„Ég fæ borgað fyrir að berjast. Ég fæ borgað fyrir að skemmta fólki. Ég er til að berja hvern sem er undir sólinni. Meira að segja ef þú [blaðamaður], skráir þig í UFC og vilt berjast við mig, þá er ég til í það. Bardagi er bardagi, þannig fæ ég borgað“ sagði Holland áður en blaðamaður samþykkti áskorun hans í gríni.
„Allt í lagi. Við getum farið inn í klefa núna og klárað þetta.“
Holland á erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld en hann þykir ekki sá besti að glíma í gólfinu, þar sem Gunnar er hvað sterkastur. Fyrr á árinu var Holland settur í hengilás í fyrstu lotu af Reiner de Ridder.
„Gunnar er alhliða bardagamaður og verðugur andstæðingur. Ég mun verjast og finna mínar opnanir þannig. Og er nokkuð viss um að vörnin muni skila mér einhverjum opnunum“ sagði Holland um Gunnar.
Bardagakvöldið í London hefst klukkan 20:00 og verður í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Hægt er að kaupa áskrift á stod2.is.