Ásmundur Einar Daðason, fyrrverandi barnmálaráðherra, opnaði meðferðarheimilið Blönduhlíð fjórum dögum fyrir Alþingiskosningar árið 2024. Blönduhlíð, sem er í Mosfellsbæ, átti að vera meðferðarheimili fyrir börn á aldrinum þrettán til átján ára sem glíma við hegðunar- og fíknivanda.
Hins vegar var ekki búið að ljúka brunaúttekt þegar heimilið var opnað og uppfyllir húsnæðið ekki þær kröfur sem þarf til að fá starfsleyfi. Miklar breytingar þurfa að eiga sér stað til að húsnæðið yrði nothæft.
RÚV greindi frá að ríkið hefur greitt 750 þúsund krónur í leigu á mánuði frá því í ágúst árið 2024 sem samsvarar tæpum sex milljónum króna í dag. Þá standi í leigusamning að sé húsnæðið ekki hæft börnum af ástæðum sem ekki sé leigutaka að kenna, megi rifta leigusamningnum. Það hefur ekki verið gert.
Auk þessi greiði ríkið 1,2 milljónir króna á mánuði fyrir húsnæði sem er notað í stað Blönduhlíðar.
Mikið neyðarástand ríkir í málefnum barna með hegðunar- og fíkniefna. Neyðarvistun barna var um tíma færð í fangageymslu lögreglustöðvarinnar í Flatahrauni. Það var eftir eldsvoða á meðferðarheimilinu Stuðlum þar sem einn lést.
Húsnæðið fer fljótlega í notkun samkvæmt RÚV en það verður ekki á vegum Barna- og fjölskyldustofu líkt og meðferðarheimilið var.