Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Árni Sæberg skrifar 7. mars 2025 11:39 Húsið var nánast myglað í gegn og rífa þurfti fleiri tonn af efni út úr því. Stöð 2 Hjón sem keyptu einbýlishús í Kópavogi árið 2017 fá engar skaðabætur úr hendi seljenda, þrátt fyrir að húsið hafi verið svo gott sem myglað í gegn. Ástæðan er einföld, krafa þeirra um bætur var allt of seint fram komin í málinu, rúmum fimm árum eftir afhendingu fasteignarinnar. Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem staðfesti í gær niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness um sýknu seljenda af öllum kröfum hjónanna. Fluttu út úr húsinu fimm árum eftir kaup Hjónin, Jóhanna Guðný Gylfadóttir og Þorgils Sigvaldason, sögðu söguna af fasteignakaupunum þættinum Gulli byggir á Stöð 2 í lok október í fyrra. Þar kom fram að þau hefðu flutt út úr húsinu árið 2022 eftir að altjón vegna myglu kom í ljós. „Þau Jóhanna og Þorgils þurftu að ráðast í margra milljóna framkvæmdir og gjörbreyta eigninni. Þau leituðu réttar síns en að lokum töpuðu dómsmáli við seljendur hússins en þau segja að það hafi í raun verið ónýtt fimmtán árum eftir byggingu,“ sagði í umfjöllun Vísis um þáttinn á sínum tíma. Fengu afslátt af kaupverðinu vegna galla Í dómi Landsréttar segir að málið eigi rætur sínar að rekja til samnings hjónanna og seljenda í mars 2017 um kaup á fasteigninni. Hjónin hafi fengið eignina afhenta í byrjun júní sama ár. Fljótlega hafi komið í ljós gallar á fasteigninni og samningsaðilar hafi gert með sér samkomulag af því tilefni um afslátt af kaupverði. Að sögn hjónanna hafi ekki liðið á löngu þar til þeim varð ljóst að verulegir vankantar væru á smíði hússins. Þannig hefðu komið fram rakaskemmdir sem hefðu ágerst með tímanum með þeim afleiðingum að þau hefðu flutt úr húsinu í lok maí 2022. Í málinu hafi hjónin krafist skaðabóta úr hendi seljenda vegna galla á fasteigninni og krafan hafi að meginstefnu til verið studd við niðurstöður matsgerðar dómkvadds matsmanns frá nóvember 2022, en þau hafi sett fram beiðni um dómkvaðningu um miðjan ágúst það ár og hún farið fram í byrjun september. Ótvírætt að húsið væri haldið göllum Í matsgerð sinni hafi matsmaður komist að þeirri niðurstöðu að ísetning glugga og uppsetning einangrunar hafi ekki samræmst kröfum byggingarreglugerðar, auk þess sem loftun á þaki hafi verið ábótavant vegna mistaka við byggingu hússins. Landsréttur staðfesti því þá niðurstöðu héraðsdóms að með matsgerðinni hafi hjónin sýnt fram á að fasteignin hafi verið haldin göllum í skilningi laga um fasteignakaup. Í hinum áfrýjaða dómi hafi verið lagt til grundvallar að seljendum hefði ekki verið tilkynnt um galla á eigninni innan sanngjarns frests eftir að hjónin urðu eða máttu verða vör við gallanna, samanber grein fasteignakaupalaga um hvers konar vanefndir af hálfu seljanda. Þá væri ljóst að þegar bréf var sent seljendum hefðu verið liðin rúmlega fimm ár frá afhendingu fasteignarinnar og réttur til að bera fyrir sig galla samkvæmt því niður fallinn samkvæmt afdráttarlausu orðalagi laganna. Í þeim segir að réttur til að senda tilkynningu um galla falli niður að liðnum fimm árum frá afhendingu fasteignar, nema seljandi hafi ábyrgst hana í lengri tíma. Með vísan til forsendna héraðsdóms væri þessi niðurstaða hans staðfest. Vændu seljanda um óheiðarleika Í dóminum segir að héraðsdómur hafi einnig byggt niðurstöðu sína um sýknu á því að ekki væru forsendur til þess að beita tilteknu ákvæði fasteignakaupalaga, sem kveður á um að seljandi geti ekki borið fyrir sig að tilkynning hafi verið send of seint ef hann hefur sýnt af sér stórkostlegt gáleysi eða framferði hans stríðir með öðrum hætti gegn heiðarleika og góðri trú. Hjónin hafi lagt fram ný gögn fyrir Landsrétt, nánar tiltekið ljósmyndir af húsinu að, sem að þeirra sögn hafi verið teknar í júlí 2013 og sýni skemmdir á múrverki á framhlið hússins og annarri hlið þess. Þessar skemmdir hafi ekki verið sjáanlegar við kaup þeirra á fasteigninni árið 2017. Um sé að ræða nákvæmlega sömu skemmdir og komið hafi fram síðar, en þær megi sjá á ljósmynd sem tekin hafi verið árið 2019. Hjónin hafi haldið því fram að þetta sýndi og sannaði að gallarnir, sem í grunninn væru sömu gallarnir og staðfestir væru í matsgerð, hefðu komið fram áður og að framburður annars seljanda fyrir héraðsdómi um annað væri því rangur. Viðgerðirnar hafi ekki tengst göllunum Í dóminum segir að í aðilaskýrslu fyrir Landsrétti hafi seljandinn sem um ræðir hér að fram greint svo frá að húsið hafi verið málað árið 2013. Umræddar myndir frá því ári sýni að málning hafi á blettum verið farin að flagna af framhlið hússins og annarri hlið þess þar sem rigningar gætir hvað mest. Hafi málningin misst viðloðun og flagnað af á þessum stöðum. Fagmaður sem hann hafi leitað til hafi gefið þá skýringu á þessu að undirefni hafi líklega ekki verið borið nægilega vel á áður en húsið var málað. Laus málning hafi verið fjarlægð, undirlagið grunnað og síðan málað yfir. Ekki hafi borið á þessu aftur. Þá hafi ekki þurft að ráðast í múrviðgerðir vegna þessa og þetta hefðu verið einu viðgerðirnar sem framkvæmdar hefðu verið utanhúss allt þar til hjónin fengu húsið afhent. Í skýrslu hins seljandans fyrir Landsrétti hafi ekkert annað komið fram um þetta. Þá hafi seljendur sagst ekki hafa fundið fyrir raka í húsinu á meðan þeir bjuggu í því. „Ekki verður séð að þær viðgerðir á húsinu sem áfrýjendur réðust í árið 2019 og vísað er til hér að framan hafi nokkuð með þá galla á eigninni að gera sem staðfestir eru í fyrirliggjandi matsgerð og krafa þeirra um skaðabætur tekur til.“ Að þessu gættu og með vísan til forsendna héraðsdóms yrði ekki fallist á að áðurnefnt ákvæði fasteignakaupalaga stæði í vegi fyrir því að litið yrði svo á að kaupendur hafi glatað rétti til að bera fyrir sig vanefnd. Því var dómur héraðsdóms um sýknu seljenda staðfestur. Málskostnaður var látinn niður falla milli aðila á báðum dómstigum. Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Dómsmál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem staðfesti í gær niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness um sýknu seljenda af öllum kröfum hjónanna. Fluttu út úr húsinu fimm árum eftir kaup Hjónin, Jóhanna Guðný Gylfadóttir og Þorgils Sigvaldason, sögðu söguna af fasteignakaupunum þættinum Gulli byggir á Stöð 2 í lok október í fyrra. Þar kom fram að þau hefðu flutt út úr húsinu árið 2022 eftir að altjón vegna myglu kom í ljós. „Þau Jóhanna og Þorgils þurftu að ráðast í margra milljóna framkvæmdir og gjörbreyta eigninni. Þau leituðu réttar síns en að lokum töpuðu dómsmáli við seljendur hússins en þau segja að það hafi í raun verið ónýtt fimmtán árum eftir byggingu,“ sagði í umfjöllun Vísis um þáttinn á sínum tíma. Fengu afslátt af kaupverðinu vegna galla Í dómi Landsréttar segir að málið eigi rætur sínar að rekja til samnings hjónanna og seljenda í mars 2017 um kaup á fasteigninni. Hjónin hafi fengið eignina afhenta í byrjun júní sama ár. Fljótlega hafi komið í ljós gallar á fasteigninni og samningsaðilar hafi gert með sér samkomulag af því tilefni um afslátt af kaupverði. Að sögn hjónanna hafi ekki liðið á löngu þar til þeim varð ljóst að verulegir vankantar væru á smíði hússins. Þannig hefðu komið fram rakaskemmdir sem hefðu ágerst með tímanum með þeim afleiðingum að þau hefðu flutt úr húsinu í lok maí 2022. Í málinu hafi hjónin krafist skaðabóta úr hendi seljenda vegna galla á fasteigninni og krafan hafi að meginstefnu til verið studd við niðurstöður matsgerðar dómkvadds matsmanns frá nóvember 2022, en þau hafi sett fram beiðni um dómkvaðningu um miðjan ágúst það ár og hún farið fram í byrjun september. Ótvírætt að húsið væri haldið göllum Í matsgerð sinni hafi matsmaður komist að þeirri niðurstöðu að ísetning glugga og uppsetning einangrunar hafi ekki samræmst kröfum byggingarreglugerðar, auk þess sem loftun á þaki hafi verið ábótavant vegna mistaka við byggingu hússins. Landsréttur staðfesti því þá niðurstöðu héraðsdóms að með matsgerðinni hafi hjónin sýnt fram á að fasteignin hafi verið haldin göllum í skilningi laga um fasteignakaup. Í hinum áfrýjaða dómi hafi verið lagt til grundvallar að seljendum hefði ekki verið tilkynnt um galla á eigninni innan sanngjarns frests eftir að hjónin urðu eða máttu verða vör við gallanna, samanber grein fasteignakaupalaga um hvers konar vanefndir af hálfu seljanda. Þá væri ljóst að þegar bréf var sent seljendum hefðu verið liðin rúmlega fimm ár frá afhendingu fasteignarinnar og réttur til að bera fyrir sig galla samkvæmt því niður fallinn samkvæmt afdráttarlausu orðalagi laganna. Í þeim segir að réttur til að senda tilkynningu um galla falli niður að liðnum fimm árum frá afhendingu fasteignar, nema seljandi hafi ábyrgst hana í lengri tíma. Með vísan til forsendna héraðsdóms væri þessi niðurstaða hans staðfest. Vændu seljanda um óheiðarleika Í dóminum segir að héraðsdómur hafi einnig byggt niðurstöðu sína um sýknu á því að ekki væru forsendur til þess að beita tilteknu ákvæði fasteignakaupalaga, sem kveður á um að seljandi geti ekki borið fyrir sig að tilkynning hafi verið send of seint ef hann hefur sýnt af sér stórkostlegt gáleysi eða framferði hans stríðir með öðrum hætti gegn heiðarleika og góðri trú. Hjónin hafi lagt fram ný gögn fyrir Landsrétt, nánar tiltekið ljósmyndir af húsinu að, sem að þeirra sögn hafi verið teknar í júlí 2013 og sýni skemmdir á múrverki á framhlið hússins og annarri hlið þess. Þessar skemmdir hafi ekki verið sjáanlegar við kaup þeirra á fasteigninni árið 2017. Um sé að ræða nákvæmlega sömu skemmdir og komið hafi fram síðar, en þær megi sjá á ljósmynd sem tekin hafi verið árið 2019. Hjónin hafi haldið því fram að þetta sýndi og sannaði að gallarnir, sem í grunninn væru sömu gallarnir og staðfestir væru í matsgerð, hefðu komið fram áður og að framburður annars seljanda fyrir héraðsdómi um annað væri því rangur. Viðgerðirnar hafi ekki tengst göllunum Í dóminum segir að í aðilaskýrslu fyrir Landsrétti hafi seljandinn sem um ræðir hér að fram greint svo frá að húsið hafi verið málað árið 2013. Umræddar myndir frá því ári sýni að málning hafi á blettum verið farin að flagna af framhlið hússins og annarri hlið þess þar sem rigningar gætir hvað mest. Hafi málningin misst viðloðun og flagnað af á þessum stöðum. Fagmaður sem hann hafi leitað til hafi gefið þá skýringu á þessu að undirefni hafi líklega ekki verið borið nægilega vel á áður en húsið var málað. Laus málning hafi verið fjarlægð, undirlagið grunnað og síðan málað yfir. Ekki hafi borið á þessu aftur. Þá hafi ekki þurft að ráðast í múrviðgerðir vegna þessa og þetta hefðu verið einu viðgerðirnar sem framkvæmdar hefðu verið utanhúss allt þar til hjónin fengu húsið afhent. Í skýrslu hins seljandans fyrir Landsrétti hafi ekkert annað komið fram um þetta. Þá hafi seljendur sagst ekki hafa fundið fyrir raka í húsinu á meðan þeir bjuggu í því. „Ekki verður séð að þær viðgerðir á húsinu sem áfrýjendur réðust í árið 2019 og vísað er til hér að framan hafi nokkuð með þá galla á eigninni að gera sem staðfestir eru í fyrirliggjandi matsgerð og krafa þeirra um skaðabætur tekur til.“ Að þessu gættu og með vísan til forsendna héraðsdóms yrði ekki fallist á að áðurnefnt ákvæði fasteignakaupalaga stæði í vegi fyrir því að litið yrði svo á að kaupendur hafi glatað rétti til að bera fyrir sig vanefnd. Því var dómur héraðsdóms um sýknu seljenda staðfestur. Málskostnaður var látinn niður falla milli aðila á báðum dómstigum.
Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Dómsmál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent