Búnaðarþing og geltandi hundar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. mars 2025 07:04 Bændurnir á Brúnastöðum í Fljótum í Skagafirði eða þau Stefanía Hjördís Leifsdóttir og Jóhannes Ríkharðsson, sem fengu landbúnaðarverðlaunin 2025, hér með Hönnu Katrínu ráðherra, sem afhenti verðlaunin. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er brekka hjá bændum landsins en á sama tíma tækifæri, sem bændur ætlar sér að nýta,” sagði formaður Bændasamtakanna meðal annars við setningu Búnaðarþings í morgun, auk þess að ræða um geltandi hunda í vegköntum við sveitabæi. Það var hátíðarstemming við setningu Búnaðarþings í dag. Forseti Íslands mætti, ráðherrar og alþingismenn og að sjálfsögðu bændur og búalið. Um tveggja daga Búnaðarþing er að ræða á Hótel Natura í Reykjavík þar sem fjölbreytt málefni landbúnaðarins verða til umræðu. Formaður Bændasamtakanna setti þingið formlega, ásamt því að fara yfir málefni bænda í ræðu sinni. Því næst flutti frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands ávarp þar sem hún koma víð við þegar landbúnaðar eru annars vegar og atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín kom líka víða við í ræðu sinni. Hún fékk einnig það hlutverk að afhenda landbúnaðarverðlaunin 2025 en þau hlutu bændurnir á Brúnastöðum í Fljótum í Skagafirði eða þau Stefanía Hjördís Leifsdóttir og Jóhannes Ríkharðsson. En hvernig er staða íslenskra bænda í dag? „Það eru brekkur en það eru líka tækifæri og við erum að einbeita okkur því og ætlum okkur að sækja okkur þessi tækifæri og nýta þau og ég finn að bændur eru tilbúnir í það,” segir Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna. Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Trausti talaði um geltandi hunda í ræðu sinni við sveitabæi. „Ég trúi því Magnús Hlynur að við viljum öll hafa líf í sveitunum og partur af því er að það séu geltandi hundar í vegkanti,” sagði Trausti við fréttamann. Atvinnuvegaráðherra, sem er að fara með formanni Bændasamtakanna í hringferð um landið til að hitta bændur eru bjartsýni á stöðu landbúnaðarins. „Mér líst vel á stöðuna. Það eru klárlega allskonar áskoranir, sem að bændur og stjórnvöld standa frammi fyrir þegar kemur að þessari mikilvægu atvinnugrein en við vitum það líka að í áskorunum felast líka tækifæri og þetta er sterkur og samheldin hópur, sem er með þetta markmið, sem varðar framtíðina og varðar fæðuöryggi og við munum finna leiðir,” segir Hanna Katrín. Hanna Katrín Friðriksson, Atvinnuvegaráðherra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og einn af hápunktum við setningu Búnaðarþings var að fagna 30 ára afmæli Bændablaðsins, sem kemur út á hálfs mánaðar fresti. Fjölmenni sótti setningu Búnaðarþings í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson En lokaorðin til bænda og þeirra fjölskyldna frá forseta Íslands voru þessi: „Þið eruð mikilvægur hlekkur í samfélaginu og þjóðhagslega afar mikilvæg. Ástríðar ykkar á starfinu skiptir máli og hefur bæði bein og óbein áhrif á líf fólks og líðan, sem og öryggi þjóðarinnar. Þið megið vera stolt af þessu ábyrgðarhlutverki,” sagði Halla. Frú Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason, eiginmaður hennar mættu við setningu Búnaðarþings í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Halla Tómasdóttir Landbúnaður Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Sjá meira
Það var hátíðarstemming við setningu Búnaðarþings í dag. Forseti Íslands mætti, ráðherrar og alþingismenn og að sjálfsögðu bændur og búalið. Um tveggja daga Búnaðarþing er að ræða á Hótel Natura í Reykjavík þar sem fjölbreytt málefni landbúnaðarins verða til umræðu. Formaður Bændasamtakanna setti þingið formlega, ásamt því að fara yfir málefni bænda í ræðu sinni. Því næst flutti frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands ávarp þar sem hún koma víð við þegar landbúnaðar eru annars vegar og atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín kom líka víða við í ræðu sinni. Hún fékk einnig það hlutverk að afhenda landbúnaðarverðlaunin 2025 en þau hlutu bændurnir á Brúnastöðum í Fljótum í Skagafirði eða þau Stefanía Hjördís Leifsdóttir og Jóhannes Ríkharðsson. En hvernig er staða íslenskra bænda í dag? „Það eru brekkur en það eru líka tækifæri og við erum að einbeita okkur því og ætlum okkur að sækja okkur þessi tækifæri og nýta þau og ég finn að bændur eru tilbúnir í það,” segir Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna. Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Trausti talaði um geltandi hunda í ræðu sinni við sveitabæi. „Ég trúi því Magnús Hlynur að við viljum öll hafa líf í sveitunum og partur af því er að það séu geltandi hundar í vegkanti,” sagði Trausti við fréttamann. Atvinnuvegaráðherra, sem er að fara með formanni Bændasamtakanna í hringferð um landið til að hitta bændur eru bjartsýni á stöðu landbúnaðarins. „Mér líst vel á stöðuna. Það eru klárlega allskonar áskoranir, sem að bændur og stjórnvöld standa frammi fyrir þegar kemur að þessari mikilvægu atvinnugrein en við vitum það líka að í áskorunum felast líka tækifæri og þetta er sterkur og samheldin hópur, sem er með þetta markmið, sem varðar framtíðina og varðar fæðuöryggi og við munum finna leiðir,” segir Hanna Katrín. Hanna Katrín Friðriksson, Atvinnuvegaráðherra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og einn af hápunktum við setningu Búnaðarþings var að fagna 30 ára afmæli Bændablaðsins, sem kemur út á hálfs mánaðar fresti. Fjölmenni sótti setningu Búnaðarþings í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson En lokaorðin til bænda og þeirra fjölskyldna frá forseta Íslands voru þessi: „Þið eruð mikilvægur hlekkur í samfélaginu og þjóðhagslega afar mikilvæg. Ástríðar ykkar á starfinu skiptir máli og hefur bæði bein og óbein áhrif á líf fólks og líðan, sem og öryggi þjóðarinnar. Þið megið vera stolt af þessu ábyrgðarhlutverki,” sagði Halla. Frú Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason, eiginmaður hennar mættu við setningu Búnaðarþings í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Halla Tómasdóttir Landbúnaður Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Sjá meira