Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Atli Ísleifsson skrifar 12. mars 2025 07:29 Formaður stjórnar SÍA er Anna Kristín Kristjánsdóttir f.h. Hvíta hússins. Meðstjórnendur eru Selma Rut Þorsteinsdóttir f.h. Pipar\TWBA, Högni Högnason f.h. Hér & Nú og Hrafn Gunnarsson f.h. Brandeburg. Að auki er fulltrúi ENNEMM, Hafsteinn Hafsteinsson, í stjórn, en hann er ekki á myndinni. SÍA Fagleg ánægja og stolt starfsmanna auglýsingastofa er hátt hér á landi og í takt við evrópskt meðaltal. Bjartsýni starfsfólks á framtíð greinarinnar er meiri en annars staðar í Evrópu en á sama tíma finnur starfsfólk fyrir mestri streitu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í viðhorfskönnun EACA (European Association of Communications Agencies), regnhlífarsamtökum um 2.500 evrópskra auglýsingastofa. Samband íslenskra auglýsingastofa (SÍA) er fullgildur aðili að samtökunum. Í tilkynningu frá SÍA segir að könnunin, sem náði til tæplega fjögur þúsund fagaðila, starfsmanna auglýsingastofa í 25 Evrópulöndum, sýni að íslenskar stofur séu með sterka sérstöðu: Fagleg ánægja og stolt starfsmanna er hátt og í takt við evrópskt meðaltal (70%) Bjartsýni íslenskra starfsmanna á framtíð greinarinnar er 80% sem er yfir evrópska meðaltalinu (70%). Íslenskt starfsfólk finnur fyrir mestri streitu allra þátttökuþjóða eða 80% en meðaltalið er 67%. Rekstrarhæfi/arðsemi stofa er skilgreind sem stærsta áskorunin fyrir 2025, jafnt á Íslandi sem og í Evrópu. Haft er eftir Önnu Kristínu Kristjánsdóttur, formanni SÍA, að niðurstöðurnar gefi mikilvæga innsýn í stöðu íslenskra stofa. „Við sjáum að íslenskt fagfólk er metnaðarfullt og bjartsýnt, vinnustaðamenning er sterk, en hátt streitustig er áhyggjuefni sem við þurfum að takast á við. Það er áhugavert að sjá Ísland skora svona hátt á álagi og streitu, ekki síst þar sem við búum við styttri vinnuviku en flest ef ekki öll samanburðarlöndin. Á sama tíma helst stolt í starfi og bjartsýni á greinina hátt. Aðild okkar að EACA gefur okkur nú tækifæri til að læra af evrópskum systurfélögum um bestu leiðir til að styðja við starfsfólkið okkar og auka rekstrahæfi,“ segir Anna Kristín. Innan SÍA í dag eru Brandenburg, ENNEMM, Hér&Nú, Hvíta húsið, Kontor, Peel og Pipar/TBWA. Í tilkynningunni segir að aðild SÍA að EACA veiti íslenskum auglýsingastofum aðgang að evrópsku fagsamfélagi, þekkingu og tengslaneti sem spanni þrjátíu lönd og 120.000 fagaðila. Sem hluti af þessu samstarfi tóku íslenskar auglýsingastofur í fyrsta sinn þátt í árlegri viðhorfskönnun EACA, sem veiti einstaka innsýn í stöðu íslenska auglýsingamarkaðarins í evrópsku samhengi. Auglýsinga- og markaðsmál Streita og kulnun Vinnumarkaður Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í viðhorfskönnun EACA (European Association of Communications Agencies), regnhlífarsamtökum um 2.500 evrópskra auglýsingastofa. Samband íslenskra auglýsingastofa (SÍA) er fullgildur aðili að samtökunum. Í tilkynningu frá SÍA segir að könnunin, sem náði til tæplega fjögur þúsund fagaðila, starfsmanna auglýsingastofa í 25 Evrópulöndum, sýni að íslenskar stofur séu með sterka sérstöðu: Fagleg ánægja og stolt starfsmanna er hátt og í takt við evrópskt meðaltal (70%) Bjartsýni íslenskra starfsmanna á framtíð greinarinnar er 80% sem er yfir evrópska meðaltalinu (70%). Íslenskt starfsfólk finnur fyrir mestri streitu allra þátttökuþjóða eða 80% en meðaltalið er 67%. Rekstrarhæfi/arðsemi stofa er skilgreind sem stærsta áskorunin fyrir 2025, jafnt á Íslandi sem og í Evrópu. Haft er eftir Önnu Kristínu Kristjánsdóttur, formanni SÍA, að niðurstöðurnar gefi mikilvæga innsýn í stöðu íslenskra stofa. „Við sjáum að íslenskt fagfólk er metnaðarfullt og bjartsýnt, vinnustaðamenning er sterk, en hátt streitustig er áhyggjuefni sem við þurfum að takast á við. Það er áhugavert að sjá Ísland skora svona hátt á álagi og streitu, ekki síst þar sem við búum við styttri vinnuviku en flest ef ekki öll samanburðarlöndin. Á sama tíma helst stolt í starfi og bjartsýni á greinina hátt. Aðild okkar að EACA gefur okkur nú tækifæri til að læra af evrópskum systurfélögum um bestu leiðir til að styðja við starfsfólkið okkar og auka rekstrahæfi,“ segir Anna Kristín. Innan SÍA í dag eru Brandenburg, ENNEMM, Hér&Nú, Hvíta húsið, Kontor, Peel og Pipar/TBWA. Í tilkynningunni segir að aðild SÍA að EACA veiti íslenskum auglýsingastofum aðgang að evrópsku fagsamfélagi, þekkingu og tengslaneti sem spanni þrjátíu lönd og 120.000 fagaðila. Sem hluti af þessu samstarfi tóku íslenskar auglýsingastofur í fyrsta sinn þátt í árlegri viðhorfskönnun EACA, sem veiti einstaka innsýn í stöðu íslenska auglýsingamarkaðarins í evrópsku samhengi.
Auglýsinga- og markaðsmál Streita og kulnun Vinnumarkaður Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira