Búast við milljónum tjónatilkynninga vegna stríðsins í Úkraínu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. mars 2025 16:02 Róbert Spanó heimsótti Úkraínu í vikunni en hann er formaður tjónaskrár Evrópuráðsins fyrir Úkraínu. Vísir/Elín Margrét Áætlað er að tjón Úkraínu vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu nemi allt að átta hundruð milljörðum dollara. Íslendingur sem leiðir tjónaskrá Evrópuráðsins vegna Úkraínu áætlar að á bilinu fimm til átta milljónir tjónsbeiðna gætu borist frá fólki sem meðal annars hefur misst heimili sín eða ástvini eða sætt pyndingum og kynferðislegu ofbeldi í stríðinu. Róbert Spanó, er formaður tjónaskrár Evrópuráðsins fyrir Úkraínu, en verkefnið hefur það að markmiði að gera Úkraínumönnum kleift að skrásetja og sækja bætur vegna þess tjóns sem þeir hafa orðið fyrir sem rekja má til innrásarstríðs Rússa. „Við erum hér stödd í Kænugarði, stjórn tjónaskrárinnar, til þess að funda með innlendum stjórnvöldum auk þess að hitta fórnarlömb þeirra sem hafa orðið fyrir árásum Rússa í Úkraínu. Við erum hér til þess að kynna starf okkar, til þess að reyna að fá Úkraínumenn til þess að sækja um í tjónaskrána með því að leggja fram beiðnir ef þeir hafa orðið fyrir tjóni,“ segir Róbert í samtali við fréttastofu í Kænugarði í vikunni. Mannslát, kynferðisofbeldi og pyndingar meðal málaflokka Nefndin fundaði meðal annars með forsætisráðherra Úkraínu og opnað var fyrir umsóknir í nýja málaflokka, en allir þeir sem hafa orðið fyrir tjóni vegna innrásarinnar geta leitað í tjónaskrána. „Við byrjuðum á því að opna fyrir umsóknir fyrir þá sem hafa orðið fyrir tjóni vegna skaða á húsum, fasteignum og svo framvegis. Nú erum við búin að opna fyrir málaflokka eins og mannslát í fjölskyldum, einstaklinga sem hafa horfið og erum að opna í dag fyrir þá sem hafa orðið fyrir pyndingum og kynferðislegu ofbeldi,“ segir Róbert. Gríðarlegar fjárhæðir og snertir marga Ljóst sé þegar að tjónið sé gífurlegt og snertir marga. „Við erum að áætla að á endanum gætu tjónsbeiðnir verið á bilinu fimm til átta milljónir tjónsbeiðna og áætlað tjón Úkraínu í þessu stríði er að nálgast 750 til 800 milljarða dollara. Þannig þetta eru gríðarlegar fjárhæðir og margir einstaklingar sem hafa orðið fyrir tjóni nú þegar af þessu stríði.“ Hefur þú væntingar um að þetta beri árangur og kannski í sögulegu samhengi, hefur eitthvað sambærilegt verið gert áður? „Það hafa verið til staðar og settar á laggirnar tjónaskrár ýmiss konar, en aldrei eins og þessi sem var stofnsett á meðan á stríðinu stendur. Þetta er sögulegt verkefni. það er óljóst hvernig þessu vindur fram vegna þess að okkar verkefni, það er óljóst hvernig þessu vindur fram vegna þess að okkar hlutverk er fyrst og fremst að safna öllum tjónsbeiðnum, og síðan er það auðvitað pólitísk spurning hvernig bætur verða greiddar út, en ég væri ekki að standa í þessu nema ég tryði á það að nú væri kominn tími í okkar heimssögu að þeir sem að verða fyrir þessum hræðulegu atburðum vegna innrásar af þessu tagi, að þeir fái tjón sitt bætt,“ segir Róbert. Hafi að geyma mikilvægar heimildir Telur þú einhverjar líkur á því að Rússar verði reiðubúnir til þess að greiða bætur eða að fundin verði einhver leið til þess að einhverjar bætur verði greiddar? „Ég held mig við mitt starf sem er starf sérfræðings sem er að stýra þessu starfi. Það er auðvitað pólitísk spurning. En ég væri ekki í þessu nema að ég tryði á það að á endanum yrði pólitískur þrýstingur á að leysa þetta með þeim hætti að Rússar yrðu að greiða fyrir það tjón sem þeir hafa valdið,“ segir Róbert. Burt séð frá því hvernig fer með hugsanlega greiðslu bóta, segir Róbert ljóst að tjónaskráin muni geyma mikilvægar heimildir um það sem hefur átt sér stað í stríðinu. „Tvímælalaust, eins og ég hef sagt á fundum og fjölmörg erindi sem ég hef flutt um þessa tjónaskrá. Við erum að safna saman grunni heimilda og upplýsinga sem munu nýtast hvernig sem fer í framtíðinni.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mannréttindi Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Sjá meira
Róbert Spanó, er formaður tjónaskrár Evrópuráðsins fyrir Úkraínu, en verkefnið hefur það að markmiði að gera Úkraínumönnum kleift að skrásetja og sækja bætur vegna þess tjóns sem þeir hafa orðið fyrir sem rekja má til innrásarstríðs Rússa. „Við erum hér stödd í Kænugarði, stjórn tjónaskrárinnar, til þess að funda með innlendum stjórnvöldum auk þess að hitta fórnarlömb þeirra sem hafa orðið fyrir árásum Rússa í Úkraínu. Við erum hér til þess að kynna starf okkar, til þess að reyna að fá Úkraínumenn til þess að sækja um í tjónaskrána með því að leggja fram beiðnir ef þeir hafa orðið fyrir tjóni,“ segir Róbert í samtali við fréttastofu í Kænugarði í vikunni. Mannslát, kynferðisofbeldi og pyndingar meðal málaflokka Nefndin fundaði meðal annars með forsætisráðherra Úkraínu og opnað var fyrir umsóknir í nýja málaflokka, en allir þeir sem hafa orðið fyrir tjóni vegna innrásarinnar geta leitað í tjónaskrána. „Við byrjuðum á því að opna fyrir umsóknir fyrir þá sem hafa orðið fyrir tjóni vegna skaða á húsum, fasteignum og svo framvegis. Nú erum við búin að opna fyrir málaflokka eins og mannslát í fjölskyldum, einstaklinga sem hafa horfið og erum að opna í dag fyrir þá sem hafa orðið fyrir pyndingum og kynferðislegu ofbeldi,“ segir Róbert. Gríðarlegar fjárhæðir og snertir marga Ljóst sé þegar að tjónið sé gífurlegt og snertir marga. „Við erum að áætla að á endanum gætu tjónsbeiðnir verið á bilinu fimm til átta milljónir tjónsbeiðna og áætlað tjón Úkraínu í þessu stríði er að nálgast 750 til 800 milljarða dollara. Þannig þetta eru gríðarlegar fjárhæðir og margir einstaklingar sem hafa orðið fyrir tjóni nú þegar af þessu stríði.“ Hefur þú væntingar um að þetta beri árangur og kannski í sögulegu samhengi, hefur eitthvað sambærilegt verið gert áður? „Það hafa verið til staðar og settar á laggirnar tjónaskrár ýmiss konar, en aldrei eins og þessi sem var stofnsett á meðan á stríðinu stendur. Þetta er sögulegt verkefni. það er óljóst hvernig þessu vindur fram vegna þess að okkar verkefni, það er óljóst hvernig þessu vindur fram vegna þess að okkar hlutverk er fyrst og fremst að safna öllum tjónsbeiðnum, og síðan er það auðvitað pólitísk spurning hvernig bætur verða greiddar út, en ég væri ekki að standa í þessu nema ég tryði á það að nú væri kominn tími í okkar heimssögu að þeir sem að verða fyrir þessum hræðulegu atburðum vegna innrásar af þessu tagi, að þeir fái tjón sitt bætt,“ segir Róbert. Hafi að geyma mikilvægar heimildir Telur þú einhverjar líkur á því að Rússar verði reiðubúnir til þess að greiða bætur eða að fundin verði einhver leið til þess að einhverjar bætur verði greiddar? „Ég held mig við mitt starf sem er starf sérfræðings sem er að stýra þessu starfi. Það er auðvitað pólitísk spurning. En ég væri ekki í þessu nema að ég tryði á það að á endanum yrði pólitískur þrýstingur á að leysa þetta með þeim hætti að Rússar yrðu að greiða fyrir það tjón sem þeir hafa valdið,“ segir Róbert. Burt séð frá því hvernig fer með hugsanlega greiðslu bóta, segir Róbert ljóst að tjónaskráin muni geyma mikilvægar heimildir um það sem hefur átt sér stað í stríðinu. „Tvímælalaust, eins og ég hef sagt á fundum og fjölmörg erindi sem ég hef flutt um þessa tjónaskrá. Við erum að safna saman grunni heimilda og upplýsinga sem munu nýtast hvernig sem fer í framtíðinni.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mannréttindi Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Sjá meira