Golf

Spaun með naumt for­skot á Players en McIlroy á enn mögu­leika

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
 J.J. Spaun er með eitt í forskot á Players meistaramótinu eftir 54 holur.
 J.J. Spaun er með eitt í forskot á Players meistaramótinu eftir 54 holur. Getty/Jared C. Tilton

Bandaríski kylfingurinn JJ Spaun er með eins höggs forskot fyrir lokahringinn á Players meistaramótinu sem margir kalla fimmta risamótið en mótið fer fram á Sawgrass golfvellinum í Flórída.

Spaun hefur leikið þrjá fyrstu hringina á tólf höggum undir pari en annar er landi hans Bud Cauley á ellefu höggum undir pari. Cauley endaði hringinn á miklu flugi en hann fékk þrjá fugla á síðustu fjórum holunum.

Bandaríkjamenn eru í fjórum efstu sætunum en Norður-Írinn Rory McIlroy er fjórum höggum á eftir fremsta manni og á því enn möguleika á lokahringnum.

McIlroy hefði getað verið í mun betri stöðu en var í vandræðum á seinni níu í gær og tapaði höggum á 12., 13. og 17. holu auk þess að klúðra góðu fuglafæri á sextándu holu.

„Mér fannst ég spila betur en skorið mitt segir. Ég skildi því mikið eftir út á golfvelli en á sama tíma þá er ég ekkert allt of langt á eftir,“ sagði Rory McIlroy eftir hringinn.

Lokahringurinn fer fram í dag og kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×