Utanríkisráðherra boðar kaup á búnaði sem á að nema og stöðva ólöglega dróna og notkun á eftirlitskafbáti við sæstrengi og hafnir. Við ræðum við ráðherra í beinni um nýjar aðgerðir í öryggis- og varnarmálum.
Þá hittum við íslenska konu sem segir sárt að geta ekki farið til Bandaríkjanna vegna nýrra reglna um vegabréf trans fólks og heyrum í forseta Trans Íslands sem hvetur íslensk stjórnvöld til þess að láta í sér heyra og berjast fyrir mannréttindum.
Þá sjáum við myndir frá kjörstöðum í Grænlandi og Kristján Már Unnarsson mætir í myndver og fer yfir vegagerð sem á að ráðast í vegna umferðaröngþveitis sem búist er við í tengslum við almyrkva.
Vængbrotið landslið Íslendinga í handbotla mætir Grikkjum í undankeppni EM á morgun. Við heyrum í þjálfaranum Snorra Steini í aðdraganda leiksins og í Íslandi í dag hittum við lögreglukonuna Guðrúnu Jack sem var fyrst á vettvang þegar vinur hennar lést í banaslysi sem rekið var til þreytu hjá ökumanni.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan: