Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. mars 2025 22:32 Bruno fagnar með samlanda sínum Diogo Dalot. James Holyoak/Getty Images Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, hefur heldur betur svarað gagnrýnendum sínum með frábærri frammistöðu á vellinum. Hann segist gera hlutina eftir sínu höfði. Bruno kórónaði góðan leik sinn og liðsfélaga sinna gegn Leicester City með góðu marki undir lok leiks í 3-0 sigri Rauðu djöflanna. Var það fimmta mark fyrirliðans á tæpri viku. Ekki nóg með það heldur hafði hann lagt upp fyrstu tvö mörk Man United gegn Refunum. Frammistaðan gegn Leicester kom í kjölfar þrennunnar sem Bruno skoraði gegn Orra Steini Óskarssyni og félögum í Real Sociedad þegar liðin mættust í Evrópudeildinni. Þar var Portúgalinn helsta ástæða þess að Man United er komið í 8-liða úrslit keppninnar. „Ég geri hlutina á minn hátt. Augljóslega er ekki gaman að heyra slæma hluti um mann sjálfan en þeir veita innblástur þar sem það er ljóst að fólk telur að maður þurfi að bæta margt og mikið,“ sagði hinn þrítugi Bruno í viðtali eftir sigurinn á Leicester. Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Man United, er einn þeirra sem hefur lengi gagnrýnt Fernandes. Það breytir því ekki að Portúgalinn ber mikla virðingu fyrir írska miðjumanninum fyrrverandi. „Eðlilega mun ekki öllum líka það sem maður gerir en ég virði skoðanir annarra og virði álit Roy Keane. Ég veit að það er margt sem má laga í mínum leik og hvernig ég leiði lið mitt.“ Miðjumaðurinn hefur nú skorað 16 mörk og gefið 15 stoðsendingar á leiktíðinni. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, hrósaði fyrirliða liðsins, Bruno Fernandes, í hástert eftir að hann skoraði þrennu í 4-1 sigri á Real Sociedad í gær. Hann segir þó að Fernandes hafi einn galla í leik sínum. 14. mars 2025 10:32 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira
Bruno kórónaði góðan leik sinn og liðsfélaga sinna gegn Leicester City með góðu marki undir lok leiks í 3-0 sigri Rauðu djöflanna. Var það fimmta mark fyrirliðans á tæpri viku. Ekki nóg með það heldur hafði hann lagt upp fyrstu tvö mörk Man United gegn Refunum. Frammistaðan gegn Leicester kom í kjölfar þrennunnar sem Bruno skoraði gegn Orra Steini Óskarssyni og félögum í Real Sociedad þegar liðin mættust í Evrópudeildinni. Þar var Portúgalinn helsta ástæða þess að Man United er komið í 8-liða úrslit keppninnar. „Ég geri hlutina á minn hátt. Augljóslega er ekki gaman að heyra slæma hluti um mann sjálfan en þeir veita innblástur þar sem það er ljóst að fólk telur að maður þurfi að bæta margt og mikið,“ sagði hinn þrítugi Bruno í viðtali eftir sigurinn á Leicester. Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Man United, er einn þeirra sem hefur lengi gagnrýnt Fernandes. Það breytir því ekki að Portúgalinn ber mikla virðingu fyrir írska miðjumanninum fyrrverandi. „Eðlilega mun ekki öllum líka það sem maður gerir en ég virði skoðanir annarra og virði álit Roy Keane. Ég veit að það er margt sem má laga í mínum leik og hvernig ég leiði lið mitt.“ Miðjumaðurinn hefur nú skorað 16 mörk og gefið 15 stoðsendingar á leiktíðinni.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, hrósaði fyrirliða liðsins, Bruno Fernandes, í hástert eftir að hann skoraði þrennu í 4-1 sigri á Real Sociedad í gær. Hann segir þó að Fernandes hafi einn galla í leik sínum. 14. mars 2025 10:32 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira
Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, hrósaði fyrirliða liðsins, Bruno Fernandes, í hástert eftir að hann skoraði þrennu í 4-1 sigri á Real Sociedad í gær. Hann segir þó að Fernandes hafi einn galla í leik sínum. 14. mars 2025 10:32