Þetta kemur fram í tilkynningu sem Sýn sendi til Kauphallar í dag. Rannveig Eir Einarsdóttir, eigandi Reir ehf. sem er þriðji stærsti hluthafi Sýnar með 8,3 prósenta hlut, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Aðrir í framboði eiga sæti í stjórn.
Eftirtalin framboð bárust innan lögboðins framboðsfrests:
Framboð til aðalstjórnar
- Hákon Stefánsson
- Heiðrún Lind Marteinsdóttir
- Páll Gíslason
- Petrea Ingileif Guðmundsdóttir
- Ragnar Páll Dyer
Framboð til varastjórnar:
- Daði Kristjánsson
- Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir
Daði og Ingibjörg eru núverandi varamenn stjórnar.
Þar sem einungis fimm framboð bárust til aðalstjórnar og tvö til varastjórnar verða allir hlutaðeigandi sjálfkjörnir á fundinum.
Framboð til tilnefningarnefndar:
Í samræmi við starfsreglur stjórnar og starfsreglur tilnefningarnefndar gefst hluthöfum jafnframt tækifæri á að kjósa allt að þrjá einstaklinga í tilnefningarnefnd.
Framboð til tilnefningarnefndar:
- Guðríður Sigurðardóttir
- Þröstur Olaf Sigurjónsson
Þar sem einungis tvö framboð til tilnefningarnefndar bárust innan framboðsfrests verða þeir nefndarmenn sem kosnir eru á aðalfundi félagsins sjálfkjörnir.
Vísir er í eigu Sýnar.