„Betri ára yfir okkur“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 15. mars 2025 20:57 Berglind Þorsteinsdóttir í leik með íslenska landsliðinu. vísir/Viktor Freyr „Mér fannst bara stemningin hjá okkur vera betri eiginlega allan leikinn,“ sagði Berglind Þorsteinsdóttir, leikmaður Fram, eftir sigur gegn Val í uppgjöri toppliðanna í Olís-deild kvenna í kvöld. Lauk leiknum með tveggja marka sigri Fram 28-26. „Ég fann það bara að það var svona betri ára yfir okkur og vorum ákveðnar í það að vinna aftur eftir bikarleikinn og sýna að við getum unnið þær tvisvar sinnum í röð,“ sagði Berglind en ekki er langt síðan að þessi lið mættust í undanúrslitum Powerade bikarsins þar sem Framarar lögðu Val einnig. Fram liðið er með blóð á tönnunum ef marka má orð Berglindar sem segir liðið enn þá svekkt eftir að hafa tapað bikarúrslitaleiknum gegn Haukum á dögunum. Síðan þá hafa stelpurnar í Fram unnið bæði Hauka og Val í Olís-deildinni og því mikill hugur í liðinu. „Já, við vitum að við eigum alveg enn þá inni eftir bikarleikinn og við erum enn þá ógeðslega svekktar að hafa ekki unnið titilinn og við vitum að við getum unnið öll þessi lið ef við spilum bara okkar leik og höldum uppi stemningunni sem mér fannst við gera í dag. Allt á réttri leið.“ Aðeins tveimur stigum munar á toppliði Vals og Fram í töflunni, en Valskonur standa einnig betur að vígi í innbyrðis viðureignum liðanna. Berglind segir það vera draum að ná deildarmeistaratitlinum en er ekki vongóð um það að Valskonum misstígi sig á lokasprettinum. „Ef við ætlum að ná honum þá verðum við að treysta á að Valur tapi einhverjum leikjum, þannig að það er svolítið langsótt en auðvitað væri það draumur.“ Að lokum segir Berglind liðið vera spennt fyrir úrslitakeppnina. „Tilfinningin er mjög góð og við erum búin að sýna það að við erum að standa í þessum liðum og þetta eru hörku leikir. Þannig að tilfinningin er mjög góð fyrir úrslitakeppninni ef við spilum svona áfram og höldum í þessa stemningu og spilum svona varnarleik.“ Olís-deild kvenna Fram Valur Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
„Ég fann það bara að það var svona betri ára yfir okkur og vorum ákveðnar í það að vinna aftur eftir bikarleikinn og sýna að við getum unnið þær tvisvar sinnum í röð,“ sagði Berglind en ekki er langt síðan að þessi lið mættust í undanúrslitum Powerade bikarsins þar sem Framarar lögðu Val einnig. Fram liðið er með blóð á tönnunum ef marka má orð Berglindar sem segir liðið enn þá svekkt eftir að hafa tapað bikarúrslitaleiknum gegn Haukum á dögunum. Síðan þá hafa stelpurnar í Fram unnið bæði Hauka og Val í Olís-deildinni og því mikill hugur í liðinu. „Já, við vitum að við eigum alveg enn þá inni eftir bikarleikinn og við erum enn þá ógeðslega svekktar að hafa ekki unnið titilinn og við vitum að við getum unnið öll þessi lið ef við spilum bara okkar leik og höldum uppi stemningunni sem mér fannst við gera í dag. Allt á réttri leið.“ Aðeins tveimur stigum munar á toppliði Vals og Fram í töflunni, en Valskonur standa einnig betur að vígi í innbyrðis viðureignum liðanna. Berglind segir það vera draum að ná deildarmeistaratitlinum en er ekki vongóð um það að Valskonum misstígi sig á lokasprettinum. „Ef við ætlum að ná honum þá verðum við að treysta á að Valur tapi einhverjum leikjum, þannig að það er svolítið langsótt en auðvitað væri það draumur.“ Að lokum segir Berglind liðið vera spennt fyrir úrslitakeppnina. „Tilfinningin er mjög góð og við erum búin að sýna það að við erum að standa í þessum liðum og þetta eru hörku leikir. Þannig að tilfinningin er mjög góð fyrir úrslitakeppninni ef við spilum svona áfram og höldum í þessa stemningu og spilum svona varnarleik.“
Olís-deild kvenna Fram Valur Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira