Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Magnús Jochum Pálsson skrifa 23. mars 2025 19:57 Til átaka hefur komið milli mótmælenda og lögreglu eftir að Ekrem Imamoglu var settur í gæsluvarðhald. Getty/Burak Kara Helsti andstæðingur Tyrklandsforseta hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald og ákærður fyrir spillingu. Fjölmenn mótmæli hafa verið í höfuðborginni undanfarnar nætur. Ekrem Imamoglu, borgarstjóri Ístanbúl, var handtekinn á miðvikudag eftir að lögregla gerði leit á heimili hans. Imamoglu er sakaður um spillingu og tengsl við hryðjuverkasamtök. Hundrað stjórnarandstæðigar til viðbótar hafa verið handteknir á síðustu dögum. Stjórnvöld lokuðu nokkrum stórum vegum í höfuðborginni og bönnuðu mótmæli í nokkra daga. Almenningur hefur þó lítið hlustað á það bann og hafa mótmælt síðustu fjórar nætur. Lögegla hefur haft mikið viðbragð, beitt bæði táragasi, reyksprengjum og piparúða á meðan mótmælendur hafa kastað steinum, blysum og öðrum hlutum að lögreglu. Alvarlegt ábyrgðaleysi að leita út á göturnar Tyrklandsforseti hefur verið harðorður í garð mótmælenda. Á fimmta hundað hafa verið handteknir í mótmælunum, sem farið hafa fram í Istanbúl, Ankara, Izmir, Adana, Antalya og fleiri borgum. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti var harðorður í garð mótmælenda.AP/Pavel Golovkin „Rétt eins og við höfum ekki gefist upp fyrir götuhryðjuverkum hingað til, munm við ekki beygja okkur fyrir skemmdarverkum í framtíðinni,“ sagði Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, í ræðu sinni á tyrkneska þinginu í dag. „Að leita út á göturnar í stað dómstóla til að verja þjófnað, gripdeildir, lögleysu og fjársvik er alvarlegt ábyrgðarleysi,“ sagði hann einnig. Handtekinn í miðju prófkjöri Imamoglu var leiddur fyrir dómara í gær og úrskurðaður í gæsluvarðhald auk þess sem hann hefur verið ákærður fyrir meinta glæpi. Prófkjör hefur farið fram í flokki hans, CHP, þar sem velja á frambjóðanda flokksins fyrir forsetakosningarnar 2028. Fjölmargir greiddu honum atkvæði sitt, þrátt fyrir handtökuna. „Ég er í miklu uppnámi. Þetta er ekki lengur bara vandamál flokksins heldur vandamál lýðræðis í Tyrklandi. Við sættum okkur ekki við að réttindi okkar séu hrifsuð af okkur. Við munum berjast allt til enda. Við treystum Imamoglu og stöndum með honum,“ sagði Fusun Erben, kjósandi CHP. Tyrkland Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Semja um vopnahlé Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Sjá meira
Ekrem Imamoglu, borgarstjóri Ístanbúl, var handtekinn á miðvikudag eftir að lögregla gerði leit á heimili hans. Imamoglu er sakaður um spillingu og tengsl við hryðjuverkasamtök. Hundrað stjórnarandstæðigar til viðbótar hafa verið handteknir á síðustu dögum. Stjórnvöld lokuðu nokkrum stórum vegum í höfuðborginni og bönnuðu mótmæli í nokkra daga. Almenningur hefur þó lítið hlustað á það bann og hafa mótmælt síðustu fjórar nætur. Lögegla hefur haft mikið viðbragð, beitt bæði táragasi, reyksprengjum og piparúða á meðan mótmælendur hafa kastað steinum, blysum og öðrum hlutum að lögreglu. Alvarlegt ábyrgðaleysi að leita út á göturnar Tyrklandsforseti hefur verið harðorður í garð mótmælenda. Á fimmta hundað hafa verið handteknir í mótmælunum, sem farið hafa fram í Istanbúl, Ankara, Izmir, Adana, Antalya og fleiri borgum. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti var harðorður í garð mótmælenda.AP/Pavel Golovkin „Rétt eins og við höfum ekki gefist upp fyrir götuhryðjuverkum hingað til, munm við ekki beygja okkur fyrir skemmdarverkum í framtíðinni,“ sagði Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, í ræðu sinni á tyrkneska þinginu í dag. „Að leita út á göturnar í stað dómstóla til að verja þjófnað, gripdeildir, lögleysu og fjársvik er alvarlegt ábyrgðarleysi,“ sagði hann einnig. Handtekinn í miðju prófkjöri Imamoglu var leiddur fyrir dómara í gær og úrskurðaður í gæsluvarðhald auk þess sem hann hefur verið ákærður fyrir meinta glæpi. Prófkjör hefur farið fram í flokki hans, CHP, þar sem velja á frambjóðanda flokksins fyrir forsetakosningarnar 2028. Fjölmargir greiddu honum atkvæði sitt, þrátt fyrir handtökuna. „Ég er í miklu uppnámi. Þetta er ekki lengur bara vandamál flokksins heldur vandamál lýðræðis í Tyrklandi. Við sættum okkur ekki við að réttindi okkar séu hrifsuð af okkur. Við munum berjast allt til enda. Við treystum Imamoglu og stöndum með honum,“ sagði Fusun Erben, kjósandi CHP.
Tyrkland Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Semja um vopnahlé Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Sjá meira