Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. mars 2025 12:26 Lögregla er með mikinn viðbúnað við bygginguna þar sem Imamoğlu er haldið. AP/Francisco Seco Lögregla á Tyrklandi handtók í gær Ekrem Imamoğlu, borgarstjóra Istanbul, vegna rannsóknar á ásökunum um spillingu og tengsl við hryðjuverkastarfsemi. Handtökuskipanir hafa verið gefnar út á hendur 100 öðrum í tengslum við málið, samkvæmt ríkisfréttastofunni Anadolu Agency. Stjórnarandstæðingar segja handtökuna pólitíska en gert var ráð fyrir því að Imamoğlu yrði útnefndur forsetaefni Repúblikanaflokksins (CHP) þann 23. mars næstkomandi. Özgür Özel, formaður CHP, segir handtökuna ekkert annað en valdarán. Fjöldafundir hafa verið bannaðir í Istanbul í fjóra daga, líklega til að koma í veg fyrir mótmæli vegna handtökunnar, og þá hafa stjórnvöld takmarkað aðgengi landsmanna að samfélagsmiðlum. Borgarstjórinn nýtur mikilla vinsælda í heimalandi sínu.Getty/Oliver Berg Áður en Imamoğlu var handtekinn var hann sviptur háskólagráðu sinni við Istanbul University en háskólagráða er eitt af þeim skilyrðum sem forsetaframbjóðendur þurfa að uppfylla. „Það styttist í þá daga þar sem þeir sem tóku þessa ákvörðun verða látnir sæta ábyrgð af sögunni og fyrir dómstólum,“ sagði Imamoğlu þá á samfélagsmiðlum. „Barátta fólksins, sem þyrstir í réttlæti, lög og lýðræði, verður ekki stöðvuð.“ Imamoğlu hefur heitið því að halda baráttu sinni gegn Recep Tayyip Erdogan forseta áfram en Guardian hefur eftir Wolfgang Piccoli, sérfræðingi hjá Teneo, að gráðusviptingin sé til marks um að Erdogan geri sér grein fyrir því að hann geti ekki unnið í sanngjörnum kosningum. Tyrkland Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Sjá meira
Handtökuskipanir hafa verið gefnar út á hendur 100 öðrum í tengslum við málið, samkvæmt ríkisfréttastofunni Anadolu Agency. Stjórnarandstæðingar segja handtökuna pólitíska en gert var ráð fyrir því að Imamoğlu yrði útnefndur forsetaefni Repúblikanaflokksins (CHP) þann 23. mars næstkomandi. Özgür Özel, formaður CHP, segir handtökuna ekkert annað en valdarán. Fjöldafundir hafa verið bannaðir í Istanbul í fjóra daga, líklega til að koma í veg fyrir mótmæli vegna handtökunnar, og þá hafa stjórnvöld takmarkað aðgengi landsmanna að samfélagsmiðlum. Borgarstjórinn nýtur mikilla vinsælda í heimalandi sínu.Getty/Oliver Berg Áður en Imamoğlu var handtekinn var hann sviptur háskólagráðu sinni við Istanbul University en háskólagráða er eitt af þeim skilyrðum sem forsetaframbjóðendur þurfa að uppfylla. „Það styttist í þá daga þar sem þeir sem tóku þessa ákvörðun verða látnir sæta ábyrgð af sögunni og fyrir dómstólum,“ sagði Imamoğlu þá á samfélagsmiðlum. „Barátta fólksins, sem þyrstir í réttlæti, lög og lýðræði, verður ekki stöðvuð.“ Imamoğlu hefur heitið því að halda baráttu sinni gegn Recep Tayyip Erdogan forseta áfram en Guardian hefur eftir Wolfgang Piccoli, sérfræðingi hjá Teneo, að gráðusviptingin sé til marks um að Erdogan geri sér grein fyrir því að hann geti ekki unnið í sanngjörnum kosningum.
Tyrkland Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Sjá meira