Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Magnús Jochum Pálsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 15. mars 2025 19:22 Magnús Tumi Guðmundsson segir að það geti gosið á Reykjanesi á næstu klukkustundum eða næstu dögum. Fyrirvarinn verði stuttur og óvissan sé mikil. Á þessari mynd var hann á vettvangi við eldgosið við Litla-Hrút á Reykjanesi, 2023. Vísir/Vilhelm Jarðeðlisfræðingur segir ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum. Ómögulegt sé að segja hvenær muni gjósi en það muni gerast með mjög stuttum fyrirvara. Íslendingar verði að lifa með óvissunni. Landris heldur áfram á svipuðum hraða við Svartsengi. Kvika heldur áfram að safnast í hólfið og hefur aldrei verið meira frá því að goshrina hófst í desember 2023. Það mælist nú um 40 milljón rúmmetrar, jarðskjálftavirkni fór að aukast um miðja viku en hefur dregist örlítið saman í dag. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, fór yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Muni gerast með „mjög stuttum fyrirvara“ Hvenær gætum við farið að sjá þetta gos, er að fara að gjósa? „Það mun að öllum líkindum gjósa á næstunni, það gæti verið á næstu dögum og ekki útilokað að það gerist á næstu klukkustundum en við sjáum engin sérstök merki sem eru að segja að það sé að fara að gerast, sagði Magnús. Magnús Tumi segir að Íslendingar verði að lifa með óvissunni.Vísir/Lýður „En þetta mun gerast væntanlega með mjög stuttum fyrirvara. Þetta getur verið á morgun, það getur verið eftir viku, við getum ekkert sagt um það,“ bætti hann við. Þetta eru þónokkur gos sem hafa verið á þessu svæði síðasta rúma árið. Þýðir það að við fáum alltaf styttri og styttri fyrirvara? „Já, það virðist nú vera ef að kvikan er að fara nokkurn veginn beint upp þá er þetta styttri og styttri fyrirvari vegna þess að leiðin er orðin svo greið,“ sagði Magnús. Þetta sé dæmi um kerfi sem verið alltaf opnara og opnara. Innstreymið geti haldið áfram í verulegan tíma Magnús segir enga leið að segja um það hvort næsta gos verði það síðasta. „Það er ljóst að kvikuinnstreymið hefur minnkað og er orðið núna einn fjórði af því sem það var fyrir tólf-fimmtán mánuðum. En það breytir ekki því að þetta getur alveg haldið áfram í verulegan tíma,“ sagði Magnús og nefndi Kröfluelda sem dæmi. „Síðasta gosið í Kröflueldum kom 1984 og gosið þar á undan 1981, næstum því þrjú ár á milli. Það var mjög hægt innstreymi yfir það tímabil og við getum ekkert sagt um það hvort að Reykjanes, eða þetta kerfi sem nú er í gangi, muni hegða sér með þessum hætti. Það mun verða óvissa, við verðum bara að lifa við það,“ sagði hann. „Ef það hættir algjörlega innstreymið og það eru engar mælingar þá vitum við að það fer ekki að gjósa einn, tveir og þrír. Það verður þá að byrja aftur að þenjast út. En þetta er bara óvissa sem við búum við.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira
Landris heldur áfram á svipuðum hraða við Svartsengi. Kvika heldur áfram að safnast í hólfið og hefur aldrei verið meira frá því að goshrina hófst í desember 2023. Það mælist nú um 40 milljón rúmmetrar, jarðskjálftavirkni fór að aukast um miðja viku en hefur dregist örlítið saman í dag. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, fór yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Muni gerast með „mjög stuttum fyrirvara“ Hvenær gætum við farið að sjá þetta gos, er að fara að gjósa? „Það mun að öllum líkindum gjósa á næstunni, það gæti verið á næstu dögum og ekki útilokað að það gerist á næstu klukkustundum en við sjáum engin sérstök merki sem eru að segja að það sé að fara að gerast, sagði Magnús. Magnús Tumi segir að Íslendingar verði að lifa með óvissunni.Vísir/Lýður „En þetta mun gerast væntanlega með mjög stuttum fyrirvara. Þetta getur verið á morgun, það getur verið eftir viku, við getum ekkert sagt um það,“ bætti hann við. Þetta eru þónokkur gos sem hafa verið á þessu svæði síðasta rúma árið. Þýðir það að við fáum alltaf styttri og styttri fyrirvara? „Já, það virðist nú vera ef að kvikan er að fara nokkurn veginn beint upp þá er þetta styttri og styttri fyrirvari vegna þess að leiðin er orðin svo greið,“ sagði Magnús. Þetta sé dæmi um kerfi sem verið alltaf opnara og opnara. Innstreymið geti haldið áfram í verulegan tíma Magnús segir enga leið að segja um það hvort næsta gos verði það síðasta. „Það er ljóst að kvikuinnstreymið hefur minnkað og er orðið núna einn fjórði af því sem það var fyrir tólf-fimmtán mánuðum. En það breytir ekki því að þetta getur alveg haldið áfram í verulegan tíma,“ sagði Magnús og nefndi Kröfluelda sem dæmi. „Síðasta gosið í Kröflueldum kom 1984 og gosið þar á undan 1981, næstum því þrjú ár á milli. Það var mjög hægt innstreymi yfir það tímabil og við getum ekkert sagt um það hvort að Reykjanes, eða þetta kerfi sem nú er í gangi, muni hegða sér með þessum hætti. Það mun verða óvissa, við verðum bara að lifa við það,“ sagði hann. „Ef það hættir algjörlega innstreymið og það eru engar mælingar þá vitum við að það fer ekki að gjósa einn, tveir og þrír. Það verður þá að byrja aftur að þenjast út. En þetta er bara óvissa sem við búum við.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira