Makamál

Ein­hleypan: „No bullshit týpa“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Fanney er Einhleypan á Vísi.
Fanney er Einhleypan á Vísi.

Fanney Skúladóttir er 35 ára smábæjarstúlka utan af landi, markaðsstjóri Blush og mamma. Hún segist óhrædd við að takast á við nýjar áskoranir, tekur sjálfri sér ekki of alvarlega og hefur gaman af því að stíga út fyrir þægindarammann og prófa eitthvað nýtt.

Aðspurð segir Fanney draumastefnumótið felast í afslappaðri samveru sem hún þarf ekki að skipuleggja, helst út fyrir bæjarmörkin í spennandi ævintýri sem endar með góðum mat og drykk.

Hér að neðan svarar Fanney spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan.


Ljósmynd/ Saga Sig

Aldur? 35 ára.

Starf? Markaðsstjóri Blush. Einnig tek ég reglulega að mér allskonar gigg á samfélagsmiðlum og er núna að byrja með hlaðvarpið Tvær á floti með Söru vinkonu minni.

Menntun? Ég elska að afla mér þekkingar og læra eitthvað nýtt og vil meina að ég sé eilífðarstúdent, á góðan hátt! En ég hef lokið BA í stjórnmálafræði, MPA í opinberri stjórnsýslu og MS í markaðsfræði.

Áhugamál? Mín helstu áhugamál eru að skapa minningar með börnunum mínum og fjölskyldu, samvera með góðum vinum, ferðalög og útivist, elda góðan mat, hlaup í fallegri náttúru og heitur jóga tími er einnig í uppáhaldi.

Gælunafn eða hliðarsjálf? Einu sinni var það Fanney Mua, nú er það Fanney Skúla held ég bara.

Aldur í anda? Ætli það sé ekki bara minn eigin aldur, finnst ég vera á hinum besta aldri!

Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Alls ekki.

Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? 

Metnaðarfull, skapandi, nautnaseggur.

Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Spurði Elsu mína bestu og hún sagði skemmtileg, hvetjandi og no bullshit týpa.

Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Já en aðeins útvaldir fá að vita hvað það er.

Þín mesta gæfa í lífinu? Börnin mín og fjölskyldan mín.

Hugarðu að heilsunni, þá hvernig? Já góður svefn er lykilatriði, regluleg hreyfing, 80 % hreint mataræði og 20 % að njóta.

Ef þú værir dýr hvaða værir þú þá? Ég væri svartur köttur, pínu dularfull.

Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? 

Þetta reddast.

Ertu A eða B týpa? Ég er klárlega A týpa.

Hvernig viltu eggin þín? Steikt eða soðin með sjávarsalti á hverjum degi!

Hvernig viltu kaffið þitt? Svart og sykurlaust.

Guilty pleasure kvikmynd? Engin kvikmynd en ástralskir eða breskir raunveruleikaþættir eru pínu guilty pleasure.

Einhver söngtexti sem þú hefur alltaf sungið vitlaust? Ég er ekki með eitthvað sérstakt lag sem ég man eftir að hafa sungið vitlaust.

Hvað ertu að hámhorfa á? Ekkert í augnablikinu.

Hvaða bók lastu síðast? Er að klára “The Wealth Money Can’t Buy” eftir Robin Sharma.

Syngur þú í sturtu? Nei en er yfirleitt með einhverja tónlist í gangi á meðan.

Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Ætli það sé ekki að vera föst í umferð.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Það toppar ekkert að verja tíma með börnunum mínum og fjölskyldu á góðum sumardegi í sveitinni okkar.

Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Vigdís Finnboga, Marilyn Monroe og Princess Diana.

Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Ég var vandræðalega skotin í Johnny Depp þegar ég var í grunnskóla.

Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? 

Drifkraftur, jákvæðni, sjálfsöryggi, tekur frumkvæði og er ævintýragjarn.

En óheillandi? Ábyrgðarleysi, óheiðarleiki, stefnuleysi og leti.

Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Mér finnst best að fara í kósý stemningu eins og á Tipsy Bar, Kjarval eða Gilligogg.

Ertu á stefnumótaforritum? Nei.

Draumastefnumótið? Stefnumót sem ég þarf ekki að plana. Út fyrir bæjarmörkin í eitthvað skemmtilegt ævintýri sem endar með góðum dinner og drykk.

Hvað er ást? 

Ævintýri, hamingja, vinskapur og samvinna með einhverjum sem dregur þig upp og áfram.

Ertu með einhvern bucket lista? Ferðast eins mikið um heiminn og ég get, kynnast fólki og ólíkri menningu.

Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Hraust og hamingjusöm, vonandi að flakka meira um heiminn og að njóta hvers dags.

Áttu einhverja sögu af vandræðalegu stefnumóti? Nei reyndar á ég enga vandræðalega sögu, ekkert sem ég man eftir allavega.


Einhleypan er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við einhleypa einstaklinga á öllum aldri.  Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Einhleypunni á svavam@stod2.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×