21. umferð Bónus deildar karla í körfubolta klárast í kvöld með tveimur leikjum. Keflavík tekur á móti Stjörnunni og ÍR-ingar taka á móti föllnu Hattarliði.
Eftir leikina verður síðan öll 21. umferðin gerð upp í Bónus Körfuboltakvöldi.
Það algjör stórleikur í þýska kvennafótboltanum þegar Glódís Perla Viggósdóttir og félagar i Bayern München taka á móti Sveindísi Jane Jónsdóttur og félögum í Wolfsburg.
Undanúrslitaleikur Fylkis og KR í Lengjubikar karla í fótbolta verður líka í beinni útsendingu í kvöld.
Það verður einnig sýnt frá ensku b-deildinni sem og bæði æfingum og tímatöku fyrir ástralska kappaksturinn sem er fyrsta keppnin á nýju formúlu 1 tímabili.
Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.
Stöð 2 Sport
Klukkan 19.15 hefst útsending frá leik Keflavíkur og Stjörnunnar í Bónus deild karla í körfubolta.
Klukkan 21.05 hefst Bónus Körfuboltakvöld þar sem öll tuttugasta umferð Bónus deildar karla verður gerð upp.
Stöð 2 Sport 5
Klukkan 18.50 hefst útsending frá leik Fylkis og KR í undanúrslitum Lengjubikars karla í fótbolta.
Vodafone Sport
Klukkan 15.50 hefst útsending frá leik Bayern München og Wolfsburg í þýsku kvennadeildinni í fótbolta.
Klukkna 19.50 hefst útsending frá leik Bristol og Norwich í ensku b-deildinni í fótbolta
Klukkan 01.25 hefst útsending frá æfingu 3 fyrir ástralska kappaksturinn í formúlu 1.
Klukkan 04.55 hefst útsending frá tímatöku fyrir ástralska kappaksturinn í formúlu 1.
Bónus deildar rásin
Klukkan 19.10 hefst útsending frá leik ÍR og Hattar í Bónus deild karla í körfubolta.