Gerum góðverk á Alþjóðlega hamingjudeginum Ingrid Kuhlman skrifar 20. mars 2025 08:01 Í dag, 20. mars, er Alþjóðlegi hamingjudagurinn haldinn hátíðlegur. Sameinuðu þjóðirnar stofnuðu daginn árið 2012 til að minna á mikilvægi hamingju og vellíðanar í lífi fólks um allan heim og hvetja til aðgerða sem stuðla að jákvæðum breytingum í samfélaginu. Máttur góðverka Góðverk eru einföld en áhrifarík leið til að stuðla að jákvæðum breytingum. Smávægilegar og hugulsamar athafnir geta lyft anda annarra og skapað bylgju jákvæðni í kringum okkur. Góðverk minna okkur á mikilvægi samkenndar og mannlegra tengsla – jafnvel lítil góðverk geta haft mikil áhrif. Rannsóknir hafa sýnt að bæði það að framkvæma og verða vitni að góðverki hefur djúpstæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Góðverk geta aukið hamingju, dregið úr streitu og haft jákvæð áhrif á hjartaheilsu með því að lækka blóðþrýsting og auka losun vellíðanarhormóna eins og oxýtósíns. En áhrifin ná enn lengra. Góðverk efla félagsleg tengsl, auka samkennd og styrkja samfélagskennd. Þegar við sýnum góðvild gagnvart öðrum vekjum við ekki aðeins gleði hjá þeim sem njóta góðverksins heldur getur það hvatt þá til að endurgjalda góðmennskuna. Þetta kemur vel fram í meðfylgjandi myndbandi, Pay it forward, þar sem einfalt góðverk leiðir af sér keðjuverkun af hjálpsemi og samstöðu. Á sama hátt getur eitt lítið góðverk frá okkur haft áhrif langt út fyrir þann sem það beinist að og stuðlað að hlýrra, hjálpsamara og samheldnara samfélagi. Sköpum góðverkabylgju á hamingjudeginum Á þessum hamingjudegi vil ég hvetja þig til að hefja keðju góðverka með því að framkvæma að minnsta kosti eitt handahófskennt góðverk—hvort sem það er fyrir ástvin eða ókunnuga manneskju. Til að veita þér innblástur er hér listi af einföldum en kraftmiklum góðverkum sem geta dreift gleði og jákvæðni: Skrifaðu hjartnæmt bréf til kennara, vinar eða fjölskyldumeðlims. Tíndu rusl í almenningsgarði eða í götunni þinni. Leyfðu einhverjum að fara á undan þér í biðröð. Bjóddu þig fram til að sinna erindum fyrir vin eða fjölskyldumeðlim. Gefðu ókunnugum hrós fyrir fatnað, bros eða jákvæða orku. Hjálpaðu einhverjum að bera innkaupapokana út í bíl. Bjóddu nágranna að vökva blómin á meðan hann er í burtu. Skrifaðu jákvæða umsögn um fyrirtæki eða þjónustu sem þú hefur notið góðs af. Bjóddu ferðamönnum að taka hópmynd fyrir þá. Deildu fallegri tilvitnun eða skilaboðum á samfélagsmiðlum. Gefðu tíma þinn til góðgerðarstarfs eða samfélagsverkefnis. Hjálpaðu vinnufélaga óumbeðið. Verðu tíma með einhverjum sem gæti fundið fyrir einmanaleika, t.d. öldruðum nágranna. Skrifaðu bréf með jákvæðum og hvatningarorðum til einhvers. Gefðu bækur, föt eða leikföng til góðgerðarsamtaka. Styrktu góðgerðarsöfnun eða hlaupara sem tekur þátt í góðgerðarhlaupi. Taktu þátt í fjáröflunarherferð fyrir gott málefni. Keyptu litla, hugulsama gjöf handa vini eða vinnufélaga, „bara af því.“ Mundu að það skiptir ekki máli hvort góðverkið er stórt eða lítið—öll góðverk skipta máli og geta skapað keðjuverkum af jákvæðni í samfélaginu. Hvaða góðverk ætlar þú að framkvæma í dag? Höfundur er leiðbeinandi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Í dag, 20. mars, er Alþjóðlegi hamingjudagurinn haldinn hátíðlegur. Sameinuðu þjóðirnar stofnuðu daginn árið 2012 til að minna á mikilvægi hamingju og vellíðanar í lífi fólks um allan heim og hvetja til aðgerða sem stuðla að jákvæðum breytingum í samfélaginu. Máttur góðverka Góðverk eru einföld en áhrifarík leið til að stuðla að jákvæðum breytingum. Smávægilegar og hugulsamar athafnir geta lyft anda annarra og skapað bylgju jákvæðni í kringum okkur. Góðverk minna okkur á mikilvægi samkenndar og mannlegra tengsla – jafnvel lítil góðverk geta haft mikil áhrif. Rannsóknir hafa sýnt að bæði það að framkvæma og verða vitni að góðverki hefur djúpstæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Góðverk geta aukið hamingju, dregið úr streitu og haft jákvæð áhrif á hjartaheilsu með því að lækka blóðþrýsting og auka losun vellíðanarhormóna eins og oxýtósíns. En áhrifin ná enn lengra. Góðverk efla félagsleg tengsl, auka samkennd og styrkja samfélagskennd. Þegar við sýnum góðvild gagnvart öðrum vekjum við ekki aðeins gleði hjá þeim sem njóta góðverksins heldur getur það hvatt þá til að endurgjalda góðmennskuna. Þetta kemur vel fram í meðfylgjandi myndbandi, Pay it forward, þar sem einfalt góðverk leiðir af sér keðjuverkun af hjálpsemi og samstöðu. Á sama hátt getur eitt lítið góðverk frá okkur haft áhrif langt út fyrir þann sem það beinist að og stuðlað að hlýrra, hjálpsamara og samheldnara samfélagi. Sköpum góðverkabylgju á hamingjudeginum Á þessum hamingjudegi vil ég hvetja þig til að hefja keðju góðverka með því að framkvæma að minnsta kosti eitt handahófskennt góðverk—hvort sem það er fyrir ástvin eða ókunnuga manneskju. Til að veita þér innblástur er hér listi af einföldum en kraftmiklum góðverkum sem geta dreift gleði og jákvæðni: Skrifaðu hjartnæmt bréf til kennara, vinar eða fjölskyldumeðlims. Tíndu rusl í almenningsgarði eða í götunni þinni. Leyfðu einhverjum að fara á undan þér í biðröð. Bjóddu þig fram til að sinna erindum fyrir vin eða fjölskyldumeðlim. Gefðu ókunnugum hrós fyrir fatnað, bros eða jákvæða orku. Hjálpaðu einhverjum að bera innkaupapokana út í bíl. Bjóddu nágranna að vökva blómin á meðan hann er í burtu. Skrifaðu jákvæða umsögn um fyrirtæki eða þjónustu sem þú hefur notið góðs af. Bjóddu ferðamönnum að taka hópmynd fyrir þá. Deildu fallegri tilvitnun eða skilaboðum á samfélagsmiðlum. Gefðu tíma þinn til góðgerðarstarfs eða samfélagsverkefnis. Hjálpaðu vinnufélaga óumbeðið. Verðu tíma með einhverjum sem gæti fundið fyrir einmanaleika, t.d. öldruðum nágranna. Skrifaðu bréf með jákvæðum og hvatningarorðum til einhvers. Gefðu bækur, föt eða leikföng til góðgerðarsamtaka. Styrktu góðgerðarsöfnun eða hlaupara sem tekur þátt í góðgerðarhlaupi. Taktu þátt í fjáröflunarherferð fyrir gott málefni. Keyptu litla, hugulsama gjöf handa vini eða vinnufélaga, „bara af því.“ Mundu að það skiptir ekki máli hvort góðverkið er stórt eða lítið—öll góðverk skipta máli og geta skapað keðjuverkum af jákvæðni í samfélaginu. Hvaða góðverk ætlar þú að framkvæma í dag? Höfundur er leiðbeinandi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun