McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sindri Sverrisson skrifar 17. mars 2025 14:04 Rory McIlroy var vel studdur í dag. Getty/Jared C. Tilton Norður-Írinn Rory McIlroy hélt upp á St. Patricks Day, eða dag heilags Patreks, með ógleymanlegum hætti í dag. Hann vann nefnilega JJ Spaun af miklu öryggi í þriggja holna framlengingu á Players meistaramótinu. McIlroy byrjaði á að fá fugl á 16. holu á meðan að Spaun fékk par. Á 17. holu fór svo allt í vitleysu hjá Spaun. Bandaríkjamaðurinn átti þá teighögg út í vatn, með 8-járni. Hann virtist óöruggur og leit á kylfu McIlroy áður en hann valdi sér kylfu, ræddi svo við kylfusvein sinn og skipti um kylfu áður en hann sló svo yfir flötina og út í vatn. Splash for Spaun on 17 💔 pic.twitter.com/Rdj0eYu6nM— PGA TOUR (@PGATOUR) March 17, 2025 Spaun endaði á að fara brautina á +3 höggum svo að þó að McIlroy hefði fengið skolla þá var hann með þriggja högga forskot fyrir lokaholu framlengingarinnar. McIlroy tryggði sér svo sigur með því að spila hana á höggi yfir pari og lék því brautirnar þrjár samtals á +1 höggi en það dugði og rúmlega það. Þetta er í annað sinn sem að McIlroy stendur uppi sem sigurvegari á Sawgrass vellinum því hann vann einnig fyrir sex árum. „Mér finnst ég vera mun heilsteyptari kylfingur en ég var fyrir nokkrum árum,“ sagði McIlroy sigurreifur eftir framlenginguna í dag. Hann var nálægt því að landa sigri í gær en Spaun var sjóðheitur eftir hlé sem var gert vegna þrumuveðurs og náði að tryggja sér framlengingu. Spaun sá ekki eftir neinu þegar hann var spurður út í teighögg sitt á 17. holu í dag. „Ég hitti boltann nánast of vel. Ég átti frábært högg. Þetta féll bara ekki með mér núna,“ sagði Spaun. Golf Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
McIlroy byrjaði á að fá fugl á 16. holu á meðan að Spaun fékk par. Á 17. holu fór svo allt í vitleysu hjá Spaun. Bandaríkjamaðurinn átti þá teighögg út í vatn, með 8-járni. Hann virtist óöruggur og leit á kylfu McIlroy áður en hann valdi sér kylfu, ræddi svo við kylfusvein sinn og skipti um kylfu áður en hann sló svo yfir flötina og út í vatn. Splash for Spaun on 17 💔 pic.twitter.com/Rdj0eYu6nM— PGA TOUR (@PGATOUR) March 17, 2025 Spaun endaði á að fara brautina á +3 höggum svo að þó að McIlroy hefði fengið skolla þá var hann með þriggja högga forskot fyrir lokaholu framlengingarinnar. McIlroy tryggði sér svo sigur með því að spila hana á höggi yfir pari og lék því brautirnar þrjár samtals á +1 höggi en það dugði og rúmlega það. Þetta er í annað sinn sem að McIlroy stendur uppi sem sigurvegari á Sawgrass vellinum því hann vann einnig fyrir sex árum. „Mér finnst ég vera mun heilsteyptari kylfingur en ég var fyrir nokkrum árum,“ sagði McIlroy sigurreifur eftir framlenginguna í dag. Hann var nálægt því að landa sigri í gær en Spaun var sjóðheitur eftir hlé sem var gert vegna þrumuveðurs og náði að tryggja sér framlengingu. Spaun sá ekki eftir neinu þegar hann var spurður út í teighögg sitt á 17. holu í dag. „Ég hitti boltann nánast of vel. Ég átti frábært högg. Þetta féll bara ekki með mér núna,“ sagði Spaun.
Golf Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira