Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. mars 2025 23:01 Dean Huijsen hefur skorað tvö mörk í ensku úrvalsdeildinni. Annað þeirra kom í 3-0 sigri Bournemouth á Old Trafford. EPA-EFE/PETER POWELL Hinn 19 ára Dean Huijsen, leikmaður Bournemouth, er einn mest spennandi miðvörður Evrópu þessa dagana. Hann er nú orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool. Fæddur í Amsterdam en alinn upp á Spáni og spilaði með akademíu Malaga áður en Juventus bankaði á dyrnar þegar hann var 16 ára gamall. Var lánaður til Roma á síðasta ári og sagði José Mourinho, þáverandi þjálfari Rómverja, að um væri að ræða einn efnilegasta miðvörð Evrópu. BREAKING: Bournemouth have confirmed the signing of teenage defender Dean Huijsen from Juventus 📝 pic.twitter.com/h1pthUh9sV— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 30, 2024 Roma hafði hins vegar ekki efni á að kaupa hann sumarið 2024 og því stökk Bournemouth til. Það er ákvörðun sem félagið sér ekki eftir í dag. Hann kostaði 15 milljónir punda – 2,6 milljarða íslenskra króna – sem er ekki mikið þegar um er að ræða lið í ensku úrvalsdeildinni. Reikna má fastlega með að Bournemouth tvö- eða þrefaldi þá upphæð verði hann seldur í sumar. Verandi fæddur í Amsterdam þá lék miðvörðurinn með yngri landsliðum Hollands þangað til hann var valinn í U-21 árs landsliðs Spánar á síðasta ári. Síðan hefur hann leikið sjö leiki fyrir U-21 árs landslið Spánar og hefur nú verið valinn í A-landsliðið fyrir komandi verkefni. Born in the Netherlands. Moved to Spain aged 5.Aged 16, transferred from Malaga to Juventus.Transferred to AFC Bournemouth this summer, earning all the plaudits in his 1st Premier League season.Called up to the Spain senior squad aged 19 👏Dean Huijsen is a prospect 🌟 pic.twitter.com/Cuh1Js95RU— Football on TNT Sports (@footballontnt) March 18, 2025 Það myndi án efa hjálpa til að spila fyrir lið á Spáni og vitað er að Real Madríd hefur lengi fylgst með Huijsen. Þar pirra menn sig eflaust á því að kaupa hann ekki „ódýrt“ síðasta sumar þar sem ljóst er að hann mun nú kosta fúlgur fjár. Sky Sports greinir frá því að Liverpool sé einnig með Huijsen á óskalista sínum. Leikmaðurinn Dean Huijsen er allt sem stórlið Evrópu vilja sjá í miðverði. Hann getur notað báða fætur, með góðar sendingar og staðsetningar en hikar þó ekki við að henda sér í tæklingar sé þess þörf. Þrátt fyrir ungan aldur er hann nokkuð líkamlega sterkur og einstaklega klókur. Hann er stór ástæða þess að Bournemouth er í bullandi baráttu um sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð þrátt fyrir að vera í 10. sæti sem stendur. Þegar níu umferðir eru eftir af ensku úrvalsdeildinni er liðið aðeins fjórum stigum á eftir Manchester City í 5. sæti. Hver veit nema Huijsen verði áfram á Suðurströnd Englands fari svo að Bournemouth endi í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Åge Hareide látinn Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Fæddur í Amsterdam en alinn upp á Spáni og spilaði með akademíu Malaga áður en Juventus bankaði á dyrnar þegar hann var 16 ára gamall. Var lánaður til Roma á síðasta ári og sagði José Mourinho, þáverandi þjálfari Rómverja, að um væri að ræða einn efnilegasta miðvörð Evrópu. BREAKING: Bournemouth have confirmed the signing of teenage defender Dean Huijsen from Juventus 📝 pic.twitter.com/h1pthUh9sV— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 30, 2024 Roma hafði hins vegar ekki efni á að kaupa hann sumarið 2024 og því stökk Bournemouth til. Það er ákvörðun sem félagið sér ekki eftir í dag. Hann kostaði 15 milljónir punda – 2,6 milljarða íslenskra króna – sem er ekki mikið þegar um er að ræða lið í ensku úrvalsdeildinni. Reikna má fastlega með að Bournemouth tvö- eða þrefaldi þá upphæð verði hann seldur í sumar. Verandi fæddur í Amsterdam þá lék miðvörðurinn með yngri landsliðum Hollands þangað til hann var valinn í U-21 árs landsliðs Spánar á síðasta ári. Síðan hefur hann leikið sjö leiki fyrir U-21 árs landslið Spánar og hefur nú verið valinn í A-landsliðið fyrir komandi verkefni. Born in the Netherlands. Moved to Spain aged 5.Aged 16, transferred from Malaga to Juventus.Transferred to AFC Bournemouth this summer, earning all the plaudits in his 1st Premier League season.Called up to the Spain senior squad aged 19 👏Dean Huijsen is a prospect 🌟 pic.twitter.com/Cuh1Js95RU— Football on TNT Sports (@footballontnt) March 18, 2025 Það myndi án efa hjálpa til að spila fyrir lið á Spáni og vitað er að Real Madríd hefur lengi fylgst með Huijsen. Þar pirra menn sig eflaust á því að kaupa hann ekki „ódýrt“ síðasta sumar þar sem ljóst er að hann mun nú kosta fúlgur fjár. Sky Sports greinir frá því að Liverpool sé einnig með Huijsen á óskalista sínum. Leikmaðurinn Dean Huijsen er allt sem stórlið Evrópu vilja sjá í miðverði. Hann getur notað báða fætur, með góðar sendingar og staðsetningar en hikar þó ekki við að henda sér í tæklingar sé þess þörf. Þrátt fyrir ungan aldur er hann nokkuð líkamlega sterkur og einstaklega klókur. Hann er stór ástæða þess að Bournemouth er í bullandi baráttu um sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð þrátt fyrir að vera í 10. sæti sem stendur. Þegar níu umferðir eru eftir af ensku úrvalsdeildinni er liðið aðeins fjórum stigum á eftir Manchester City í 5. sæti. Hver veit nema Huijsen verði áfram á Suðurströnd Englands fari svo að Bournemouth endi í Meistaradeild Evrópu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Åge Hareide látinn Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira