Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Magnús Jochum Pálsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 15. mars 2025 19:22 Magnús Tumi Guðmundsson segir að það geti gosið á Reykjanesi á næstu klukkustundum eða næstu dögum. Fyrirvarinn verði stuttur og óvissan sé mikil. Á þessari mynd var hann á vettvangi við eldgosið við Litla-Hrút á Reykjanesi, 2023. Vísir/Vilhelm Jarðeðlisfræðingur segir ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum. Ómögulegt sé að segja hvenær muni gjósi en það muni gerast með mjög stuttum fyrirvara. Íslendingar verði að lifa með óvissunni. Landris heldur áfram á svipuðum hraða við Svartsengi. Kvika heldur áfram að safnast í hólfið og hefur aldrei verið meira frá því að goshrina hófst í desember 2023. Það mælist nú um 40 milljón rúmmetrar, jarðskjálftavirkni fór að aukast um miðja viku en hefur dregist örlítið saman í dag. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, fór yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Muni gerast með „mjög stuttum fyrirvara“ Hvenær gætum við farið að sjá þetta gos, er að fara að gjósa? „Það mun að öllum líkindum gjósa á næstunni, það gæti verið á næstu dögum og ekki útilokað að það gerist á næstu klukkustundum en við sjáum engin sérstök merki sem eru að segja að það sé að fara að gerast, sagði Magnús. Magnús Tumi segir að Íslendingar verði að lifa með óvissunni.Vísir/Lýður „En þetta mun gerast væntanlega með mjög stuttum fyrirvara. Þetta getur verið á morgun, það getur verið eftir viku, við getum ekkert sagt um það,“ bætti hann við. Þetta eru þónokkur gos sem hafa verið á þessu svæði síðasta rúma árið. Þýðir það að við fáum alltaf styttri og styttri fyrirvara? „Já, það virðist nú vera ef að kvikan er að fara nokkurn veginn beint upp þá er þetta styttri og styttri fyrirvari vegna þess að leiðin er orðin svo greið,“ sagði Magnús. Þetta sé dæmi um kerfi sem verið alltaf opnara og opnara. Innstreymið geti haldið áfram í verulegan tíma Magnús segir enga leið að segja um það hvort næsta gos verði það síðasta. „Það er ljóst að kvikuinnstreymið hefur minnkað og er orðið núna einn fjórði af því sem það var fyrir tólf-fimmtán mánuðum. En það breytir ekki því að þetta getur alveg haldið áfram í verulegan tíma,“ sagði Magnús og nefndi Kröfluelda sem dæmi. „Síðasta gosið í Kröflueldum kom 1984 og gosið þar á undan 1981, næstum því þrjú ár á milli. Það var mjög hægt innstreymi yfir það tímabil og við getum ekkert sagt um það hvort að Reykjanes, eða þetta kerfi sem nú er í gangi, muni hegða sér með þessum hætti. Það mun verða óvissa, við verðum bara að lifa við það,“ sagði hann. „Ef það hættir algjörlega innstreymið og það eru engar mælingar þá vitum við að það fer ekki að gjósa einn, tveir og þrír. Það verður þá að byrja aftur að þenjast út. En þetta er bara óvissa sem við búum við.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Landris heldur áfram á svipuðum hraða við Svartsengi. Kvika heldur áfram að safnast í hólfið og hefur aldrei verið meira frá því að goshrina hófst í desember 2023. Það mælist nú um 40 milljón rúmmetrar, jarðskjálftavirkni fór að aukast um miðja viku en hefur dregist örlítið saman í dag. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, fór yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Muni gerast með „mjög stuttum fyrirvara“ Hvenær gætum við farið að sjá þetta gos, er að fara að gjósa? „Það mun að öllum líkindum gjósa á næstunni, það gæti verið á næstu dögum og ekki útilokað að það gerist á næstu klukkustundum en við sjáum engin sérstök merki sem eru að segja að það sé að fara að gerast, sagði Magnús. Magnús Tumi segir að Íslendingar verði að lifa með óvissunni.Vísir/Lýður „En þetta mun gerast væntanlega með mjög stuttum fyrirvara. Þetta getur verið á morgun, það getur verið eftir viku, við getum ekkert sagt um það,“ bætti hann við. Þetta eru þónokkur gos sem hafa verið á þessu svæði síðasta rúma árið. Þýðir það að við fáum alltaf styttri og styttri fyrirvara? „Já, það virðist nú vera ef að kvikan er að fara nokkurn veginn beint upp þá er þetta styttri og styttri fyrirvari vegna þess að leiðin er orðin svo greið,“ sagði Magnús. Þetta sé dæmi um kerfi sem verið alltaf opnara og opnara. Innstreymið geti haldið áfram í verulegan tíma Magnús segir enga leið að segja um það hvort næsta gos verði það síðasta. „Það er ljóst að kvikuinnstreymið hefur minnkað og er orðið núna einn fjórði af því sem það var fyrir tólf-fimmtán mánuðum. En það breytir ekki því að þetta getur alveg haldið áfram í verulegan tíma,“ sagði Magnús og nefndi Kröfluelda sem dæmi. „Síðasta gosið í Kröflueldum kom 1984 og gosið þar á undan 1981, næstum því þrjú ár á milli. Það var mjög hægt innstreymi yfir það tímabil og við getum ekkert sagt um það hvort að Reykjanes, eða þetta kerfi sem nú er í gangi, muni hegða sér með þessum hætti. Það mun verða óvissa, við verðum bara að lifa við það,“ sagði hann. „Ef það hættir algjörlega innstreymið og það eru engar mælingar þá vitum við að það fer ekki að gjósa einn, tveir og þrír. Það verður þá að byrja aftur að þenjast út. En þetta er bara óvissa sem við búum við.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira