Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Jón Ísak Ragnarsson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 22. mars 2025 00:23 Diljá segir ýmsar spurningar hafa vaknað um aðkomu forsætisráðuneytisins að málinu eftir blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar undanfarna daga. Vísir Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn í samskiptum forsætisráðuneytisins við konu sem kom til þeirra með erindi varðandi barnamálaráðherra. Barnamálaráðherra hafi axlað ábyrgð með afsögn, en ýmsar spurningar hafi vaknað um aðkomu forsætisráðuneytisins að málinu. „Ráðherra hefur auðvitað axlað ákveðna ábyrgð með afsögn sinni. En eftir stendur eins og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur bent á, að það hafa vaknað ýmsar spurningar um aðkomu forsætisráðuneytisins,“ sagði Diljá Mist í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðtalið við Diljá hefst eftir um þrjár og hálfa mínútu í klippunni hér að neðan: Fannst þér forsætisráðherra ekki svara þessu nægilega skýrt á blaðamannafundi bæði í dag og í gær? „Nei mér fannst fjölmargar spurningar vakna bæði við svör hennar og auðvitað yfirlýsingu og svör Ásthildar Lóu.“ Spurningar vakni um það hvernig tímalínan horfi við þeim, af hverju hafi ekki orðið við fundarbeiðni, og hverjir hafi fengið upplýsingarnar. Þá skipti máli að skera úr um það hvort trúnaður hafi verið rofinn. „Sem væri þá gríðarlega alvarlegt,“ segir Diljá. Ótrúlegt að hafa erindið að engu Ef þetta er eins og Kristrún sagði og aðstoðarmaður hafði samband við annan aðstoðarmann, og sagði að það hafi verið óskað eftir fundi og bara vika sem líður, er það ekki eðlilegur tími? „Nei það finnst mér ekki, og ég vil bara vekja athygli á því að það hefði verið hægt að skera úr um þessar upplýsingar með einföldu gúggli, með því að fara á Þjóðskrá eða Íslendingabók ef því er að skipta,“ sagði Diljá. „Mér finnst eiginlega ótrúlegt að fá svona erindi á sitt borð, og einhvern veginn hafa það að engu, og eins og því hefur verið svarað til að það hafi bara verið skráð í málaskrá.“ „Það er ekki fyrr en að það er yfirvofandi fréttaflutningur að forsætisráðherra bregst við.“ Hvaða áhrif hefur þetta á ríkisstjórnarsamstarfið ef einhver? „Maður hefur áhyggjur af því að í stað þess að einhvern tímann verði dropi sem fyllir mælinn að það sé að myndast ákveðið þol fyrir þessum ítrekuðu hneykslismálum og vandræðagangi hjá ríkisstjórninni.“ „Það líður varla sú vika að maður fletti ekki í gegnum blöðin eða fréttirnar, og það sé eitthvað nýtt mál að koma upp sem vekur mann til umhugsunar.“ Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
„Ráðherra hefur auðvitað axlað ákveðna ábyrgð með afsögn sinni. En eftir stendur eins og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur bent á, að það hafa vaknað ýmsar spurningar um aðkomu forsætisráðuneytisins,“ sagði Diljá Mist í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðtalið við Diljá hefst eftir um þrjár og hálfa mínútu í klippunni hér að neðan: Fannst þér forsætisráðherra ekki svara þessu nægilega skýrt á blaðamannafundi bæði í dag og í gær? „Nei mér fannst fjölmargar spurningar vakna bæði við svör hennar og auðvitað yfirlýsingu og svör Ásthildar Lóu.“ Spurningar vakni um það hvernig tímalínan horfi við þeim, af hverju hafi ekki orðið við fundarbeiðni, og hverjir hafi fengið upplýsingarnar. Þá skipti máli að skera úr um það hvort trúnaður hafi verið rofinn. „Sem væri þá gríðarlega alvarlegt,“ segir Diljá. Ótrúlegt að hafa erindið að engu Ef þetta er eins og Kristrún sagði og aðstoðarmaður hafði samband við annan aðstoðarmann, og sagði að það hafi verið óskað eftir fundi og bara vika sem líður, er það ekki eðlilegur tími? „Nei það finnst mér ekki, og ég vil bara vekja athygli á því að það hefði verið hægt að skera úr um þessar upplýsingar með einföldu gúggli, með því að fara á Þjóðskrá eða Íslendingabók ef því er að skipta,“ sagði Diljá. „Mér finnst eiginlega ótrúlegt að fá svona erindi á sitt borð, og einhvern veginn hafa það að engu, og eins og því hefur verið svarað til að það hafi bara verið skráð í málaskrá.“ „Það er ekki fyrr en að það er yfirvofandi fréttaflutningur að forsætisráðherra bregst við.“ Hvaða áhrif hefur þetta á ríkisstjórnarsamstarfið ef einhver? „Maður hefur áhyggjur af því að í stað þess að einhvern tímann verði dropi sem fyllir mælinn að það sé að myndast ákveðið þol fyrir þessum ítrekuðu hneykslismálum og vandræðagangi hjá ríkisstjórninni.“ „Það líður varla sú vika að maður fletti ekki í gegnum blöðin eða fréttirnar, og það sé eitthvað nýtt mál að koma upp sem vekur mann til umhugsunar.“
Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira