Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Samúel Karl Ólason skrifar 11. mars 2025 10:26 Rodrigo Duterte, fyrrverandi forseti Filippseyja, stillti sér upp fyrir myndatöku árið 2018. Það ár fór hann nokkrum sinnum hörðum orðum um Íslendinga. AP/Bullit Marquez Rodrigo Duterte, fyrrverandi forseti Filippseyja, sem handtekinn var í gær vegna ásakana um glæpa gegn mannkyninu, sagðist einu sinni vonast til þess að Íslendingar frysu í hel. Hann kallaði Íslendinga drullusokka, fábjána og asna og virtist hann hafa miklar áhyggjur af ísáti okkar. Þetta sagði Duterte í ræðum árið 2018, eftir að íslenskir erindrekar, undir stjórn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þáverandi utanríkisráðherra, lögðu ályktun fyrir Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum í forsetatíð hans. Sú ályktun snerist um að staða mannréttinda þar yrði rannsökuð. Sjá einnig: Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Í forsetatíð Rodrigo Duterte í Filippseyjum voru tugir þúsunda íbúa landsins teknir af lífi án dóms og laga. Margir voru skotnir á götu úti vegna ásakana um að þeir væru að selja fíkniefni eða neyta þeirra. Lögregluþjónar bönuðu fjölda fólks en fjölmargir voru myrtir af hópum manna sem ákváðu að taka lögin í hendur og fóru um götur borga og bæja Filippseyja í leit að meintum fíkniefnasölum og neytendum. Sjá einnig: „Íslenska úttektin“ sýnir að tugir þúsunda gætu hafa látist í fíkniefnastríðinu Duterte hélt sjálfur út lista yfir stjórnmálamenn sem hann sakaði um tengsl við fíkniefnaglæpi. Borgarstjóri sem hann setti á listann var skotinn til bana. Hann lét af embætti árið 2022 og er 79 ára gamall. New York Times birti í janúar viðtal við mann sem sagðist hafa myrt að minnsta kosti fimmtíu manns fyrir Duterte í gegnum árin. Eftir að forsvarsmenn Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) lýstu því yfir í upphafi 2018 að „fíkniefnastríð“ Duterte væri til rannsóknar sagði forsetinn þáverandi að Filippseyjar myndu segja sig frá Rómarsamþykktinni um stofnun dómstólsins og kallaði eftir því að fleiri gerðu það sama. Í júlí 2018, eftir að áðurnefnd ályktun var samþykkt af Mannréttindaráðinu, hélt Duterte ræðu þar sem hann sagði íslensku þjóðina gera lítið annað en að borða ís. Hún hefði engan skilning á vandamálum Filippseyja. „Hvert er vandamál Íslands? Ekkert nema ís. Það er vandamálið ykkar. Þið hafið of mikið af ís og það er ekki hægt að greina milli dags og nætur þarna,“ sagði Duterte þá og flakkaði hann milli ensku og filipino. „Svo þið skiljið hvers vegna þar eru engir glæpir, engir lögreglumenn heldur, og þau borða bara ís.“ Það var svo í ágúst sama ár þegar Duterte blótaði Íslendingum í sand og ösku og sagðist vona að þjóðin myndi frjósa í hel. Þá gagnrýndi hann einnig stefnu Íslands hvað varðar þungunarrof en þetta sagði hann í ræðu sem átti að vera um landbúnað í Filippseyjum. „Vitið þið hvað? Ísland leyfir þungunarrof upp að sex mánuðum. Ísland heimilar slátrun á fóstrum í móðurkviði upp að sex mánuðum,“ sagði Duterte. „Þessi drullusokkar.“ Seinna í sömu ræðu sagðist hann ekki skilja Íslendinga og kallaði okkur „asna“. „Ísland er svona vegna þess að þeir borða ís. Þeir hafa ekki vatn. Þessir drullusokkar eru fábjánar,“ sagði Duterte. „Þeir segja mér hvernig ég á að vinna vinnuna mína. Ég vorkenni ykkur, þetta er ástæðan fyrir því að þið eruð dæmd til að vera ísilögð að eilífu, ég vona að þið frjósið í hel.“ Filippseyjar Íslandsvinir Erlend sakamál Mannréttindi Ísland í mannréttindaráði SÞ Tengdar fréttir Marcos orðinn leiðtogi Filippseyja á ný Ferdinand Marcos yngri sór í morgun embættiseið sinn sem forseti Filippseyja og hefur því tekið við völdum í landinu af hinum umdeilda Rodrigo Duterte. 30. júní 2022 07:51 Hótar óbólusettum aftur handtökum Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hótaði því í dag að láta handtaka óbólusett fólk ef þau yfirgefi heimili sín. Faraldur kórónuveirunnar þar í landi er í mikilli dreifingu en fjöldi nýsmitaðra hefur tvöfaldast á nokkrum dögum. 6. janúar 2022 15:30 Duterte hafnar samvinnu í rannsókn á fíkniefnastríði hans Stjórnvöld á Filippseyjum ætla ekki vinna með fulltrúum Alþjóðsakamáladómstólsins (ICC) á hvort að þau hafi framið glæpi gegn mannkyninu í stríði Rodrigo Duterte forseta gegn fíkniefnagengjum. 16. september 2021 08:27 Ályktun Íslands um Filippseyjar samþykkt samhljóða Ályktun Íslands um að mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna beri að veita ríkisstjórn Rodrigos Duterte stuðning og aðstoð við umbótastörf var samþykkt samhljóða á fundi mannréttindaráðs SÞ í morgun. 7. október 2020 16:51 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Þetta sagði Duterte í ræðum árið 2018, eftir að íslenskir erindrekar, undir stjórn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þáverandi utanríkisráðherra, lögðu ályktun fyrir Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum í forsetatíð hans. Sú ályktun snerist um að staða mannréttinda þar yrði rannsökuð. Sjá einnig: Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Í forsetatíð Rodrigo Duterte í Filippseyjum voru tugir þúsunda íbúa landsins teknir af lífi án dóms og laga. Margir voru skotnir á götu úti vegna ásakana um að þeir væru að selja fíkniefni eða neyta þeirra. Lögregluþjónar bönuðu fjölda fólks en fjölmargir voru myrtir af hópum manna sem ákváðu að taka lögin í hendur og fóru um götur borga og bæja Filippseyja í leit að meintum fíkniefnasölum og neytendum. Sjá einnig: „Íslenska úttektin“ sýnir að tugir þúsunda gætu hafa látist í fíkniefnastríðinu Duterte hélt sjálfur út lista yfir stjórnmálamenn sem hann sakaði um tengsl við fíkniefnaglæpi. Borgarstjóri sem hann setti á listann var skotinn til bana. Hann lét af embætti árið 2022 og er 79 ára gamall. New York Times birti í janúar viðtal við mann sem sagðist hafa myrt að minnsta kosti fimmtíu manns fyrir Duterte í gegnum árin. Eftir að forsvarsmenn Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) lýstu því yfir í upphafi 2018 að „fíkniefnastríð“ Duterte væri til rannsóknar sagði forsetinn þáverandi að Filippseyjar myndu segja sig frá Rómarsamþykktinni um stofnun dómstólsins og kallaði eftir því að fleiri gerðu það sama. Í júlí 2018, eftir að áðurnefnd ályktun var samþykkt af Mannréttindaráðinu, hélt Duterte ræðu þar sem hann sagði íslensku þjóðina gera lítið annað en að borða ís. Hún hefði engan skilning á vandamálum Filippseyja. „Hvert er vandamál Íslands? Ekkert nema ís. Það er vandamálið ykkar. Þið hafið of mikið af ís og það er ekki hægt að greina milli dags og nætur þarna,“ sagði Duterte þá og flakkaði hann milli ensku og filipino. „Svo þið skiljið hvers vegna þar eru engir glæpir, engir lögreglumenn heldur, og þau borða bara ís.“ Það var svo í ágúst sama ár þegar Duterte blótaði Íslendingum í sand og ösku og sagðist vona að þjóðin myndi frjósa í hel. Þá gagnrýndi hann einnig stefnu Íslands hvað varðar þungunarrof en þetta sagði hann í ræðu sem átti að vera um landbúnað í Filippseyjum. „Vitið þið hvað? Ísland leyfir þungunarrof upp að sex mánuðum. Ísland heimilar slátrun á fóstrum í móðurkviði upp að sex mánuðum,“ sagði Duterte. „Þessi drullusokkar.“ Seinna í sömu ræðu sagðist hann ekki skilja Íslendinga og kallaði okkur „asna“. „Ísland er svona vegna þess að þeir borða ís. Þeir hafa ekki vatn. Þessir drullusokkar eru fábjánar,“ sagði Duterte. „Þeir segja mér hvernig ég á að vinna vinnuna mína. Ég vorkenni ykkur, þetta er ástæðan fyrir því að þið eruð dæmd til að vera ísilögð að eilífu, ég vona að þið frjósið í hel.“
Filippseyjar Íslandsvinir Erlend sakamál Mannréttindi Ísland í mannréttindaráði SÞ Tengdar fréttir Marcos orðinn leiðtogi Filippseyja á ný Ferdinand Marcos yngri sór í morgun embættiseið sinn sem forseti Filippseyja og hefur því tekið við völdum í landinu af hinum umdeilda Rodrigo Duterte. 30. júní 2022 07:51 Hótar óbólusettum aftur handtökum Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hótaði því í dag að láta handtaka óbólusett fólk ef þau yfirgefi heimili sín. Faraldur kórónuveirunnar þar í landi er í mikilli dreifingu en fjöldi nýsmitaðra hefur tvöfaldast á nokkrum dögum. 6. janúar 2022 15:30 Duterte hafnar samvinnu í rannsókn á fíkniefnastríði hans Stjórnvöld á Filippseyjum ætla ekki vinna með fulltrúum Alþjóðsakamáladómstólsins (ICC) á hvort að þau hafi framið glæpi gegn mannkyninu í stríði Rodrigo Duterte forseta gegn fíkniefnagengjum. 16. september 2021 08:27 Ályktun Íslands um Filippseyjar samþykkt samhljóða Ályktun Íslands um að mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna beri að veita ríkisstjórn Rodrigos Duterte stuðning og aðstoð við umbótastörf var samþykkt samhljóða á fundi mannréttindaráðs SÞ í morgun. 7. október 2020 16:51 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Marcos orðinn leiðtogi Filippseyja á ný Ferdinand Marcos yngri sór í morgun embættiseið sinn sem forseti Filippseyja og hefur því tekið við völdum í landinu af hinum umdeilda Rodrigo Duterte. 30. júní 2022 07:51
Hótar óbólusettum aftur handtökum Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hótaði því í dag að láta handtaka óbólusett fólk ef þau yfirgefi heimili sín. Faraldur kórónuveirunnar þar í landi er í mikilli dreifingu en fjöldi nýsmitaðra hefur tvöfaldast á nokkrum dögum. 6. janúar 2022 15:30
Duterte hafnar samvinnu í rannsókn á fíkniefnastríði hans Stjórnvöld á Filippseyjum ætla ekki vinna með fulltrúum Alþjóðsakamáladómstólsins (ICC) á hvort að þau hafi framið glæpi gegn mannkyninu í stríði Rodrigo Duterte forseta gegn fíkniefnagengjum. 16. september 2021 08:27
Ályktun Íslands um Filippseyjar samþykkt samhljóða Ályktun Íslands um að mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna beri að veita ríkisstjórn Rodrigos Duterte stuðning og aðstoð við umbótastörf var samþykkt samhljóða á fundi mannréttindaráðs SÞ í morgun. 7. október 2020 16:51