Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. mars 2025 14:17 Elmar Atli Garðarsson er fyrirliði Vestra. vísir/hulda margrét Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra í fótbolta, viðurkennir að hafa veðjað á leiki í Bestu deild karla. Hann segist hafa brugðist sjálfum sér og segir að dómstólar KSÍ muni fá mál hans til rannsóknar. Í færslu á Facebook greinir Elmar frá því að hann hafi veðjað á leiki í Bestu deild karla. Veðmálin tengdust þó ekki Vestra eða höfðu áhrif á liðið eða þau sem voru í baráttu við Ísfirðinga. Elmar segir að háar fjárhæðir hafi ekki verið í spilinu og hann hafi ekki haft hag af. „Mér finnst rétt að ég bregðist við og upplýsi sjálfur um mistök sem ég gerði. Ég vil vera hreinskiptinn með atvik og dreg ekkert undan. Mín mistök eru þau að ég veðjaði á leiki í Íslandsmóti KSÍ. Þetta gerði ég sjálfur og án þess að nokkur tengdist þeim veðmálum. Voru þetta veðmál á leiki í Bestu deildinni. Veðmál mín tengdust hvorki Vestra né heldur gátu haft nokkur áhrif á stöðu liðs míns eða annarra liða sem voru í keppni við okkur. Hvorki var um umtalsverðar fjárhæðir að ræða né heldur hafði ég nokkurn hag af. Fyrst og fremst var þetta leið til þess að hafa meira gaman af því að fylgjast með leikjunum,“ skrifar Elmar á Facebook. Hann segist hafa gerst sekur um dómgreindarbrest en viðurkennir mistökin og gengst við þeim. „Þetta voru mistök af minni hálfu og lýsa ákveðnum dómgreindarbresti. Ég er fyrirliði og er því fyrirmynd annarra leikmanna og stuðningsmanna félagsins. Ég brást sjálfum mér og þessi yfirlýsing verður örugglega mörgum vonbrigði. Feluleikur eða undanbrögð þjóna engum tilgangi. Ég gerði mistök. Ég viðurkenni mistök mín og ég læri af þeim. Ég vona að viðurkenning mín opni augu annarra fyrir þeirri ábyrgð sem við knattspyrnumenn berum og skyldum gagnvart heilindum leiksins. Dómstólar Knattspyrnusambands Íslands munu fá mál mitt til meðferðar. Ég heiti fullri samvinnu og fel ekkert,“ skrifar Elmar. Elmar var fyrirliði Vestra þegar liðið lék í fyrsta sinn í efstu deild á síðasta tímabili. Hann spilaði þá 22 leiki og skoraði tvö mörk. Tvö nýleg dæmi Árið 2023 voru tveir íslenskir fótboltamenn dæmdir í bann fyrir brot á veðmálareglum. Í ársbyrjun fékk Sigurður Gísli Bond Snorrason, leikmaður Aftureldingar, bann út tímabilið 2023 fyrir að veðja á hundruð fótboltaleiki árið 2022, meðal annars leiki sem hann spilaði sjálfur. Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður KA, var sumarið 2023 dæmdur í bann út árið fyrir að veðja leiki, meðal annars einn leik sem hann spilaði sjálfur, yfir fimm ára tímabil. Besta deild karla Vestri KSÍ Fjárhættuspil Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira
Í færslu á Facebook greinir Elmar frá því að hann hafi veðjað á leiki í Bestu deild karla. Veðmálin tengdust þó ekki Vestra eða höfðu áhrif á liðið eða þau sem voru í baráttu við Ísfirðinga. Elmar segir að háar fjárhæðir hafi ekki verið í spilinu og hann hafi ekki haft hag af. „Mér finnst rétt að ég bregðist við og upplýsi sjálfur um mistök sem ég gerði. Ég vil vera hreinskiptinn með atvik og dreg ekkert undan. Mín mistök eru þau að ég veðjaði á leiki í Íslandsmóti KSÍ. Þetta gerði ég sjálfur og án þess að nokkur tengdist þeim veðmálum. Voru þetta veðmál á leiki í Bestu deildinni. Veðmál mín tengdust hvorki Vestra né heldur gátu haft nokkur áhrif á stöðu liðs míns eða annarra liða sem voru í keppni við okkur. Hvorki var um umtalsverðar fjárhæðir að ræða né heldur hafði ég nokkurn hag af. Fyrst og fremst var þetta leið til þess að hafa meira gaman af því að fylgjast með leikjunum,“ skrifar Elmar á Facebook. Hann segist hafa gerst sekur um dómgreindarbrest en viðurkennir mistökin og gengst við þeim. „Þetta voru mistök af minni hálfu og lýsa ákveðnum dómgreindarbresti. Ég er fyrirliði og er því fyrirmynd annarra leikmanna og stuðningsmanna félagsins. Ég brást sjálfum mér og þessi yfirlýsing verður örugglega mörgum vonbrigði. Feluleikur eða undanbrögð þjóna engum tilgangi. Ég gerði mistök. Ég viðurkenni mistök mín og ég læri af þeim. Ég vona að viðurkenning mín opni augu annarra fyrir þeirri ábyrgð sem við knattspyrnumenn berum og skyldum gagnvart heilindum leiksins. Dómstólar Knattspyrnusambands Íslands munu fá mál mitt til meðferðar. Ég heiti fullri samvinnu og fel ekkert,“ skrifar Elmar. Elmar var fyrirliði Vestra þegar liðið lék í fyrsta sinn í efstu deild á síðasta tímabili. Hann spilaði þá 22 leiki og skoraði tvö mörk. Tvö nýleg dæmi Árið 2023 voru tveir íslenskir fótboltamenn dæmdir í bann fyrir brot á veðmálareglum. Í ársbyrjun fékk Sigurður Gísli Bond Snorrason, leikmaður Aftureldingar, bann út tímabilið 2023 fyrir að veðja á hundruð fótboltaleiki árið 2022, meðal annars leiki sem hann spilaði sjálfur. Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður KA, var sumarið 2023 dæmdur í bann út árið fyrir að veðja leiki, meðal annars einn leik sem hann spilaði sjálfur, yfir fimm ára tímabil.
Besta deild karla Vestri KSÍ Fjárhættuspil Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira