Fjögur mörk voru skoruð í fyrri hálfleik. Thelo Aasgard var með tvennu og framherjarnir Erling Haaland og Alexander Sorloth skoruðu sitt hvort markið. Aron Dönnum skoraði svo fimmta markið um miðjan seinni hálfleik.
Leiðin á HM 2026
Norðmenn búa yfir stjörnu prýddu liði og eru að hefja vegferð að fyrsta stórmótinu í aldarfjórðung. Noregur hefur ekki komist inn á stórmót síðan EM 2000.
Stefnan er sett á HM í N-Ameríku 2026 en ásamt Moldavíu eru Eistland og Ísrael með Noregi í riðli. Tapliðið úr einvígi Ítalíu og Þýskalands verður svo fimmta lið riðilsins, staðan þar er 2-1 fyrir Þýskalandi en seinni leikurinn fer fram á Ítalíu á morgun.
Ísrael og Eistland mætast síðar í kvöld en líklega munu Norðmenn sitja áfram í toppsætinu enda sigur þeirra ógnarstór.
Aðrir leikir í undankeppni HM
Norður-Makedónía vann 3-0 gegn Liechtenstein fyrr í dag. Svartfjallaland vann síðan 3-1 gegn Gíbraltar síðdegis. Tógó og Marítanía gerðu 2-2 jafntefli fyrr í dag, í Afríkuhluta undankeppninnar.