Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. mars 2025 13:50 Luigi Mangione í dómsal þann 21. febrúar vegna dómsmáls sem varðar morðið á Brian Thompson, forstjóra UnitedHealthcare. Mangione er sakaður um að myrða forstjórann. Getty Luigi Mangione, sem er grunaður um að hafa ráðið forstjóra UnitedHealthcare bana, hefur opnað sig um fangelsisvistina í bréfaskrifum við almenning. Hann fylgir ákveðinni rútínu, borðar núðlur, les og teflir við samfanga sína. Mynd af bréfi frá Mangione til hjúkrunarfræðinemans E. Genevieve hefur farið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Myndin birtist upphaflega á kínverska miðlinum Rednote en fjölmagir Bandaríkjamenn flúðu þangað eftir að TikTok var lokað. „Rútínan mín felur í sér lestur, át á fullt af ramen, líkamsrækt og samveru með sambræðrum mínum hér. Við erum með skákkvöld á miðvikudögum sem er góð leið til gera sér eitthvað til dægrastyttingar,“ segir Mangione í bréfinu. Bréfið sem Luigi á að hafa sent til Genevieve er merkt tölvukerfi bandarísku fangelsismálastofnuninarinnar, TRULINCS. Hann fagnar því að hjúkrunarfræðineminn sé bókaormur og mælir með því að hún lesi bókina Self-Compassion: The Proven Power of Being Kind to Yourself eftir Kristinu Neff. Sú bók hafi hjálpað honum á fyrsta ári í háskóla (e. college). Greinilegt er að konan hefur gengið í gegnum einhverja erfiðleika og opnað sig við Mangione um þá en búið er að afmá upplýsingar um þá. „Ég skil þá tilfinningu að vilja stundum gefast upp. Að þræða manndómsárin getur verið erfitt en ég trúi því að við getum öll fundið leið okkar í gegnum þau,“ segir hann svo í bréfinu og óskar henni góðs gengis við útskrift. Snortinn vegna bréfs einstæðrar móður Mangione hefur lýst yfir sakleysi sínu í tengslum við morðið á Brian Thompson, fyrrverandi forstjóra UnitedHealthcare. Frá því hann var fangelsaður hafa honum borist þúsundir bréfa frá stuðningsmönnum og öðru áhugasömum. Fyrr í vikunni birti blaðamaðurinn Ashley Shelby mynd á Substack-síðunni „Bartleby on Trial“ af öðru bréfi sem Mangione sendi í desember til einstæðu móðurinnar. Hin 66 ára Karen hafði frétt af máli Mangione og ákveðið að senda honum bréf til að greina frá persónulegum efiðleikum sínum í samskiptum við tryggingafyrirtækið UnitedHealthcare. Hún hafi í marga mánuði staðið í stappi við tryggingafyrirtækið vegna veikinda dóttur hennar. Tryggingafyrirtækið hafi neitað að greiða fyrir meðferð handa dótturinni við því sem Karen lýsir sem „sjaldgæfum lífshættulegum sjúkdómi sem krefst stöðugrar umönnunar og læknismeðferðar.“ Bréf Mangione til Karenar. Dóttirin hafi í janúar 2024 verið lögð inn á spítala í 60 daga en UnitedHealthcare hafi þrátt fyrir það neitað að greiða fyrir lyfin sem dótturinni voru ávísuð. Það hafi tekið Karen marga mánuði að fá lyfin loksins greidd. Með bréfinu hafi fylgt mynd af dótturinni sem Karen lýsir sem „Stríðsmanna-Jesú“. Bréf Karenar snerti greinilega við Mangione sem þakkaði henni fyrir að deila með honum gremjunni gagnvart UnitedHealthcare. Mangione glímdi við hryggjarliðsskrið vegna Lymesjúkdóms árið 2023 og rak sig þá á vankanta bandarísks heilbrigðiskerfis. „Bréfið þitt er það fyrsta sem fær mig til að tárast. Ég er svo ótrúlega leiður yfir því sem þú og dóttir þín hafið þurft að þola glórulaust,“ skrifaði Mangione í bréfinu. Hann hét því síðan að hengja upp myndina af dótturinni í fangaklefanum sínum. Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Bandaríkin Fangelsismál Tengdar fréttir Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Lögregluþjónar sem handtóku Luigi Mangione, sem grunaður er um að hafa myrt forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, fundu í fórum hans stílabók. Þar hafði hann meðal annars skrifað um morðið, réttlætingu á því og hvernig hægt væri að framkvæma það. 11. desember 2024 14:23 Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, öskraði að fjölmiðlafólki þegar hann var leiddur fyrir dómara í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna í dag. 10. desember 2024 22:10 „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, leit á morðið sem táknræna athöfn til að ógna og ögra meintri spillingu og valdatafli. Þetta kemur fram í lögregluskýrslu sem New York Times hefur undir höndum. 10. desember 2024 19:31 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Mynd af bréfi frá Mangione til hjúkrunarfræðinemans E. Genevieve hefur farið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Myndin birtist upphaflega á kínverska miðlinum Rednote en fjölmagir Bandaríkjamenn flúðu þangað eftir að TikTok var lokað. „Rútínan mín felur í sér lestur, át á fullt af ramen, líkamsrækt og samveru með sambræðrum mínum hér. Við erum með skákkvöld á miðvikudögum sem er góð leið til gera sér eitthvað til dægrastyttingar,“ segir Mangione í bréfinu. Bréfið sem Luigi á að hafa sent til Genevieve er merkt tölvukerfi bandarísku fangelsismálastofnuninarinnar, TRULINCS. Hann fagnar því að hjúkrunarfræðineminn sé bókaormur og mælir með því að hún lesi bókina Self-Compassion: The Proven Power of Being Kind to Yourself eftir Kristinu Neff. Sú bók hafi hjálpað honum á fyrsta ári í háskóla (e. college). Greinilegt er að konan hefur gengið í gegnum einhverja erfiðleika og opnað sig við Mangione um þá en búið er að afmá upplýsingar um þá. „Ég skil þá tilfinningu að vilja stundum gefast upp. Að þræða manndómsárin getur verið erfitt en ég trúi því að við getum öll fundið leið okkar í gegnum þau,“ segir hann svo í bréfinu og óskar henni góðs gengis við útskrift. Snortinn vegna bréfs einstæðrar móður Mangione hefur lýst yfir sakleysi sínu í tengslum við morðið á Brian Thompson, fyrrverandi forstjóra UnitedHealthcare. Frá því hann var fangelsaður hafa honum borist þúsundir bréfa frá stuðningsmönnum og öðru áhugasömum. Fyrr í vikunni birti blaðamaðurinn Ashley Shelby mynd á Substack-síðunni „Bartleby on Trial“ af öðru bréfi sem Mangione sendi í desember til einstæðu móðurinnar. Hin 66 ára Karen hafði frétt af máli Mangione og ákveðið að senda honum bréf til að greina frá persónulegum efiðleikum sínum í samskiptum við tryggingafyrirtækið UnitedHealthcare. Hún hafi í marga mánuði staðið í stappi við tryggingafyrirtækið vegna veikinda dóttur hennar. Tryggingafyrirtækið hafi neitað að greiða fyrir meðferð handa dótturinni við því sem Karen lýsir sem „sjaldgæfum lífshættulegum sjúkdómi sem krefst stöðugrar umönnunar og læknismeðferðar.“ Bréf Mangione til Karenar. Dóttirin hafi í janúar 2024 verið lögð inn á spítala í 60 daga en UnitedHealthcare hafi þrátt fyrir það neitað að greiða fyrir lyfin sem dótturinni voru ávísuð. Það hafi tekið Karen marga mánuði að fá lyfin loksins greidd. Með bréfinu hafi fylgt mynd af dótturinni sem Karen lýsir sem „Stríðsmanna-Jesú“. Bréf Karenar snerti greinilega við Mangione sem þakkaði henni fyrir að deila með honum gremjunni gagnvart UnitedHealthcare. Mangione glímdi við hryggjarliðsskrið vegna Lymesjúkdóms árið 2023 og rak sig þá á vankanta bandarísks heilbrigðiskerfis. „Bréfið þitt er það fyrsta sem fær mig til að tárast. Ég er svo ótrúlega leiður yfir því sem þú og dóttir þín hafið þurft að þola glórulaust,“ skrifaði Mangione í bréfinu. Hann hét því síðan að hengja upp myndina af dótturinni í fangaklefanum sínum.
Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Bandaríkin Fangelsismál Tengdar fréttir Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Lögregluþjónar sem handtóku Luigi Mangione, sem grunaður er um að hafa myrt forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, fundu í fórum hans stílabók. Þar hafði hann meðal annars skrifað um morðið, réttlætingu á því og hvernig hægt væri að framkvæma það. 11. desember 2024 14:23 Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, öskraði að fjölmiðlafólki þegar hann var leiddur fyrir dómara í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna í dag. 10. desember 2024 22:10 „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, leit á morðið sem táknræna athöfn til að ógna og ögra meintri spillingu og valdatafli. Þetta kemur fram í lögregluskýrslu sem New York Times hefur undir höndum. 10. desember 2024 19:31 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Lögregluþjónar sem handtóku Luigi Mangione, sem grunaður er um að hafa myrt forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, fundu í fórum hans stílabók. Þar hafði hann meðal annars skrifað um morðið, réttlætingu á því og hvernig hægt væri að framkvæma það. 11. desember 2024 14:23
Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, öskraði að fjölmiðlafólki þegar hann var leiddur fyrir dómara í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna í dag. 10. desember 2024 22:10
„Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, leit á morðið sem táknræna athöfn til að ógna og ögra meintri spillingu og valdatafli. Þetta kemur fram í lögregluskýrslu sem New York Times hefur undir höndum. 10. desember 2024 19:31
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent