Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. mars 2025 16:06 Þórunn Þórðardóttir HF-300 í höfn í dag. Vísir/Bjarni Tekið var á móti Þórunni Þórðardóttur HF 300, nýju hafrannsóknaskipi, í höfuðstöðvum Hafrannsóknastofnunar í dag. Skipið tekur við af hinum dygga Bjarna Sæmundssyni og heitir í höfuðið á einum helsta svifþörungafræðingi landsins. Móttakan fór fram að Fornbúðum 5 í Hafnarfirði klukkan 14 í dag. Meðal viðstaddra voru Hanna Katrín Friðriksson sjávarútvegsráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra auk fjölda fólks úr sjávarútvegi. Skipið var afhent í Vigo á Spáni föstudaginn 21. febrúar, tæpum þremur árum eftir að samningur milli íslenska ríkisins og spænsku skipasmíðastöðvarinnar Astilleros Armon um smíði skipsins var undirritaður. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, undirrituðu samninginn fyrir hönd ríkisins. Í tilkynningu á vef Hafrannsóknunarstofnunar frá 27. febrúar kom fram að lagt hefði verið úr höfn frá Vigo 25. febrúar og gert ráð fyrir að heimsiglingin tæki um fimm daga. Taka átti á móti Þórunni klukkan 14 þann 7. mars síðastliðinn en frestaðist það. Ástæðan var að skipið þurfti að snúa við á heimsiglingu til að koma áhafnarmeðlimi undir læknishendur vegna handleggsbrots. Heitir í höfuðið á helsta svifþörungafræðingi landsins Þórunn Þórðardóttir HF 300 tekur við af Bjarna Sæmundssyni sem hefur sinnt hafrannsóknum allt frá árinu 1970. Gengið var nýlega frá sölu á Bjarna til Holberg Shipping í Noregi og verður hann afhentur nýjum eigendum á laugardag eftir 54 ára þjónustu. Nýja skipið er nefnt í höfuðið á frumkvöðli rannsókna á frumframleiðni í hafinu og einum helsta svifþörungafræðingi landsins, Þórunni Þórðardóttur (1925 - 2007). Þórunn hóf störf hjá Hafrannsóknastofnun, sem þá hét Atvinnudeild Háskóla Íslands, fiskideild. Hún vann mestallan sinn starfsaldur sem deildarstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, þar sem hún bæði hóf og stýrði íslenskum svifþörungarannsóknum um 40 ára skeið. Módel af nýja skipinu.Vísir/Bjarni Hafið Sjávarútvegur Vísindi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Móttakan fór fram að Fornbúðum 5 í Hafnarfirði klukkan 14 í dag. Meðal viðstaddra voru Hanna Katrín Friðriksson sjávarútvegsráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra auk fjölda fólks úr sjávarútvegi. Skipið var afhent í Vigo á Spáni föstudaginn 21. febrúar, tæpum þremur árum eftir að samningur milli íslenska ríkisins og spænsku skipasmíðastöðvarinnar Astilleros Armon um smíði skipsins var undirritaður. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, undirrituðu samninginn fyrir hönd ríkisins. Í tilkynningu á vef Hafrannsóknunarstofnunar frá 27. febrúar kom fram að lagt hefði verið úr höfn frá Vigo 25. febrúar og gert ráð fyrir að heimsiglingin tæki um fimm daga. Taka átti á móti Þórunni klukkan 14 þann 7. mars síðastliðinn en frestaðist það. Ástæðan var að skipið þurfti að snúa við á heimsiglingu til að koma áhafnarmeðlimi undir læknishendur vegna handleggsbrots. Heitir í höfuðið á helsta svifþörungafræðingi landsins Þórunn Þórðardóttir HF 300 tekur við af Bjarna Sæmundssyni sem hefur sinnt hafrannsóknum allt frá árinu 1970. Gengið var nýlega frá sölu á Bjarna til Holberg Shipping í Noregi og verður hann afhentur nýjum eigendum á laugardag eftir 54 ára þjónustu. Nýja skipið er nefnt í höfuðið á frumkvöðli rannsókna á frumframleiðni í hafinu og einum helsta svifþörungafræðingi landsins, Þórunni Þórðardóttur (1925 - 2007). Þórunn hóf störf hjá Hafrannsóknastofnun, sem þá hét Atvinnudeild Háskóla Íslands, fiskideild. Hún vann mestallan sinn starfsaldur sem deildarstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, þar sem hún bæði hóf og stýrði íslenskum svifþörungarannsóknum um 40 ára skeið. Módel af nýja skipinu.Vísir/Bjarni
Hafið Sjávarútvegur Vísindi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira