Lýðræði, gagnsæi og valddreifing í Sósíalistaflokknum Karl Héðinn Kristjánsson skrifar 18. mars 2025 17:31 Nýlega skrifaði Oddný Eir grein þar sem hún gagnrýnir þá sem hafa kallað eftir breytingum innan Sósíalistaflokksins og sakar okkur um að vinna gegn lýðræði. Þessar ásakanir eru bæði ósanngjarnar og rangar. Við sem höfum talað fyrir umbótum gerum það af einni ástæðu: að styrkja flokkinn okkar með auknu lýðræði, valddreifingu og gagnsæi. Tillögur vinnuhelgarinnar sem hafa verið ræddar síðustu vikur snúast að mjög miklu leyti um að styrkja aðkomu grasrótarinnar, gera stjórnsýslu flokksins gagnsærri og tryggja að ákvarðanataka sé í höndum félagsmanna, ekki fámenns hóps. Markmið okkar er ekki að veikja flokkinn heldur að tryggja að hann verði raunverulega öflugur vettvangur fyrir alla sósíalista, þar sem félagsmenn geta tekið virkan þátt í ákvarðanatöku og baráttunni fyrir félagslegu réttlæti og framförum á Íslandi. Við höfum talað fyrir því að kjörnir fulltrúar og stjórnir flokksins beri ábyrgð gagnvart félagsmönnum, að fundargerðir verði aðgengilegar og að ákvarðanir séu teknar með lýðræðislegum hætti. Við höfum lagt til að félögum á landsbyggðinni standi til boða að stofna svæðisfélög, að slík félög innan flokksins fái sjálfræði, svo valdið dreifist og fleiri geti lagt sitt af mörkum. Þetta eru ekki ólýðræðislegar kröfur – heldur grundvallarforsendur fyrir sterkri og öflugri hreyfingu. Því miður höfum við séð persónulegar árásir og rangfærslur í stað efnislegrar umræðu. Þær dylgjur sem hafa verið settar fram, meðal annars í grein Oddnýjar, eru ekki ábyrgar gagnvart flokknum né félagsmönnum. Þær grafa undan þeirri samstöðu sem við viljum byggja og beina jafnframt athyglinni frá raunverulegu vandamálunum sem flokkurinn stendur frammi fyrir.Það er óumdeilt að Gunnar Smári hefur verið öflugur fjölmiðlamaður og að Samstöðin hefur átt stóran þátt í að koma mikilvægum samfélagsmálum og róttækri umræðu á dagskrá. Samstöðin er samstarfsverkefni margra og hefur sannað sig sem mikilvægur vettvangur fyrir fjölbreytta og gagnrýna umræðu. Þrátt fyrir að við höfum gagnrýnt innra starf Sósíalistaflokksins með það að markmiði að bæta og styrkja hann til framtíðar, lít ég á Samstöðina sem sjálfstætt og dýrmætt verkefni. Ég vonast til að sjá hana vaxa enn frekar og munum við beita okkar fyrir því að hún verði áfram öflugur þátttakandi í samfélagsumræðunni. Við köllum eftir uppbyggilegri umræðu. Við köllum eftir því að við ræðum tillögur okkar á málefnalegum grunni og metum þær út frá því hvort þær þjóni flokknum og félagsmönnum. Við köllum eftir því að flokkurinn okkar verði sá lýðræðislegi, róttæki og sameinaði vettvangur sem hann á að vera. Þetta er ekki tími fyrir sundrungu – heldur tíminn til þess að vinna öll saman að nauðsynlegum umbótum, svo flokkurinn geti orðið það afl sem við vitum að hann getur verið. Höfundur er forseti ROÐA, ungliðadeildar Sósíalistaflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Karl Héðinn Kristjánsson Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Nýlega skrifaði Oddný Eir grein þar sem hún gagnrýnir þá sem hafa kallað eftir breytingum innan Sósíalistaflokksins og sakar okkur um að vinna gegn lýðræði. Þessar ásakanir eru bæði ósanngjarnar og rangar. Við sem höfum talað fyrir umbótum gerum það af einni ástæðu: að styrkja flokkinn okkar með auknu lýðræði, valddreifingu og gagnsæi. Tillögur vinnuhelgarinnar sem hafa verið ræddar síðustu vikur snúast að mjög miklu leyti um að styrkja aðkomu grasrótarinnar, gera stjórnsýslu flokksins gagnsærri og tryggja að ákvarðanataka sé í höndum félagsmanna, ekki fámenns hóps. Markmið okkar er ekki að veikja flokkinn heldur að tryggja að hann verði raunverulega öflugur vettvangur fyrir alla sósíalista, þar sem félagsmenn geta tekið virkan þátt í ákvarðanatöku og baráttunni fyrir félagslegu réttlæti og framförum á Íslandi. Við höfum talað fyrir því að kjörnir fulltrúar og stjórnir flokksins beri ábyrgð gagnvart félagsmönnum, að fundargerðir verði aðgengilegar og að ákvarðanir séu teknar með lýðræðislegum hætti. Við höfum lagt til að félögum á landsbyggðinni standi til boða að stofna svæðisfélög, að slík félög innan flokksins fái sjálfræði, svo valdið dreifist og fleiri geti lagt sitt af mörkum. Þetta eru ekki ólýðræðislegar kröfur – heldur grundvallarforsendur fyrir sterkri og öflugri hreyfingu. Því miður höfum við séð persónulegar árásir og rangfærslur í stað efnislegrar umræðu. Þær dylgjur sem hafa verið settar fram, meðal annars í grein Oddnýjar, eru ekki ábyrgar gagnvart flokknum né félagsmönnum. Þær grafa undan þeirri samstöðu sem við viljum byggja og beina jafnframt athyglinni frá raunverulegu vandamálunum sem flokkurinn stendur frammi fyrir.Það er óumdeilt að Gunnar Smári hefur verið öflugur fjölmiðlamaður og að Samstöðin hefur átt stóran þátt í að koma mikilvægum samfélagsmálum og róttækri umræðu á dagskrá. Samstöðin er samstarfsverkefni margra og hefur sannað sig sem mikilvægur vettvangur fyrir fjölbreytta og gagnrýna umræðu. Þrátt fyrir að við höfum gagnrýnt innra starf Sósíalistaflokksins með það að markmiði að bæta og styrkja hann til framtíðar, lít ég á Samstöðina sem sjálfstætt og dýrmætt verkefni. Ég vonast til að sjá hana vaxa enn frekar og munum við beita okkar fyrir því að hún verði áfram öflugur þátttakandi í samfélagsumræðunni. Við köllum eftir uppbyggilegri umræðu. Við köllum eftir því að við ræðum tillögur okkar á málefnalegum grunni og metum þær út frá því hvort þær þjóni flokknum og félagsmönnum. Við köllum eftir því að flokkurinn okkar verði sá lýðræðislegi, róttæki og sameinaði vettvangur sem hann á að vera. Þetta er ekki tími fyrir sundrungu – heldur tíminn til þess að vinna öll saman að nauðsynlegum umbótum, svo flokkurinn geti orðið það afl sem við vitum að hann getur verið. Höfundur er forseti ROÐA, ungliðadeildar Sósíalistaflokksins
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun