Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. mars 2025 13:50 Luigi Mangione í dómsal þann 21. febrúar vegna dómsmáls sem varðar morðið á Brian Thompson, forstjóra UnitedHealthcare. Mangione er sakaður um að myrða forstjórann. Getty Luigi Mangione, sem er grunaður um að hafa ráðið forstjóra UnitedHealthcare bana, hefur opnað sig um fangelsisvistina í bréfaskrifum við almenning. Hann fylgir ákveðinni rútínu, borðar núðlur, les og teflir við samfanga sína. Mynd af bréfi frá Mangione til hjúkrunarfræðinemans E. Genevieve hefur farið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Myndin birtist upphaflega á kínverska miðlinum Rednote en fjölmagir Bandaríkjamenn flúðu þangað eftir að TikTok var lokað. „Rútínan mín felur í sér lestur, át á fullt af ramen, líkamsrækt og samveru með sambræðrum mínum hér. Við erum með skákkvöld á miðvikudögum sem er góð leið til gera sér eitthvað til dægrastyttingar,“ segir Mangione í bréfinu. Bréfið sem Luigi á að hafa sent til Genevieve er merkt tölvukerfi bandarísku fangelsismálastofnuninarinnar, TRULINCS. Hann fagnar því að hjúkrunarfræðineminn sé bókaormur og mælir með því að hún lesi bókina Self-Compassion: The Proven Power of Being Kind to Yourself eftir Kristinu Neff. Sú bók hafi hjálpað honum á fyrsta ári í háskóla (e. college). Greinilegt er að konan hefur gengið í gegnum einhverja erfiðleika og opnað sig við Mangione um þá en búið er að afmá upplýsingar um þá. „Ég skil þá tilfinningu að vilja stundum gefast upp. Að þræða manndómsárin getur verið erfitt en ég trúi því að við getum öll fundið leið okkar í gegnum þau,“ segir hann svo í bréfinu og óskar henni góðs gengis við útskrift. Snortinn vegna bréfs einstæðrar móður Mangione hefur lýst yfir sakleysi sínu í tengslum við morðið á Brian Thompson, fyrrverandi forstjóra UnitedHealthcare. Frá því hann var fangelsaður hafa honum borist þúsundir bréfa frá stuðningsmönnum og öðru áhugasömum. Fyrr í vikunni birti blaðamaðurinn Ashley Shelby mynd á Substack-síðunni „Bartleby on Trial“ af öðru bréfi sem Mangione sendi í desember til einstæðu móðurinnar. Hin 66 ára Karen hafði frétt af máli Mangione og ákveðið að senda honum bréf til að greina frá persónulegum efiðleikum sínum í samskiptum við tryggingafyrirtækið UnitedHealthcare. Hún hafi í marga mánuði staðið í stappi við tryggingafyrirtækið vegna veikinda dóttur hennar. Tryggingafyrirtækið hafi neitað að greiða fyrir meðferð handa dótturinni við því sem Karen lýsir sem „sjaldgæfum lífshættulegum sjúkdómi sem krefst stöðugrar umönnunar og læknismeðferðar.“ Bréf Mangione til Karenar. Dóttirin hafi í janúar 2024 verið lögð inn á spítala í 60 daga en UnitedHealthcare hafi þrátt fyrir það neitað að greiða fyrir lyfin sem dótturinni voru ávísuð. Það hafi tekið Karen marga mánuði að fá lyfin loksins greidd. Með bréfinu hafi fylgt mynd af dótturinni sem Karen lýsir sem „Stríðsmanna-Jesú“. Bréf Karenar snerti greinilega við Mangione sem þakkaði henni fyrir að deila með honum gremjunni gagnvart UnitedHealthcare. Mangione glímdi við hryggjarliðsskrið vegna Lymesjúkdóms árið 2023 og rak sig þá á vankanta bandarísks heilbrigðiskerfis. „Bréfið þitt er það fyrsta sem fær mig til að tárast. Ég er svo ótrúlega leiður yfir því sem þú og dóttir þín hafið þurft að þola glórulaust,“ skrifaði Mangione í bréfinu. Hann hét því síðan að hengja upp myndina af dótturinni í fangaklefanum sínum. Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Bandaríkin Fangelsismál Tengdar fréttir Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Lögregluþjónar sem handtóku Luigi Mangione, sem grunaður er um að hafa myrt forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, fundu í fórum hans stílabók. Þar hafði hann meðal annars skrifað um morðið, réttlætingu á því og hvernig hægt væri að framkvæma það. 11. desember 2024 14:23 Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, öskraði að fjölmiðlafólki þegar hann var leiddur fyrir dómara í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna í dag. 10. desember 2024 22:10 „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, leit á morðið sem táknræna athöfn til að ógna og ögra meintri spillingu og valdatafli. Þetta kemur fram í lögregluskýrslu sem New York Times hefur undir höndum. 10. desember 2024 19:31 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Mynd af bréfi frá Mangione til hjúkrunarfræðinemans E. Genevieve hefur farið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Myndin birtist upphaflega á kínverska miðlinum Rednote en fjölmagir Bandaríkjamenn flúðu þangað eftir að TikTok var lokað. „Rútínan mín felur í sér lestur, át á fullt af ramen, líkamsrækt og samveru með sambræðrum mínum hér. Við erum með skákkvöld á miðvikudögum sem er góð leið til gera sér eitthvað til dægrastyttingar,“ segir Mangione í bréfinu. Bréfið sem Luigi á að hafa sent til Genevieve er merkt tölvukerfi bandarísku fangelsismálastofnuninarinnar, TRULINCS. Hann fagnar því að hjúkrunarfræðineminn sé bókaormur og mælir með því að hún lesi bókina Self-Compassion: The Proven Power of Being Kind to Yourself eftir Kristinu Neff. Sú bók hafi hjálpað honum á fyrsta ári í háskóla (e. college). Greinilegt er að konan hefur gengið í gegnum einhverja erfiðleika og opnað sig við Mangione um þá en búið er að afmá upplýsingar um þá. „Ég skil þá tilfinningu að vilja stundum gefast upp. Að þræða manndómsárin getur verið erfitt en ég trúi því að við getum öll fundið leið okkar í gegnum þau,“ segir hann svo í bréfinu og óskar henni góðs gengis við útskrift. Snortinn vegna bréfs einstæðrar móður Mangione hefur lýst yfir sakleysi sínu í tengslum við morðið á Brian Thompson, fyrrverandi forstjóra UnitedHealthcare. Frá því hann var fangelsaður hafa honum borist þúsundir bréfa frá stuðningsmönnum og öðru áhugasömum. Fyrr í vikunni birti blaðamaðurinn Ashley Shelby mynd á Substack-síðunni „Bartleby on Trial“ af öðru bréfi sem Mangione sendi í desember til einstæðu móðurinnar. Hin 66 ára Karen hafði frétt af máli Mangione og ákveðið að senda honum bréf til að greina frá persónulegum efiðleikum sínum í samskiptum við tryggingafyrirtækið UnitedHealthcare. Hún hafi í marga mánuði staðið í stappi við tryggingafyrirtækið vegna veikinda dóttur hennar. Tryggingafyrirtækið hafi neitað að greiða fyrir meðferð handa dótturinni við því sem Karen lýsir sem „sjaldgæfum lífshættulegum sjúkdómi sem krefst stöðugrar umönnunar og læknismeðferðar.“ Bréf Mangione til Karenar. Dóttirin hafi í janúar 2024 verið lögð inn á spítala í 60 daga en UnitedHealthcare hafi þrátt fyrir það neitað að greiða fyrir lyfin sem dótturinni voru ávísuð. Það hafi tekið Karen marga mánuði að fá lyfin loksins greidd. Með bréfinu hafi fylgt mynd af dótturinni sem Karen lýsir sem „Stríðsmanna-Jesú“. Bréf Karenar snerti greinilega við Mangione sem þakkaði henni fyrir að deila með honum gremjunni gagnvart UnitedHealthcare. Mangione glímdi við hryggjarliðsskrið vegna Lymesjúkdóms árið 2023 og rak sig þá á vankanta bandarísks heilbrigðiskerfis. „Bréfið þitt er það fyrsta sem fær mig til að tárast. Ég er svo ótrúlega leiður yfir því sem þú og dóttir þín hafið þurft að þola glórulaust,“ skrifaði Mangione í bréfinu. Hann hét því síðan að hengja upp myndina af dótturinni í fangaklefanum sínum.
Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Bandaríkin Fangelsismál Tengdar fréttir Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Lögregluþjónar sem handtóku Luigi Mangione, sem grunaður er um að hafa myrt forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, fundu í fórum hans stílabók. Þar hafði hann meðal annars skrifað um morðið, réttlætingu á því og hvernig hægt væri að framkvæma það. 11. desember 2024 14:23 Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, öskraði að fjölmiðlafólki þegar hann var leiddur fyrir dómara í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna í dag. 10. desember 2024 22:10 „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, leit á morðið sem táknræna athöfn til að ógna og ögra meintri spillingu og valdatafli. Þetta kemur fram í lögregluskýrslu sem New York Times hefur undir höndum. 10. desember 2024 19:31 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Lögregluþjónar sem handtóku Luigi Mangione, sem grunaður er um að hafa myrt forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, fundu í fórum hans stílabók. Þar hafði hann meðal annars skrifað um morðið, réttlætingu á því og hvernig hægt væri að framkvæma það. 11. desember 2024 14:23
Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, öskraði að fjölmiðlafólki þegar hann var leiddur fyrir dómara í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna í dag. 10. desember 2024 22:10
„Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, leit á morðið sem táknræna athöfn til að ógna og ögra meintri spillingu og valdatafli. Þetta kemur fram í lögregluskýrslu sem New York Times hefur undir höndum. 10. desember 2024 19:31