Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2025 09:31 Heimir Hallgrímsson er á leið í Þjóðadeildarumspil gegn Búlgaríu síðar í þessum mánuði. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Heimir Hallgrímsson var gestur í hinum vinsæla spjallþætti Late Late Show í írska sjónvarpinu í gærkvöld og svaraði þar fyrir sig eftir harkalega gagnrýni Stephen Bradley, þjálfara írska liðsins Shamrock Rovers. Heimir var í þættinum spurður út í mál sem á uppruna sinn í ummælum Eyjamannsins, sem nú þjálfar karlalandsliðs Íra, frá því í desember. Shamrock Rovers upplifði svipað ævintýri og Víkingur Reykjavík (eftir að hafa reyndar unnið einvígi liðanna síðasta sumar í undankeppni Meistaradeildar) og komst áfram úr deildakeppni Sambandsdeildar Evrópu í desember. Við það tilefni mun Heimir hafa sagt að vonandi yrði frammistaðan til þess að leikmenn Shamrock, sem til greina koma í írska landsliðið, fengju tækifæri í sterkari deild en þeirri írsku. Sakaður um „ótrúlega vanvirðingu“ Þetta fór alveg öfugt ofan í Bradley, þjálfara Shamrock, sem beið reyndar í tvo mánuði með að tjá sig en sagði í síðasta mánuði: „Við erum með landsliðsþjálfara sem er að segja mínum leikmönnum að fara svo að þeir eigi meiri möguleika á að spila fyrir Írland. Það er ótrúleg vanvirðing í garð minn og deildarinnar, og allra þeirra sem starfa dags daglega í þessari deild,“ sagði Bradley þá og taldi með ólíkindum að írskir blaðamenn skyldu ekki gera meira úr málinu. ‘I didn’t say that’ – Heimir Hallgrimsson responds to claims he encouraged Irish players to play in overseas leagues https://t.co/0kJD4gHhye— Irish Independent Sport (@IndoSport) March 8, 2025 En Heimir var sem sagt loks spurður út í málið í The Late Late Show í gær, þætti sem sýndur er á hverju föstudagskvöldi og hefur verið sýndur frá árinu 1962. Hann var þar gestur sem og fleiri Íslendingar því fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar, sem saknað hefur verið síðan hann hvarf í Dublin í febrúar 2019, var einnig í þættinum. „Við erum nú með tvo leikmenn úr Shamrock Rovers á listanum yfir þá leikmenn sem við ætlum að velja í komandi leiki við Búlgaríu, svo ég væri í mótsögn við sjálfan mig ef ég segði að menn þyrftu að vera að spila í annarri deild,“ sagði Heimir. Late Late debuts for our Head Coaches 😁👏#latelate pic.twitter.com/qVVho5SDJj— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) March 7, 2025 „Írska deildin er að taka miklum framförum. Það sem Shamrock Rovers gerði hefur haft jákvæð áhrif. Áhuginn eykst. Leikmenn og þjálfarar fá meiri athygli. Við verðum auðvitað að halda áfram að bæta okkur og vegna Brexit þá munu fleiri leikmenn halda kyrru fyrir og menn munu fá sína fyrstu landsleiki,“ sagði Heimir. Svona voru ummælin Ummæli Heimis sem Bradley var svo óánægður með, frá því í desember, snerust um það að írska deildin er sumardeild líkt og sú íslenska. Því er ekki verið að spila í henni í aðdraganda Þjóðadeildarumspilsins í þessum mánuði. Heimir sagði í desember: „Það væri auðveldara að velja þá ef þeir væru að spila reglulega áður en landsliðið kemur saman en ég er viss um að það er fullt af liðum í Evrópu að fylgjast með þeim og hugsa: Hverjir eru þessir náungar sem hafa náð svona langt og staðið sig svona vel í keppninni? Það er því eflaust verið að fylgjast vel með þessum leikmönnum svo að vonandi fá þeir breytingu á sínum ferli út frá þessum árangri.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Leitin að Jóni Þresti Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
Heimir var í þættinum spurður út í mál sem á uppruna sinn í ummælum Eyjamannsins, sem nú þjálfar karlalandsliðs Íra, frá því í desember. Shamrock Rovers upplifði svipað ævintýri og Víkingur Reykjavík (eftir að hafa reyndar unnið einvígi liðanna síðasta sumar í undankeppni Meistaradeildar) og komst áfram úr deildakeppni Sambandsdeildar Evrópu í desember. Við það tilefni mun Heimir hafa sagt að vonandi yrði frammistaðan til þess að leikmenn Shamrock, sem til greina koma í írska landsliðið, fengju tækifæri í sterkari deild en þeirri írsku. Sakaður um „ótrúlega vanvirðingu“ Þetta fór alveg öfugt ofan í Bradley, þjálfara Shamrock, sem beið reyndar í tvo mánuði með að tjá sig en sagði í síðasta mánuði: „Við erum með landsliðsþjálfara sem er að segja mínum leikmönnum að fara svo að þeir eigi meiri möguleika á að spila fyrir Írland. Það er ótrúleg vanvirðing í garð minn og deildarinnar, og allra þeirra sem starfa dags daglega í þessari deild,“ sagði Bradley þá og taldi með ólíkindum að írskir blaðamenn skyldu ekki gera meira úr málinu. ‘I didn’t say that’ – Heimir Hallgrimsson responds to claims he encouraged Irish players to play in overseas leagues https://t.co/0kJD4gHhye— Irish Independent Sport (@IndoSport) March 8, 2025 En Heimir var sem sagt loks spurður út í málið í The Late Late Show í gær, þætti sem sýndur er á hverju föstudagskvöldi og hefur verið sýndur frá árinu 1962. Hann var þar gestur sem og fleiri Íslendingar því fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar, sem saknað hefur verið síðan hann hvarf í Dublin í febrúar 2019, var einnig í þættinum. „Við erum nú með tvo leikmenn úr Shamrock Rovers á listanum yfir þá leikmenn sem við ætlum að velja í komandi leiki við Búlgaríu, svo ég væri í mótsögn við sjálfan mig ef ég segði að menn þyrftu að vera að spila í annarri deild,“ sagði Heimir. Late Late debuts for our Head Coaches 😁👏#latelate pic.twitter.com/qVVho5SDJj— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) March 7, 2025 „Írska deildin er að taka miklum framförum. Það sem Shamrock Rovers gerði hefur haft jákvæð áhrif. Áhuginn eykst. Leikmenn og þjálfarar fá meiri athygli. Við verðum auðvitað að halda áfram að bæta okkur og vegna Brexit þá munu fleiri leikmenn halda kyrru fyrir og menn munu fá sína fyrstu landsleiki,“ sagði Heimir. Svona voru ummælin Ummæli Heimis sem Bradley var svo óánægður með, frá því í desember, snerust um það að írska deildin er sumardeild líkt og sú íslenska. Því er ekki verið að spila í henni í aðdraganda Þjóðadeildarumspilsins í þessum mánuði. Heimir sagði í desember: „Það væri auðveldara að velja þá ef þeir væru að spila reglulega áður en landsliðið kemur saman en ég er viss um að það er fullt af liðum í Evrópu að fylgjast með þeim og hugsa: Hverjir eru þessir náungar sem hafa náð svona langt og staðið sig svona vel í keppninni? Það er því eflaust verið að fylgjast vel með þessum leikmönnum svo að vonandi fá þeir breytingu á sínum ferli út frá þessum árangri.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Leitin að Jóni Þresti Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira