Quenda er aðeins 17 ára gamall en hefur heillað með liði Sporting í Lissabon þrátt fyrir ungan aldur. Manchester United sóttist eftir Quenda, sem lék undir stjórn Rúben Amorim, þjálfara United.
Chelsea hefur aftur móti náð samkomulagi við Quenda sem leikur yfirleitt sem kantmaður en gerði einnig vel sem vængbakvörður undir stjórn Amorim. Quenda kostar Chelsea á bilinu 45 til 50 milljónir evra og skrifar undir sjö ára samning við Lundúnaliðið, með möguleika á eins árs framlengingu.
Chelsea hefur lagt mikið kapp á að semja við unga leikmenn frá því að Bandaríkjamaðurinn Todd Boehly festi kaup á félaginu og kaupunum fylgja gríðarlangir samningar vegna afskrifta sem tengjast fjármálareglum UEFA og ensku úrvalsdeildarinnar.
Quenda mun leika áfram með Sporting út næstu leiktíð og ganga í raðir Chelsea sumarið 2026. Hann hefur spilað 43 leiki með Sporting á yfirstandandi leiktíð, þar af tíu í Meistaradeild Evrópu.