treyjum eftir leik, eins og gjarnan er gert. Martin Ödegaard og fleiri í norska liðinu hafa tjáð sig í aðdraganda leiksins um hvernig það sé að mæta Ísraelsmönnum, vitandi af þeim tugum þúsunda sem látist hafa í árásunum á Gasa. Það sé hins vegar ákvörðun UEFA að Ísrael megi spila og lítið sem leikmenn Noregs geti gert við því. Leikurinn í kvöld fer fram í Debrecen í Ungverjalandi og á blaðamannafundum þar í gærkvöld var lítið rætt um fótbolta, þó að Ståle Solbakken þjálfari Noregs segði: „Við erum hérna til að spila fótboltaleik. Við getum talað allan daginn um þetta en við höfum ekki tíma til að taka alla umræðuna. Ég held að menn sjái að það sem gerðist 7. október [2023 í Ísrael] er ekki gott fyrir neinn og ég skil tilfinningar þeirra út af því, og ég skil tilfinningarnar frá hinni hliðinni varðandi það sem svo gerðist. En mér finnst þetta hvorki staður né stund því við komumst ekki að neinni niðurstöðu,“ sagði Solbakken. Segir leikmönnum Noregs að læra af Solbakken Eli Dasa, fyrirliði Ísraels, var ánægður með svör Solbakken en var einnig spurður út í það að leikmenn Noregs hefðu tjáð sig um stríðið og stöðuna á Gasa. „Það er allt í lagi að menn tjái sig. Maður getur haft skoðun á ólíkum efnum, en ég hefði kosið að fólk sem tjáir sig myndi skilja um hvað það er að tala og gæti sýnt mér hvar Gasa og Ísrael eru staðsett á kortinu. Þá myndi ég kannski hlusta,“, sagði Dasa. „Ég kann ekki að meta fólk sem tjáir sig um hluti sem það skilur ekki. Þetta snýst um lífið almennt. Ég heyrði landsliðsþjálfarann þeirra tala í morgun. Leikmennirnir ættu að læra af honum og hvernig hann talaði. Hann fór milliveginn, því hann veit ekki hvað er að gerast,“ bætti Dasa við. Skiptumst á treyjum ef þeir vilja það Hann þvertók hins vegar fyrir það að leikmenn myndu neita að skiptast á treyjum eftir leik í kvöld. „Nei, það er ekki satt. Ég er viss um að það eru einhverjir leikmenn sem vilja skiptast á treyjum eftir leikinn. Við erum atvinnumenn. Ef að þeir vilja skiptast á treyjum þá gerum við það,“ sagði Dasa. Noregur vann Moldóvu 5-0 á útivelli á laugardag á meðan að Ísrael vann Eistland 2-1 í Debrecen, í fyrstu umferð undankeppninnar. Liðin koma til með að berjast um efsta sæti riðilsins við Ítalíu sem nú hefur bæst í riðilinn eftir tap gegn Þýskalandi í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar. HM 2026 í fótbolta Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Landsliðsþjálfarinn gagnrýndur: „Þetta eru klár mistök hjá Arnari“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Sjá meira
Martin Ödegaard og fleiri í norska liðinu hafa tjáð sig í aðdraganda leiksins um hvernig það sé að mæta Ísraelsmönnum, vitandi af þeim tugum þúsunda sem látist hafa í árásunum á Gasa. Það sé hins vegar ákvörðun UEFA að Ísrael megi spila og lítið sem leikmenn Noregs geti gert við því. Leikurinn í kvöld fer fram í Debrecen í Ungverjalandi og á blaðamannafundum þar í gærkvöld var lítið rætt um fótbolta, þó að Ståle Solbakken þjálfari Noregs segði: „Við erum hérna til að spila fótboltaleik. Við getum talað allan daginn um þetta en við höfum ekki tíma til að taka alla umræðuna. Ég held að menn sjái að það sem gerðist 7. október [2023 í Ísrael] er ekki gott fyrir neinn og ég skil tilfinningar þeirra út af því, og ég skil tilfinningarnar frá hinni hliðinni varðandi það sem svo gerðist. En mér finnst þetta hvorki staður né stund því við komumst ekki að neinni niðurstöðu,“ sagði Solbakken. Segir leikmönnum Noregs að læra af Solbakken Eli Dasa, fyrirliði Ísraels, var ánægður með svör Solbakken en var einnig spurður út í það að leikmenn Noregs hefðu tjáð sig um stríðið og stöðuna á Gasa. „Það er allt í lagi að menn tjái sig. Maður getur haft skoðun á ólíkum efnum, en ég hefði kosið að fólk sem tjáir sig myndi skilja um hvað það er að tala og gæti sýnt mér hvar Gasa og Ísrael eru staðsett á kortinu. Þá myndi ég kannski hlusta,“, sagði Dasa. „Ég kann ekki að meta fólk sem tjáir sig um hluti sem það skilur ekki. Þetta snýst um lífið almennt. Ég heyrði landsliðsþjálfarann þeirra tala í morgun. Leikmennirnir ættu að læra af honum og hvernig hann talaði. Hann fór milliveginn, því hann veit ekki hvað er að gerast,“ bætti Dasa við. Skiptumst á treyjum ef þeir vilja það Hann þvertók hins vegar fyrir það að leikmenn myndu neita að skiptast á treyjum eftir leik í kvöld. „Nei, það er ekki satt. Ég er viss um að það eru einhverjir leikmenn sem vilja skiptast á treyjum eftir leikinn. Við erum atvinnumenn. Ef að þeir vilja skiptast á treyjum þá gerum við það,“ sagði Dasa. Noregur vann Moldóvu 5-0 á útivelli á laugardag á meðan að Ísrael vann Eistland 2-1 í Debrecen, í fyrstu umferð undankeppninnar. Liðin koma til með að berjast um efsta sæti riðilsins við Ítalíu sem nú hefur bæst í riðilinn eftir tap gegn Þýskalandi í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar.
HM 2026 í fótbolta Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Landsliðsþjálfarinn gagnrýndur: „Þetta eru klár mistök hjá Arnari“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Sjá meira