Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir og Íris Ellenberger skrifa 20. mars 2025 12:01 Á næstu vikum munu nemendur við Háskóla Íslands borga skrásetningargjöld fyrir næsta skólaár, en gætu viljað hugsa sig um áður en þeir borga í gegnum Ugluna. Þegar skrásetningargjöld við Háskóla Íslands (og aðra íslenska ríkisskóla) eru greidd fara greiðslurnar, bæði á netinu og með posagreiðslum, í gegnum fyrirtækið Rapyd. Fjallað hefur verið um fyrirtækið í íslenskum fjölmiðlum vegna tengsla þess við Ísraelsríki. Fyrirtækið hefur verið gagnrýnt fyrir þessi tengsl sín, og hefur Björn B. Björnsson fjallað ítarlega um málið í pistlum sínum sem birst hafa á Vísi. [1] Á síðasta ári greiddi Háskóli Íslands 6,9 milljónir til Rapyd. [2] Hvað er málið með Rapyd? Rapyd Europe sem starfar á Íslandi er hluti af alþjóðlegu greiðslufyrirtæki í eigu ísraelskra fjárfesta. Rapyd hefur fjármagnað og auglýst félagslega viðburði fyrir herdeildir Ísraelshers undir þeim formerkjum að fyrirtækið sé stoltur stuðningsaðili hersins.[3] Forstjóri Rapyd (sem er skráður raunverulegur eigandi Rapyd á Íslandi) hefur jafnframt lýst því yfir að Rapyd styðji Ísraelsríki í þjóðarmorðinu gegn Palestínumönnum [4]. Sameinuðu þjóðirnar kölluðu aðgerðir Ísraela á dögunum „illvirki sem samsvarar stríðsglæpum“[5] og auk þess hafa Læknar án landamæra[6] og Amnesty International[7] einnig lýst því yfir að þar eigi sér stað þjóðarmorð. Háskóli Íslands og Rapyd Í könnun sem gerð var í byrjun árs 2024 kom í ljós að tæplega 60% landsmanna vilja ekki skipta við Rapyd[8] en samt er nemendum HÍ gert að nota þessa greiðsluleið án þess að bent sé á aðra valkosti. Við teljum því skyldu okkar að benda á þær lausnir, sem eru að millifæra eða borga með reiðufé, til að nemendur greiði ekki óafvitandi hluta skólagjalda sinna til fyrirtækis sem sakað hefur verið um að styðja þjóðarmorð. Millifærsluupplýsingar fyrir skrásetningargjaldið: Bankareikningur: 0137-26-000174 Kennitala HÍ: 600169-2039 Mikilvægt er að senda tölvupóst á nemskra@hi.is með upplýsingum um greiðsluna.Þú getur einnnig mætt með reiðufé á þjónustuborð HÍ á Háskólatorgi. Ertu nemandi í öðrum skóla? Við hvetjum nemendur og kennara annarra ríkisháskóla til þessa að óska eftir upplýsingum um greiðslumiðlun skóla sinna, hvernig megi millifæra og dreifa upplýsingunum til annarra nemenda skólans. Þú hefur val Þegar þú borgar skrásetningargjöldin rennur hluti þess til fyrirtækis sem hvetur til þjóðarmorðs í Palestínu. Með þeirri einföldu aðgerð að millifæra skólagjöldin þín sendir þú Háskóla Íslands og Rapyd skilaboð: „Ég tek ekki þátt í að fjármagna kúgun og mannréttindabrot.“ Það gera þúsundir Íslendinga á hverjum degi með því að sniðganga Rapyd og önnur ísraelsk fyrirtæki.[9] Á meðan við bíðum eftir því að Háskóli Íslands taki afstöðu, gerum við það sjálf. Inga Björk er doktorsnemi og aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Íris er dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Heimildir 1. Sjá greinar Björns B. Björnssonar um Rapyd á Vísi: https://www.visir.is/t/37052. Opnirreikningar.is 3. Assaf Gilead. (2023). Rapyd CEO’s Hamas remarks provoke boycott in Iceland https://en.globes.co.il/en/article-rapyd-ceos-hamas-remarks-provoke-boycott-in-iceland-10014662614. Sjá Instagram-reikning Rapyd: https://www.instagram.com/wearerapyd/p/CmLzNiToWcM/?ref=1v6xlxg8ae&hl=af&img_index=1 5. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. (2025). “More than a human can bear”: Israel's systematic use of sexual, reproductive and other forms of gender-based violence since 7 October 2023. https://www.ohchr.org/sites/default/files/documents/hrbodies/hrcouncil/sessions-regular/session58/a-hrc-58-crp-6.pdf6. Læknar án landamæra. (2024). Life in the death trap that is Gaza. https://www.doctorswithoutborders.org/latest/life-death-trap-gaza7. Amnesty International. (2024). Amnesty International investigation concludes Israel is committing genocide against Palestinians in Gaza. https://www.amnesty.org/en/latest/news/2024/12/amnesty-international-concludes-israel-is-committing-genocide-against-palestinians-in-gaza/8. Árni Sæberg. (2024). Ríflega helmingur vill ekki skipta við Rapyd. https://www.visir.is/g/20242543289d/rif-lega-helmingur-vill-ekki-skipta-vid-rapyd9. Þú getur fengið frekari upplýsingar um sniðgöngu fyrir Palestínu á www.snidganga.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Á næstu vikum munu nemendur við Háskóla Íslands borga skrásetningargjöld fyrir næsta skólaár, en gætu viljað hugsa sig um áður en þeir borga í gegnum Ugluna. Þegar skrásetningargjöld við Háskóla Íslands (og aðra íslenska ríkisskóla) eru greidd fara greiðslurnar, bæði á netinu og með posagreiðslum, í gegnum fyrirtækið Rapyd. Fjallað hefur verið um fyrirtækið í íslenskum fjölmiðlum vegna tengsla þess við Ísraelsríki. Fyrirtækið hefur verið gagnrýnt fyrir þessi tengsl sín, og hefur Björn B. Björnsson fjallað ítarlega um málið í pistlum sínum sem birst hafa á Vísi. [1] Á síðasta ári greiddi Háskóli Íslands 6,9 milljónir til Rapyd. [2] Hvað er málið með Rapyd? Rapyd Europe sem starfar á Íslandi er hluti af alþjóðlegu greiðslufyrirtæki í eigu ísraelskra fjárfesta. Rapyd hefur fjármagnað og auglýst félagslega viðburði fyrir herdeildir Ísraelshers undir þeim formerkjum að fyrirtækið sé stoltur stuðningsaðili hersins.[3] Forstjóri Rapyd (sem er skráður raunverulegur eigandi Rapyd á Íslandi) hefur jafnframt lýst því yfir að Rapyd styðji Ísraelsríki í þjóðarmorðinu gegn Palestínumönnum [4]. Sameinuðu þjóðirnar kölluðu aðgerðir Ísraela á dögunum „illvirki sem samsvarar stríðsglæpum“[5] og auk þess hafa Læknar án landamæra[6] og Amnesty International[7] einnig lýst því yfir að þar eigi sér stað þjóðarmorð. Háskóli Íslands og Rapyd Í könnun sem gerð var í byrjun árs 2024 kom í ljós að tæplega 60% landsmanna vilja ekki skipta við Rapyd[8] en samt er nemendum HÍ gert að nota þessa greiðsluleið án þess að bent sé á aðra valkosti. Við teljum því skyldu okkar að benda á þær lausnir, sem eru að millifæra eða borga með reiðufé, til að nemendur greiði ekki óafvitandi hluta skólagjalda sinna til fyrirtækis sem sakað hefur verið um að styðja þjóðarmorð. Millifærsluupplýsingar fyrir skrásetningargjaldið: Bankareikningur: 0137-26-000174 Kennitala HÍ: 600169-2039 Mikilvægt er að senda tölvupóst á nemskra@hi.is með upplýsingum um greiðsluna.Þú getur einnnig mætt með reiðufé á þjónustuborð HÍ á Háskólatorgi. Ertu nemandi í öðrum skóla? Við hvetjum nemendur og kennara annarra ríkisháskóla til þessa að óska eftir upplýsingum um greiðslumiðlun skóla sinna, hvernig megi millifæra og dreifa upplýsingunum til annarra nemenda skólans. Þú hefur val Þegar þú borgar skrásetningargjöldin rennur hluti þess til fyrirtækis sem hvetur til þjóðarmorðs í Palestínu. Með þeirri einföldu aðgerð að millifæra skólagjöldin þín sendir þú Háskóla Íslands og Rapyd skilaboð: „Ég tek ekki þátt í að fjármagna kúgun og mannréttindabrot.“ Það gera þúsundir Íslendinga á hverjum degi með því að sniðganga Rapyd og önnur ísraelsk fyrirtæki.[9] Á meðan við bíðum eftir því að Háskóli Íslands taki afstöðu, gerum við það sjálf. Inga Björk er doktorsnemi og aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Íris er dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Heimildir 1. Sjá greinar Björns B. Björnssonar um Rapyd á Vísi: https://www.visir.is/t/37052. Opnirreikningar.is 3. Assaf Gilead. (2023). Rapyd CEO’s Hamas remarks provoke boycott in Iceland https://en.globes.co.il/en/article-rapyd-ceos-hamas-remarks-provoke-boycott-in-iceland-10014662614. Sjá Instagram-reikning Rapyd: https://www.instagram.com/wearerapyd/p/CmLzNiToWcM/?ref=1v6xlxg8ae&hl=af&img_index=1 5. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. (2025). “More than a human can bear”: Israel's systematic use of sexual, reproductive and other forms of gender-based violence since 7 October 2023. https://www.ohchr.org/sites/default/files/documents/hrbodies/hrcouncil/sessions-regular/session58/a-hrc-58-crp-6.pdf6. Læknar án landamæra. (2024). Life in the death trap that is Gaza. https://www.doctorswithoutborders.org/latest/life-death-trap-gaza7. Amnesty International. (2024). Amnesty International investigation concludes Israel is committing genocide against Palestinians in Gaza. https://www.amnesty.org/en/latest/news/2024/12/amnesty-international-concludes-israel-is-committing-genocide-against-palestinians-in-gaza/8. Árni Sæberg. (2024). Ríflega helmingur vill ekki skipta við Rapyd. https://www.visir.is/g/20242543289d/rif-lega-helmingur-vill-ekki-skipta-vid-rapyd9. Þú getur fengið frekari upplýsingar um sniðgöngu fyrir Palestínu á www.snidganga.is.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun