Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Magnús Jochum Pálsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 15. mars 2025 19:22 Magnús Tumi Guðmundsson segir að það geti gosið á Reykjanesi á næstu klukkustundum eða næstu dögum. Fyrirvarinn verði stuttur og óvissan sé mikil. Á þessari mynd var hann á vettvangi við eldgosið við Litla-Hrút á Reykjanesi, 2023. Vísir/Vilhelm Jarðeðlisfræðingur segir ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum. Ómögulegt sé að segja hvenær muni gjósi en það muni gerast með mjög stuttum fyrirvara. Íslendingar verði að lifa með óvissunni. Landris heldur áfram á svipuðum hraða við Svartsengi. Kvika heldur áfram að safnast í hólfið og hefur aldrei verið meira frá því að goshrina hófst í desember 2023. Það mælist nú um 40 milljón rúmmetrar, jarðskjálftavirkni fór að aukast um miðja viku en hefur dregist örlítið saman í dag. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, fór yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Muni gerast með „mjög stuttum fyrirvara“ Hvenær gætum við farið að sjá þetta gos, er að fara að gjósa? „Það mun að öllum líkindum gjósa á næstunni, það gæti verið á næstu dögum og ekki útilokað að það gerist á næstu klukkustundum en við sjáum engin sérstök merki sem eru að segja að það sé að fara að gerast, sagði Magnús. Magnús Tumi segir að Íslendingar verði að lifa með óvissunni.Vísir/Lýður „En þetta mun gerast væntanlega með mjög stuttum fyrirvara. Þetta getur verið á morgun, það getur verið eftir viku, við getum ekkert sagt um það,“ bætti hann við. Þetta eru þónokkur gos sem hafa verið á þessu svæði síðasta rúma árið. Þýðir það að við fáum alltaf styttri og styttri fyrirvara? „Já, það virðist nú vera ef að kvikan er að fara nokkurn veginn beint upp þá er þetta styttri og styttri fyrirvari vegna þess að leiðin er orðin svo greið,“ sagði Magnús. Þetta sé dæmi um kerfi sem verið alltaf opnara og opnara. Innstreymið geti haldið áfram í verulegan tíma Magnús segir enga leið að segja um það hvort næsta gos verði það síðasta. „Það er ljóst að kvikuinnstreymið hefur minnkað og er orðið núna einn fjórði af því sem það var fyrir tólf-fimmtán mánuðum. En það breytir ekki því að þetta getur alveg haldið áfram í verulegan tíma,“ sagði Magnús og nefndi Kröfluelda sem dæmi. „Síðasta gosið í Kröflueldum kom 1984 og gosið þar á undan 1981, næstum því þrjú ár á milli. Það var mjög hægt innstreymi yfir það tímabil og við getum ekkert sagt um það hvort að Reykjanes, eða þetta kerfi sem nú er í gangi, muni hegða sér með þessum hætti. Það mun verða óvissa, við verðum bara að lifa við það,“ sagði hann. „Ef það hættir algjörlega innstreymið og það eru engar mælingar þá vitum við að það fer ekki að gjósa einn, tveir og þrír. Það verður þá að byrja aftur að þenjast út. En þetta er bara óvissa sem við búum við.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Landris heldur áfram á svipuðum hraða við Svartsengi. Kvika heldur áfram að safnast í hólfið og hefur aldrei verið meira frá því að goshrina hófst í desember 2023. Það mælist nú um 40 milljón rúmmetrar, jarðskjálftavirkni fór að aukast um miðja viku en hefur dregist örlítið saman í dag. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, fór yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Muni gerast með „mjög stuttum fyrirvara“ Hvenær gætum við farið að sjá þetta gos, er að fara að gjósa? „Það mun að öllum líkindum gjósa á næstunni, það gæti verið á næstu dögum og ekki útilokað að það gerist á næstu klukkustundum en við sjáum engin sérstök merki sem eru að segja að það sé að fara að gerast, sagði Magnús. Magnús Tumi segir að Íslendingar verði að lifa með óvissunni.Vísir/Lýður „En þetta mun gerast væntanlega með mjög stuttum fyrirvara. Þetta getur verið á morgun, það getur verið eftir viku, við getum ekkert sagt um það,“ bætti hann við. Þetta eru þónokkur gos sem hafa verið á þessu svæði síðasta rúma árið. Þýðir það að við fáum alltaf styttri og styttri fyrirvara? „Já, það virðist nú vera ef að kvikan er að fara nokkurn veginn beint upp þá er þetta styttri og styttri fyrirvari vegna þess að leiðin er orðin svo greið,“ sagði Magnús. Þetta sé dæmi um kerfi sem verið alltaf opnara og opnara. Innstreymið geti haldið áfram í verulegan tíma Magnús segir enga leið að segja um það hvort næsta gos verði það síðasta. „Það er ljóst að kvikuinnstreymið hefur minnkað og er orðið núna einn fjórði af því sem það var fyrir tólf-fimmtán mánuðum. En það breytir ekki því að þetta getur alveg haldið áfram í verulegan tíma,“ sagði Magnús og nefndi Kröfluelda sem dæmi. „Síðasta gosið í Kröflueldum kom 1984 og gosið þar á undan 1981, næstum því þrjú ár á milli. Það var mjög hægt innstreymi yfir það tímabil og við getum ekkert sagt um það hvort að Reykjanes, eða þetta kerfi sem nú er í gangi, muni hegða sér með þessum hætti. Það mun verða óvissa, við verðum bara að lifa við það,“ sagði hann. „Ef það hættir algjörlega innstreymið og það eru engar mælingar þá vitum við að það fer ekki að gjósa einn, tveir og þrír. Það verður þá að byrja aftur að þenjast út. En þetta er bara óvissa sem við búum við.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira