Þá er það komið á hreint að líf olnbogabarna í vanda er verðmetið á 100 milljónir hér á landi Davíð Bergmann skrifar 19. mars 2025 15:00 Það að það hafi strandað á 100 milljónum að byggja nýtt sérhæft meðferðarheimili fyrir börn í vanda hlýtur að vera vanræksla miðað við þá lögbundnu skyldu sem ríkið hefur í þessum málaflokki! Ég ætla að nota tækifærið hérna og skora á fólk sem á börn á biðlista eða hefur skaðast vegna þeirra biðar að fara í mál við ríkið því það er við enga aðra við að sakast en ríkið og æðstu yfirmenn Barna- og fjölskyldustofu að leyfa þessu að fara í þennan farveg. Af hverju er ég að hjóla í yfirmennina? Jú, vegna þess að þetta hlýtur að hafa séð það í hendi sér að þegar við vorum 100.000 færri íbúar hér á landi voru 9 starfrækt meðferðarheimili hér á landi þegar mest var, en í dag er varla eitt starfrækt eftir brunann á Stuðlum og við erum 100.000 fleiri íbúar með nýjar áskoranir eins og það að samsetning þjóðar er ekki sú sama og þegar við vorum 100.000 færri íbúar. Eins þegar það er verið að neyðarvista börn, þá er það gert í gluggalausum fangaklefa á gömlu lögreglustöðinni í Hafnarfirði? Getur það talist eðlilegt árið 2025? Í fyrirsögninni segi ég að það sé búið að verðleggja olnbogabarn upp á 100 milljónir en það stenst ekki miðað við það þegar ég fór á fyrirlestur þar sem pabbi Sissu, sem dó 17 ára árið 2014, var búinn að finna út að það væri 800 milljónir en ekki 100. Hérna er linkurinn, hann byrjar á mínútu 41:40. Þegar ég sá fréttina í gær um að bygging nýja meðferðarheimilisins hafi strandað á 100 milljónum féllust mér hendur því okkur í Fjölsmiðjunni vantar 50 til að geta haldið starfinu á floti. En sveitarfélögin geta verið að borga 15-18 milljónir með einum einstakling í einkareknu úrræði en ríkið getur ekki sinnt sínu lögboðna hlutverki að hafa úrræði við hendina. Hvert erum við komin þegar stöðugasta útgerðarfélag Íslands fær 160 milljónir úr ríkissjóði vegna orkuskipta skipa en olnbogabörn geta ekki einu sinni fengið 100 milljónir til að opna sérhæft meðferðarheimili. Auðvitað á að draga einhvern til ábyrgðar í þessu, það hefur meira segja nú þegar eitt barn dáið á meðferðarheimili hér á landi, var það vegna aðstöðuleysis? Svona, miðað við viðtal við forstöðumann Stuðla í Kveik fyrir nokkrum mánuðum síðan þar sem hann lýsti óviðunandi aðstæðum bæði fyrir börnin og starfsmennina. Ég er ekki alveg ókunnugur Stuðlum, vann þar í næstum 17 ár þannig að ég hef fulla samúð með fólkinu þar. Það er alltaf verið að tala um fagmennsku í þessu, en hvað er fagmaður? Er það einhver sem sótti alla sína vitneskju í bækur í háskóla en hefur samt aldrei stigið fæti inn í heim þessara barna? En sá sem hefur verið báðum megin við borðið, upplifað það á eigin skinni að vera olnbogabarn samfélagsins. Jafnvel hefur æskunni hans verið rænt af sams konar fagprikum sem stjórna þessum málaflokki í dag og sitja næst fjárveitingarvaldinu. En þessi „ófagmaður“ hefur samt sem áður unnið svo áratugum skiptir á gólfinu í þessum málaflokki á lægri launum en nemi í leikskólafræðum. Svoleiðis einstaklingar eru ekki marktækir og eiga að hafa vit á því að halda kjafti og ef þeir opna kjaftinn skulu þeir fá áminningu fyrir að draga úr trúverugleika barnaverndar hér á landi eins og undirritaður kynntist á sínum tíma þegar hann vann á Stuðlum. Hvern á að draga til ábyrgðar í þessu máli, það verður einhver að sæta ábyrgð. Ég ætla að vona þeirra vegna sem tóku þessa ákvörðun að 100 milljónir væri of mikið til að hefja smíði á sérhæfðu meðferðarheimili sofi á nóttinni miðað við ástandið í dag. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Sjá meira
Það að það hafi strandað á 100 milljónum að byggja nýtt sérhæft meðferðarheimili fyrir börn í vanda hlýtur að vera vanræksla miðað við þá lögbundnu skyldu sem ríkið hefur í þessum málaflokki! Ég ætla að nota tækifærið hérna og skora á fólk sem á börn á biðlista eða hefur skaðast vegna þeirra biðar að fara í mál við ríkið því það er við enga aðra við að sakast en ríkið og æðstu yfirmenn Barna- og fjölskyldustofu að leyfa þessu að fara í þennan farveg. Af hverju er ég að hjóla í yfirmennina? Jú, vegna þess að þetta hlýtur að hafa séð það í hendi sér að þegar við vorum 100.000 færri íbúar hér á landi voru 9 starfrækt meðferðarheimili hér á landi þegar mest var, en í dag er varla eitt starfrækt eftir brunann á Stuðlum og við erum 100.000 fleiri íbúar með nýjar áskoranir eins og það að samsetning þjóðar er ekki sú sama og þegar við vorum 100.000 færri íbúar. Eins þegar það er verið að neyðarvista börn, þá er það gert í gluggalausum fangaklefa á gömlu lögreglustöðinni í Hafnarfirði? Getur það talist eðlilegt árið 2025? Í fyrirsögninni segi ég að það sé búið að verðleggja olnbogabarn upp á 100 milljónir en það stenst ekki miðað við það þegar ég fór á fyrirlestur þar sem pabbi Sissu, sem dó 17 ára árið 2014, var búinn að finna út að það væri 800 milljónir en ekki 100. Hérna er linkurinn, hann byrjar á mínútu 41:40. Þegar ég sá fréttina í gær um að bygging nýja meðferðarheimilisins hafi strandað á 100 milljónum féllust mér hendur því okkur í Fjölsmiðjunni vantar 50 til að geta haldið starfinu á floti. En sveitarfélögin geta verið að borga 15-18 milljónir með einum einstakling í einkareknu úrræði en ríkið getur ekki sinnt sínu lögboðna hlutverki að hafa úrræði við hendina. Hvert erum við komin þegar stöðugasta útgerðarfélag Íslands fær 160 milljónir úr ríkissjóði vegna orkuskipta skipa en olnbogabörn geta ekki einu sinni fengið 100 milljónir til að opna sérhæft meðferðarheimili. Auðvitað á að draga einhvern til ábyrgðar í þessu, það hefur meira segja nú þegar eitt barn dáið á meðferðarheimili hér á landi, var það vegna aðstöðuleysis? Svona, miðað við viðtal við forstöðumann Stuðla í Kveik fyrir nokkrum mánuðum síðan þar sem hann lýsti óviðunandi aðstæðum bæði fyrir börnin og starfsmennina. Ég er ekki alveg ókunnugur Stuðlum, vann þar í næstum 17 ár þannig að ég hef fulla samúð með fólkinu þar. Það er alltaf verið að tala um fagmennsku í þessu, en hvað er fagmaður? Er það einhver sem sótti alla sína vitneskju í bækur í háskóla en hefur samt aldrei stigið fæti inn í heim þessara barna? En sá sem hefur verið báðum megin við borðið, upplifað það á eigin skinni að vera olnbogabarn samfélagsins. Jafnvel hefur æskunni hans verið rænt af sams konar fagprikum sem stjórna þessum málaflokki í dag og sitja næst fjárveitingarvaldinu. En þessi „ófagmaður“ hefur samt sem áður unnið svo áratugum skiptir á gólfinu í þessum málaflokki á lægri launum en nemi í leikskólafræðum. Svoleiðis einstaklingar eru ekki marktækir og eiga að hafa vit á því að halda kjafti og ef þeir opna kjaftinn skulu þeir fá áminningu fyrir að draga úr trúverugleika barnaverndar hér á landi eins og undirritaður kynntist á sínum tíma þegar hann vann á Stuðlum. Hvern á að draga til ábyrgðar í þessu máli, það verður einhver að sæta ábyrgð. Ég ætla að vona þeirra vegna sem tóku þessa ákvörðun að 100 milljónir væri of mikið til að hefja smíði á sérhæfðu meðferðarheimili sofi á nóttinni miðað við ástandið í dag. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun