Fyrsti El Clásico sigurinn skilaði sér: „Við höfðum alltaf trú“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. mars 2025 22:31 Alba Redondo skoraði opnunarmark leiksins. Diego Souto/Getty Images Eftir fimm ár og átján töp í röð tókst kvennaliði Real Madrid í fyrsta sinn í dag að sigra sinn helsta keppinaut Barcelona. Leikurinn fór fram á heimavelli Barcelona, sem gerir sigurinn enn merkilegri í augum margra. Alba Redondo skoraði opnunarmarkið fyrir Madrídinga en Caroline Graham Hansen jafnaði fyrir hálfleik. Barcelona skoraði mark í seinni hálfleik sem fékk ekki að standa. Bæði mörkin sem Real Madrid skoraði á lokamínútum leiksins fengu hins vegar að standa og Madrídingar fögnuðu 1-3 sigri. 💣 ¡TENEMOS POLÉMICA!🧐 El gol anulado al @FCBfemeni 🔵🔴 BAR 1-1 RMA ⚪️⚪️#LigaFenGol pic.twitter.com/98yMg0vez8— GOL PLAY (@Gol) March 23, 2025 Weir volta a colocar o Real na frente 😮💨@LigaF_oficial | @FCBfemeni 1 x 2 @realmadridfem #DAZNLigaF pic.twitter.com/Z2kSxyZxzq— DAZN Portugal (@DAZNPortugal) March 23, 2025 „Þetta er sérstök stund. El Clásico er kallaðar sá klassíski af ástæðu, frábært andrúmsloft og stórkostlegt að spila hér á Montjuic í dag… Við höfðum alltaf trú á því [að við gætum unnið Barcelona], við erum með frábært lið. Þær eru frábærar fram á við en við höfum alltaf trú á því að við getum unnið alla leiki. Við ætlum að fagna fyrsta sigrinum vel og innilega“ sagði markaskorarinn Alba Redondo við DAZN eftir leik. Yfirburðir Börsunga undanfarin ár Barcelona hefur verið algjört yfirburðalið í spænska kvennaboltanum undanfarin ár og unnið fimm deildartitla í röð. Þrjá af þeim titlum vann liðið án þess að tapa leik, þar af eitt tímabil þar sem Barcelona vann hvern einasta leik. Frá því að Real Madrid hóf keppni í kvennaboltanum árið 2020 hefur liðið alltaf verið eitt af efstu þremur í deildinni en markmiðin hjá stórliðinu eru titlar, sem hafa ekki enn skilað sér. Nú er hins vegar tækifæri til að gera atlögu, því eftir úrslit dagsins munar aðeins fjórum stigum munar á Barcelona í efsta sætinu og Real Madrid í öðru sætinu. Linda Caicedo skoraði þriðja mark Madrídinga í uppbótartíma. Manuel Queimadelos/Quality Sport Images/Getty Images Auk þess gæti Real Madrid verið á leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn, liðið er allavega í góðri stöðu eftir 2-0 sigur gegn Arsenal í fyrri leik einvígisins. Tveir titlar sem standa enn til boða, en spænski bikarinn er úr myndinni þar til á næsta tímabili eftir tap gegn Barcelona í undanúrslitum. Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Enski boltinn Fleiri fréttir Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Sjá meira
Alba Redondo skoraði opnunarmarkið fyrir Madrídinga en Caroline Graham Hansen jafnaði fyrir hálfleik. Barcelona skoraði mark í seinni hálfleik sem fékk ekki að standa. Bæði mörkin sem Real Madrid skoraði á lokamínútum leiksins fengu hins vegar að standa og Madrídingar fögnuðu 1-3 sigri. 💣 ¡TENEMOS POLÉMICA!🧐 El gol anulado al @FCBfemeni 🔵🔴 BAR 1-1 RMA ⚪️⚪️#LigaFenGol pic.twitter.com/98yMg0vez8— GOL PLAY (@Gol) March 23, 2025 Weir volta a colocar o Real na frente 😮💨@LigaF_oficial | @FCBfemeni 1 x 2 @realmadridfem #DAZNLigaF pic.twitter.com/Z2kSxyZxzq— DAZN Portugal (@DAZNPortugal) March 23, 2025 „Þetta er sérstök stund. El Clásico er kallaðar sá klassíski af ástæðu, frábært andrúmsloft og stórkostlegt að spila hér á Montjuic í dag… Við höfðum alltaf trú á því [að við gætum unnið Barcelona], við erum með frábært lið. Þær eru frábærar fram á við en við höfum alltaf trú á því að við getum unnið alla leiki. Við ætlum að fagna fyrsta sigrinum vel og innilega“ sagði markaskorarinn Alba Redondo við DAZN eftir leik. Yfirburðir Börsunga undanfarin ár Barcelona hefur verið algjört yfirburðalið í spænska kvennaboltanum undanfarin ár og unnið fimm deildartitla í röð. Þrjá af þeim titlum vann liðið án þess að tapa leik, þar af eitt tímabil þar sem Barcelona vann hvern einasta leik. Frá því að Real Madrid hóf keppni í kvennaboltanum árið 2020 hefur liðið alltaf verið eitt af efstu þremur í deildinni en markmiðin hjá stórliðinu eru titlar, sem hafa ekki enn skilað sér. Nú er hins vegar tækifæri til að gera atlögu, því eftir úrslit dagsins munar aðeins fjórum stigum munar á Barcelona í efsta sætinu og Real Madrid í öðru sætinu. Linda Caicedo skoraði þriðja mark Madrídinga í uppbótartíma. Manuel Queimadelos/Quality Sport Images/Getty Images Auk þess gæti Real Madrid verið á leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn, liðið er allavega í góðri stöðu eftir 2-0 sigur gegn Arsenal í fyrri leik einvígisins. Tveir titlar sem standa enn til boða, en spænski bikarinn er úr myndinni þar til á næsta tímabili eftir tap gegn Barcelona í undanúrslitum.
Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Enski boltinn Fleiri fréttir Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Sjá meira