Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar 10. mars 2025 14:31 Það er sami rassinn undir öllum. Jakob Bjarnar blaðamaður hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði í útvarpsviðtali í morgun á Bylgjunni og hann talaði um að það hafi orðið siðrof þegar hann var að tala um sjálftökuna hér á landi. Hann var í því samhengi að tala um laun borgarstjórans, Heiðu Hilmisdóttur, og fleiri nýleg mál sem hafa verið að koma upp í samfélaginu. En er þetta nýtt á nálinni hér á landi? Nei, það er það ekki. Það er nefnilega þannig að það er ekki sama hvort þú ert séra Jón eða Jón nú eða Inga eða Inga „kvartmilljarður“, það gilda ekki sömu lögin um þau. Ég er ekki að nenna að fara langt aftur í tímann að finna dæmi en ég verð að taka hattinn að ofan fyrir núverandi ríkisstjórn að afnema handahafalaun forsetans sem geta numið 8 milljónum á ári. En færum okkur nær og skoðum fyrirrennara Heiðu borgarstjóra sem hún tók fyrsta sætið af Dag B. Eggerts, manninum sem fékk orlofsgreiðslur 10 ár aftur í tímann, hvar á byggðu bóli yrði svona samþykkt? Og núna situr sá maður á Alþingi Íslendinga. Eða verkalýðsforingjar hvort heldur hjá Rafiðnaðarsambandinu eða Ragnar Þór hjá VR. Ég nenni nú ekki heldur að fara út í þá sálma, við þekkjum þá horror-sögu, kannski ágætt að klingja út með því að segja það glymur hæst í tómri tunnu. En þetta er ekki búið þegar fólk í stjórnunarstöðum á vegum hins opinbera, og tala nú ekki um á höfuðborgarsvæðinu, er að fá að auki aksturspeninga ofan á launin. Eins og bæjarstjórarnir á höfuðborgarsvæðinu. Sjálfur keyrði ég á mínum lúsarlaunum á milli Selfoss og Reykjavíkur í 5 ár og fékk ekki krónu fyrir að sækja vinnu. En þegar ég heyrði á sínum tíma hafi bæjarstjóri Kópavogs verið á aksturstyrk fyrir nokkrum árum sem þá var eitthvað nálægt 150 kallinum á mánuði sem ég veit ekki hver er í dag datt andlitið að mér. Þetta er sami bæjarstjórinn sem ætlar að fara að skera niður hjá bænum vegna nýgerðra kjarasamninga kennara. Eins ef það er rétt ef fólk sest á þing sem vann hjá því opinbera í háum stjórnunarstöðum getur gengið að því vísu að fara í sitt gamla starf að lokinni þingmennsku getur það talist eðlilegt? Ég er ekki viss að þetta myndi líðast á hinum frjálsa vinnumarkaði, er ekki eitthvað bogið hérna? Kannski ekki skrýtið að á Alþingi Íslendinga sitji aðallega miðaldra lögfræðingar og „fyrrum opinberir starfsmenn“ Hvernig væri það, þyrftum við ekki að fá Elon Musk lánaðan í svona viku til að fara í tiltekt hjá því opinbera? Ætli hann myndi ekki byrja á því að sameina öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, sem hefði átt að vera búið fyrir löngu síðan. Síðan hugsa ég að hann myndi afnema alls konar rugl og sukk á vegum hins opinbera. Hvar er okkar Elon Musk sem hikar ekki við að fara í tiltekt? Íslenskir stjórnmálamenn, hvort heldur á sveitarstjórnarstiginu eða á alþingi, væri ekki ágæt byrjun að byrja á ykkur sjálfum og sýna alvöru fordæmi áður en þið farið að skera niður hjá okkur hinum aumingjunum á hamstrahjólinu. Fyrr verðið þið ekki marktækir og traustið mun ekki koma af sjálfu sér heldur ávinnur maður það sér inn með verkum sínum en ekki bara með orðum rétt fyrir kosningar. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Það er sami rassinn undir öllum. Jakob Bjarnar blaðamaður hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði í útvarpsviðtali í morgun á Bylgjunni og hann talaði um að það hafi orðið siðrof þegar hann var að tala um sjálftökuna hér á landi. Hann var í því samhengi að tala um laun borgarstjórans, Heiðu Hilmisdóttur, og fleiri nýleg mál sem hafa verið að koma upp í samfélaginu. En er þetta nýtt á nálinni hér á landi? Nei, það er það ekki. Það er nefnilega þannig að það er ekki sama hvort þú ert séra Jón eða Jón nú eða Inga eða Inga „kvartmilljarður“, það gilda ekki sömu lögin um þau. Ég er ekki að nenna að fara langt aftur í tímann að finna dæmi en ég verð að taka hattinn að ofan fyrir núverandi ríkisstjórn að afnema handahafalaun forsetans sem geta numið 8 milljónum á ári. En færum okkur nær og skoðum fyrirrennara Heiðu borgarstjóra sem hún tók fyrsta sætið af Dag B. Eggerts, manninum sem fékk orlofsgreiðslur 10 ár aftur í tímann, hvar á byggðu bóli yrði svona samþykkt? Og núna situr sá maður á Alþingi Íslendinga. Eða verkalýðsforingjar hvort heldur hjá Rafiðnaðarsambandinu eða Ragnar Þór hjá VR. Ég nenni nú ekki heldur að fara út í þá sálma, við þekkjum þá horror-sögu, kannski ágætt að klingja út með því að segja það glymur hæst í tómri tunnu. En þetta er ekki búið þegar fólk í stjórnunarstöðum á vegum hins opinbera, og tala nú ekki um á höfuðborgarsvæðinu, er að fá að auki aksturspeninga ofan á launin. Eins og bæjarstjórarnir á höfuðborgarsvæðinu. Sjálfur keyrði ég á mínum lúsarlaunum á milli Selfoss og Reykjavíkur í 5 ár og fékk ekki krónu fyrir að sækja vinnu. En þegar ég heyrði á sínum tíma hafi bæjarstjóri Kópavogs verið á aksturstyrk fyrir nokkrum árum sem þá var eitthvað nálægt 150 kallinum á mánuði sem ég veit ekki hver er í dag datt andlitið að mér. Þetta er sami bæjarstjórinn sem ætlar að fara að skera niður hjá bænum vegna nýgerðra kjarasamninga kennara. Eins ef það er rétt ef fólk sest á þing sem vann hjá því opinbera í háum stjórnunarstöðum getur gengið að því vísu að fara í sitt gamla starf að lokinni þingmennsku getur það talist eðlilegt? Ég er ekki viss að þetta myndi líðast á hinum frjálsa vinnumarkaði, er ekki eitthvað bogið hérna? Kannski ekki skrýtið að á Alþingi Íslendinga sitji aðallega miðaldra lögfræðingar og „fyrrum opinberir starfsmenn“ Hvernig væri það, þyrftum við ekki að fá Elon Musk lánaðan í svona viku til að fara í tiltekt hjá því opinbera? Ætli hann myndi ekki byrja á því að sameina öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, sem hefði átt að vera búið fyrir löngu síðan. Síðan hugsa ég að hann myndi afnema alls konar rugl og sukk á vegum hins opinbera. Hvar er okkar Elon Musk sem hikar ekki við að fara í tiltekt? Íslenskir stjórnmálamenn, hvort heldur á sveitarstjórnarstiginu eða á alþingi, væri ekki ágæt byrjun að byrja á ykkur sjálfum og sýna alvöru fordæmi áður en þið farið að skera niður hjá okkur hinum aumingjunum á hamstrahjólinu. Fyrr verðið þið ekki marktækir og traustið mun ekki koma af sjálfu sér heldur ávinnur maður það sér inn með verkum sínum en ekki bara með orðum rétt fyrir kosningar. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar