„Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. mars 2025 16:50 Formaður Demokraatit, Jens-Frederik Nielsen, fékk eflaust mörg faðmlög þegar úrslit fóru að skýrast enda vann flokkur hans stórsigur í kosningunum á Grænlandi. AP/Ritzeau/Mads Claus Rasmussen Stjórnarandstöðuflokkarnir unnu stórsigur í þingkosningum á Grænlandi í gær. Demókratar þrefölduðu fylgi sitt frá síðustu kosningum en þetta er í fyrsta sinn sem hægri flokkur vinnur kosningar á Grænlandi. Úrslitin eru til marks um klofning meðal grænlensku þjóðarinnar að sögn Vilborgar Ásu Guðjónsdóttur, alþjóðastjórnmálafræðings og doktorsnema. Vilborg er stödd í Nuuk þar sem hún hefur fylgst grannt með kosningunum. Vilborg Ása Guðjónsdóttir er alþjóðastjórnmálafræðingur og doktorsnemi og fyrrverandi ráðgjafi hjá Vestnorræna ráðinu.Vísir „Þetta voru vissulega óvænt úrslit. Það var svona frekar haldið að stjórnarflokkarnir myndu halda, en að demókrataflokkurinn, sem er svona mið- hægriflokkur, og Naleraq, sem vill ganga hvað lengst í að slíta sambandinu við Danmörku og efla tengslin við Bandaríkin, það var búist við að þessir flokkar fengju eitthvað aukið fylgi en ekki svona mikið,“ segir Vilborg. Úrslitin eru söguleg. „Þetta er í fyrsta sinn sem hægri flokkur vinnur kosningar á Grænlandi.“ Sammála um sjálfstæði en ósammála um leiðirnar Demókratar hafi þrefaldað sitt fylgi og Naleraq tvöfaldaði sitt frá síðustu kosningum á meðan stjórnarflokkarnir töpuðu miklu fylgi. Það er þó ekki talið líklegt flokkarnir tveir sem fengu mest fylgi myndi saman meirihluta. „Þessir tveir flokkar eru mjög ólíkir þannig það er ákveðinn klofningur. Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill og hvernig ferlið á að vera og sambandið við Danmörku í framtíðinni,“ segir Vilborg. Stjórnarmyndunarviðræður framundan Flóknar en áhugaverðar stjórnarmyndunarviðræður gætu verið framundan, en sextán þingmenn þarf til að mynda meirihluta. Líklegra þykir að demókratarnir semji við IA sem leitt hefur landstjórn Grænlands síðasta kjörtímabil, en flokkarnir tveir gætu myndað eins manns meirihluta. „Þannig það er líklegt að þeir myndu vilja taka þá inn Siumut, jafnaðarmannaflokkinn, eða Atassut,“ segir Vilborg. Demókratarnir fá stjórnarmyndunarumboðið sem stærsti flokkurinn og ljóst að flokkurinn kemur þá inn í stjórn með einhverjar nýjar og breyttar áherslur, jafnvel þótt annar eða báðir núverandi stjórnarflokka gætu tekið þátt í meirihlutanum. „Demókratarnir eru mjög varfærnir í tengslum við sambandið við Danmörku og hafa ekki verið sá flokkur sem hefur verið mest að tala fyrir sjálfstæði strax eða draga mikið úr samskiptum við Danmörku heldur frekar í hina áttina,“ segir Vilborg. Áherslur flokksins svipa kannski einna helst til Viðreisnar í íslenskum samanburði að sögn Vilborgar, frjálslyndur miðju-hægri flokkur, þótt ekki sé um nákvæma hliðstæðu að ræða. Grænland Kosningar á Grænlandi Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Sjá meira
Vilborg er stödd í Nuuk þar sem hún hefur fylgst grannt með kosningunum. Vilborg Ása Guðjónsdóttir er alþjóðastjórnmálafræðingur og doktorsnemi og fyrrverandi ráðgjafi hjá Vestnorræna ráðinu.Vísir „Þetta voru vissulega óvænt úrslit. Það var svona frekar haldið að stjórnarflokkarnir myndu halda, en að demókrataflokkurinn, sem er svona mið- hægriflokkur, og Naleraq, sem vill ganga hvað lengst í að slíta sambandinu við Danmörku og efla tengslin við Bandaríkin, það var búist við að þessir flokkar fengju eitthvað aukið fylgi en ekki svona mikið,“ segir Vilborg. Úrslitin eru söguleg. „Þetta er í fyrsta sinn sem hægri flokkur vinnur kosningar á Grænlandi.“ Sammála um sjálfstæði en ósammála um leiðirnar Demókratar hafi þrefaldað sitt fylgi og Naleraq tvöfaldaði sitt frá síðustu kosningum á meðan stjórnarflokkarnir töpuðu miklu fylgi. Það er þó ekki talið líklegt flokkarnir tveir sem fengu mest fylgi myndi saman meirihluta. „Þessir tveir flokkar eru mjög ólíkir þannig það er ákveðinn klofningur. Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill og hvernig ferlið á að vera og sambandið við Danmörku í framtíðinni,“ segir Vilborg. Stjórnarmyndunarviðræður framundan Flóknar en áhugaverðar stjórnarmyndunarviðræður gætu verið framundan, en sextán þingmenn þarf til að mynda meirihluta. Líklegra þykir að demókratarnir semji við IA sem leitt hefur landstjórn Grænlands síðasta kjörtímabil, en flokkarnir tveir gætu myndað eins manns meirihluta. „Þannig það er líklegt að þeir myndu vilja taka þá inn Siumut, jafnaðarmannaflokkinn, eða Atassut,“ segir Vilborg. Demókratarnir fá stjórnarmyndunarumboðið sem stærsti flokkurinn og ljóst að flokkurinn kemur þá inn í stjórn með einhverjar nýjar og breyttar áherslur, jafnvel þótt annar eða báðir núverandi stjórnarflokka gætu tekið þátt í meirihlutanum. „Demókratarnir eru mjög varfærnir í tengslum við sambandið við Danmörku og hafa ekki verið sá flokkur sem hefur verið mest að tala fyrir sjálfstæði strax eða draga mikið úr samskiptum við Danmörku heldur frekar í hina áttina,“ segir Vilborg. Áherslur flokksins svipa kannski einna helst til Viðreisnar í íslenskum samanburði að sögn Vilborgar, frjálslyndur miðju-hægri flokkur, þótt ekki sé um nákvæma hliðstæðu að ræða.
Grænland Kosningar á Grænlandi Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Sjá meira