Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2025 23:31 Fabio Capello er ekki hrifinn af Pep Guardiola og segir mikil áhrif hans vera slæm fyrir fótboltann. AFP/FADEL SENNA/Oli SCARFF Eitt er víst. Spænski knattspyrnustjórinn Pep Guardiola á sér marga aðdáendur en Ítalinn Fabio Capello er ekki í þeirra hópi. Capello hraunaði yfir Guardiola í nýju viðtali við spænska blaðið El Mundo. Hann var ekki að tala undir rós þegar kom að áliti hans á að einum allra besta knattspyrnustjóra heimsins í dag. „Veistu hvað ég þoli ekki hjá Guardiola? Það er hrokinn hans. Meistaradeildin sem hann vann með City er eina skiptið þar sem hann reyndi ekki að gera eitthvað fyndið eða furðulegt í lykilleikjum liðsins,“ sagði Fabio Capello við El Mundo en Guardiola á það oft til að koma mörgum á óvörum með uppstillingu sinni í mikilvægum leikjum. Fyrirsögnin á viðtalinu við Fabio Capello.El Mundo „Hann reyndi að breyta hlutum og finna hluti upp svo hann gæti sagt: Það eru ekki leikmennirnir sem vinna leikina, það er ég sem vinn leikina,“ sagði Capello. „Þessi hroki hans hefur kostað hann nokkra titla í Meistaradeildinni,“ sagði Capello. „Þó að það sé ekki lengur hans sök þá hefur hann skaðað fótboltann mikið. Ástæðan fyrir því að undanfarin tíu ár hafa allir stjórar reynt að herma eftir honum,“ sagði Capello. Fabio Capello átti sjálfur flottan fótboltaferil, bæði með félagsliði en einnig með enska landsliðinu frá 2007 til 2012. Hann þjálfaði einnig rússneska landsliðið en þekktastur er hann fyrir tíma sinn með AC Milan, Juventus og Real Madrid. AC Milan varð fjórum sinnum ítalskur meistari undir hans stjórn og hann vann Meistaradeildina líka 1994. Hann gerði einnig Real Madrid tvisvar að spænskum meisturum og Roma einu sinni að ítölskum meisturum. Titlarnir tveir sem Juventus vann undir hans stjórn, 2005 og 2006, voru teknir af félaginu vegna Calciopoli veðmálasvindlsins. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjá meira
Capello hraunaði yfir Guardiola í nýju viðtali við spænska blaðið El Mundo. Hann var ekki að tala undir rós þegar kom að áliti hans á að einum allra besta knattspyrnustjóra heimsins í dag. „Veistu hvað ég þoli ekki hjá Guardiola? Það er hrokinn hans. Meistaradeildin sem hann vann með City er eina skiptið þar sem hann reyndi ekki að gera eitthvað fyndið eða furðulegt í lykilleikjum liðsins,“ sagði Fabio Capello við El Mundo en Guardiola á það oft til að koma mörgum á óvörum með uppstillingu sinni í mikilvægum leikjum. Fyrirsögnin á viðtalinu við Fabio Capello.El Mundo „Hann reyndi að breyta hlutum og finna hluti upp svo hann gæti sagt: Það eru ekki leikmennirnir sem vinna leikina, það er ég sem vinn leikina,“ sagði Capello. „Þessi hroki hans hefur kostað hann nokkra titla í Meistaradeildinni,“ sagði Capello. „Þó að það sé ekki lengur hans sök þá hefur hann skaðað fótboltann mikið. Ástæðan fyrir því að undanfarin tíu ár hafa allir stjórar reynt að herma eftir honum,“ sagði Capello. Fabio Capello átti sjálfur flottan fótboltaferil, bæði með félagsliði en einnig með enska landsliðinu frá 2007 til 2012. Hann þjálfaði einnig rússneska landsliðið en þekktastur er hann fyrir tíma sinn með AC Milan, Juventus og Real Madrid. AC Milan varð fjórum sinnum ítalskur meistari undir hans stjórn og hann vann Meistaradeildina líka 1994. Hann gerði einnig Real Madrid tvisvar að spænskum meisturum og Roma einu sinni að ítölskum meisturum. Titlarnir tveir sem Juventus vann undir hans stjórn, 2005 og 2006, voru teknir af félaginu vegna Calciopoli veðmálasvindlsins. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjá meira