Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar 7. mars 2025 12:46 Þú sem ert með ADHD. Þú sem ert mögulega með ADHD. Þú sem átt börn, maka eða ert í fjölskyldu með ADHD. Þú sem ert fagmaður eða kemur að umræðu um ADHD. Nú og kannski ekki síst þú, sem veist lítið eða ekkert um ADHD! Tilveran er nógu flókin fyrir flesta. Hraðinn, samfélagið, kröfurnar, samanburðurinn og allt það sem stöðugt er í umræðunni. Áður var lífið sennilega ekki auðveldara en líklega voru færri hlutir í hversdeginum, með mikið vægi. Allt til að komast af. Allskonar þróun og framfarir hafa átt sér stað síðustu áratugi og margt er breytt frá því sem var. Það er jafnvel oft erfitt að átta sig á breyttum veruleika, skilja og aðlagast. Samhliða breytingum læðist því gjarnan að okkur óttin við þær. ADHD er eitt af því sem er hluti af nútímanum en var ekki þekkt í gamla daga. Líkt og tækni nútímans sem við teljum raunverulega, líkt og annar heilsufarsvandi sem við teljum raunverulegan, er ADHD raunverulegt. Það er því í alvöru til fólk sem tekst á við tilveruna með ADHD. ADHD er stundum líkt við það að vera með magnara í heilanum þar sem skynjun, upplifanir, hugsanir, hegðunarviðbrögð, og tilfinningar eru oft á hærri skala en hjá öðrum. Það virðast líka vísbendingar um að allir þessir þættir séu í hærri skerpu sem getur komið fram í ofurfókus, ofurhugsunum, ofurviðbrögðum. Oft ofurhæfileikum. Við getum því kannski líkt ADHD taugakerfi við sportbíla sem eru snöggir upp í 100, með mikla snerpu, kraft og virkni. ADHD getur því verið mikill styrkleiki hjá fólki. Við hin getum dáðst að þessari hugrænu skerpu, virkni og litríku eiginleikum. Því flest erum við nefnilega ekki sportbílar. Það er þó meira krefjandi að fara hratt og búa yfir sprengikrafti. Það tekur meiri orku og allar aðstæður henta ekki. Það þarfnast líka mikillar þjálfunar að geta keyrt á ofurhraða og hættan við að fara út af er meiri en hjá þeim sem fer hægt. Þannig aukast líkur á meiðslum, slysum og ýmiskonar öðrum vanda sem getur fylgt. Að vera öðruvísi getur verið álag. Þegar vélin er öflug en nær ekki að njóta sín eða sýna styrkleika sína er hætta á að hún falli í skuggann og koðni niður. Afleiðingar þess að vera með ADHD taugakerfi geta verið margskonar og alvarlegar. Tíðni tilfinningavanda, sjálfsmyndarvanda, félagslegra áskorana, svefnvanda, líkamlegra veikinda, áfalla og álags í fjölskyldum hjá þessum sportbílum er há. Umræðan hérlendis um ADHD hefur verið nokkur síðustu ár. Mikið um lyf. Oft neikvæð. Við sem erum fagfólk og störfum með þessum litríku, en oft brotnu einstaklingum, erum stundum svekkt vegna neikvæðrar einhliða umræðu. Fordómanna sem þessi hópur og margir aðrir hópar með ósýnileg einkenni, verða fyrir. Við viljum blanda okkur í umræðuna og tala fyrir því að öll sjónarmið heyrist með áherslu á að vinna að lausnum. Það er sárt að horfa upp á aðgerðaleysi af ýmsum toga á sama tíma og við vitum hvað hægt er að gera. Í uppskriftabókum heilbrigðisstétta er skýrt hvaða innihaldsefni og aðferðir geta gagnast fólki með ADHD, hvaða aðstæður eru bestar, hvernig er best að læra á tilveruna með þessa krafta. Ein þessara bóka var endurútgefin og uppfærð af Embætti landlæknis árið 2023, og heitir Leiðbeiningar um vinnulag við greiningu og meðferð ADHD. Önnur kom út fyrir nokkrum vikum á vegum Heilbrigðisráðuneytisins og heitir Grænbók um stöðu ADHD mála á Íslandi. Innihaldsefnin sem gagnast fólki með ADHD eru margskonar og best ef þau blandast ágætlega saman. Aðferðirnar sem við beitum til að kenna, læra á og nota innihaldsefnin eru svo lykilatriði. Þetta er vel þekkt þegar við fylgjum uppskriftum almennt. Hérlendis stöndum við okkur ekki nógu vel í að fylgja þessum leiðbeiningum. Umræðan hefur mest verið um eitt innihaldsefni. Það er mikilvægt og skiptir oft miklu máli, lyfin. Önnur eru oft flóknari og fela það í sér að samfélagið aðlagist og taki tillit, að fólk með ADHD og aðstandendur þeirra, læri nýjar aðferðir til að takast á við þær áskoranir sem einkennunum fylgja. Þetta finnst flestum krefjandi. Aðgengi að viðtalsmeðferð sálfræðinga með sérþekkingu á ADHD og fylgiröskunum þess, er takmarkað vegna skorts á niðurgreiðslu þjónustunnar. Sú þjónusta er þó líklega með mun lægri verðmiða í stóra samhenginu, miðað við það að gera ekkert. Tilgangur þessara skrifa er að hvetja til uppbyggilegrar umræðu og að stjórnvöld, fagfólk og fólkið í samfélaginu okkar vinni saman að því að virkja leiðir til lausna. Mikilvægt er fyrir alla að geta fundið eigin styrkleika til sjálfshjálpar þegar þess þarf. Flestir vilja bjarga sér, fóta sig í lífinu, læra á áskoranirnar og viðhafa gagnleg bjargráð. Viðeigandi stuðningur og meðferð er lykilatriði í því samhengi. Hvort sem við erum með ADHD eða ekki. Öll með ADHD, greint, ógreint, börn, fullorðnir, fjölskyldur, fagfólk eða bara áhugasamir, -hjálpumst að við áskoranirnar svo styrkleikar þeirra sem eru með ADHD fái að njóta sín. Við munum svo í framhaldi uppskera skemmtilegri tilveru með þessum litríku sportbílum! Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði, framkvæmdastjóri Heilsu-og sálfræðiþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ADHD Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Þú sem ert með ADHD. Þú sem ert mögulega með ADHD. Þú sem átt börn, maka eða ert í fjölskyldu með ADHD. Þú sem ert fagmaður eða kemur að umræðu um ADHD. Nú og kannski ekki síst þú, sem veist lítið eða ekkert um ADHD! Tilveran er nógu flókin fyrir flesta. Hraðinn, samfélagið, kröfurnar, samanburðurinn og allt það sem stöðugt er í umræðunni. Áður var lífið sennilega ekki auðveldara en líklega voru færri hlutir í hversdeginum, með mikið vægi. Allt til að komast af. Allskonar þróun og framfarir hafa átt sér stað síðustu áratugi og margt er breytt frá því sem var. Það er jafnvel oft erfitt að átta sig á breyttum veruleika, skilja og aðlagast. Samhliða breytingum læðist því gjarnan að okkur óttin við þær. ADHD er eitt af því sem er hluti af nútímanum en var ekki þekkt í gamla daga. Líkt og tækni nútímans sem við teljum raunverulega, líkt og annar heilsufarsvandi sem við teljum raunverulegan, er ADHD raunverulegt. Það er því í alvöru til fólk sem tekst á við tilveruna með ADHD. ADHD er stundum líkt við það að vera með magnara í heilanum þar sem skynjun, upplifanir, hugsanir, hegðunarviðbrögð, og tilfinningar eru oft á hærri skala en hjá öðrum. Það virðast líka vísbendingar um að allir þessir þættir séu í hærri skerpu sem getur komið fram í ofurfókus, ofurhugsunum, ofurviðbrögðum. Oft ofurhæfileikum. Við getum því kannski líkt ADHD taugakerfi við sportbíla sem eru snöggir upp í 100, með mikla snerpu, kraft og virkni. ADHD getur því verið mikill styrkleiki hjá fólki. Við hin getum dáðst að þessari hugrænu skerpu, virkni og litríku eiginleikum. Því flest erum við nefnilega ekki sportbílar. Það er þó meira krefjandi að fara hratt og búa yfir sprengikrafti. Það tekur meiri orku og allar aðstæður henta ekki. Það þarfnast líka mikillar þjálfunar að geta keyrt á ofurhraða og hættan við að fara út af er meiri en hjá þeim sem fer hægt. Þannig aukast líkur á meiðslum, slysum og ýmiskonar öðrum vanda sem getur fylgt. Að vera öðruvísi getur verið álag. Þegar vélin er öflug en nær ekki að njóta sín eða sýna styrkleika sína er hætta á að hún falli í skuggann og koðni niður. Afleiðingar þess að vera með ADHD taugakerfi geta verið margskonar og alvarlegar. Tíðni tilfinningavanda, sjálfsmyndarvanda, félagslegra áskorana, svefnvanda, líkamlegra veikinda, áfalla og álags í fjölskyldum hjá þessum sportbílum er há. Umræðan hérlendis um ADHD hefur verið nokkur síðustu ár. Mikið um lyf. Oft neikvæð. Við sem erum fagfólk og störfum með þessum litríku, en oft brotnu einstaklingum, erum stundum svekkt vegna neikvæðrar einhliða umræðu. Fordómanna sem þessi hópur og margir aðrir hópar með ósýnileg einkenni, verða fyrir. Við viljum blanda okkur í umræðuna og tala fyrir því að öll sjónarmið heyrist með áherslu á að vinna að lausnum. Það er sárt að horfa upp á aðgerðaleysi af ýmsum toga á sama tíma og við vitum hvað hægt er að gera. Í uppskriftabókum heilbrigðisstétta er skýrt hvaða innihaldsefni og aðferðir geta gagnast fólki með ADHD, hvaða aðstæður eru bestar, hvernig er best að læra á tilveruna með þessa krafta. Ein þessara bóka var endurútgefin og uppfærð af Embætti landlæknis árið 2023, og heitir Leiðbeiningar um vinnulag við greiningu og meðferð ADHD. Önnur kom út fyrir nokkrum vikum á vegum Heilbrigðisráðuneytisins og heitir Grænbók um stöðu ADHD mála á Íslandi. Innihaldsefnin sem gagnast fólki með ADHD eru margskonar og best ef þau blandast ágætlega saman. Aðferðirnar sem við beitum til að kenna, læra á og nota innihaldsefnin eru svo lykilatriði. Þetta er vel þekkt þegar við fylgjum uppskriftum almennt. Hérlendis stöndum við okkur ekki nógu vel í að fylgja þessum leiðbeiningum. Umræðan hefur mest verið um eitt innihaldsefni. Það er mikilvægt og skiptir oft miklu máli, lyfin. Önnur eru oft flóknari og fela það í sér að samfélagið aðlagist og taki tillit, að fólk með ADHD og aðstandendur þeirra, læri nýjar aðferðir til að takast á við þær áskoranir sem einkennunum fylgja. Þetta finnst flestum krefjandi. Aðgengi að viðtalsmeðferð sálfræðinga með sérþekkingu á ADHD og fylgiröskunum þess, er takmarkað vegna skorts á niðurgreiðslu þjónustunnar. Sú þjónusta er þó líklega með mun lægri verðmiða í stóra samhenginu, miðað við það að gera ekkert. Tilgangur þessara skrifa er að hvetja til uppbyggilegrar umræðu og að stjórnvöld, fagfólk og fólkið í samfélaginu okkar vinni saman að því að virkja leiðir til lausna. Mikilvægt er fyrir alla að geta fundið eigin styrkleika til sjálfshjálpar þegar þess þarf. Flestir vilja bjarga sér, fóta sig í lífinu, læra á áskoranirnar og viðhafa gagnleg bjargráð. Viðeigandi stuðningur og meðferð er lykilatriði í því samhengi. Hvort sem við erum með ADHD eða ekki. Öll með ADHD, greint, ógreint, börn, fullorðnir, fjölskyldur, fagfólk eða bara áhugasamir, -hjálpumst að við áskoranirnar svo styrkleikar þeirra sem eru með ADHD fái að njóta sín. Við munum svo í framhaldi uppskera skemmtilegri tilveru með þessum litríku sportbílum! Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði, framkvæmdastjóri Heilsu-og sálfræðiþjónustunnar.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun