Um ábyrgð sveitarstjórna gagnvart almannahagsmunum Skírnir Garðarsson skrifar 7. mars 2025 11:02 Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum, til farar um land og vötn. Þannig eru nú lög um náttúruvernd og almannahagsmuni borgaranna, sett til að tryggja rétt almennings til frjálsra ferða án þess að eiga á hættu að fá á sig hótanir um lögregluaðgerðir. Ef hins vegar sveitarstjórar, oddvitar eða aðrir heimamenn tak þátt í að hamla og tálma almenningi ferðir um landið er hætta á ferðum. Svoleiðis hegðun hlýtur að teljast brot á almennum hegningarlögum, 225 grein, (brot gegn frjálsræði manna). Þetta hlýtur einnig að teljast brot á lögum nr. 60, 10. apríl 2013 (um almannarétt og náttúruvernd). Undanfarin ár hafa heilu jarðirnar, oft með vatns- eða veiðiréttindum, komist í eigu fjárfesta, útlendra auðmanna, eða braskara. Þá eru oftar en ekki settir upp hengilásar, skilti og jafnvel öryggismyndavélar, til þess eins að fæla sauðsvartann almenning frá, því slíku liði er illa við að borgarar landsins séu að þvælast um. Sums staðar hafa heimamenn, jafnvel sveitarstjórarnir sjálfir, tekið þátt í undirlægjuháttinum, því ekki má styggja þá sem ríkir eru af peningum eða jarðnæði, það er gömul saga og ný. Einni undantekningu man ég þó eftir þegar sveitarstjóri Mýrdalshrepps lét hafa eftir sér að hann gæti ómögulega borið virðingu fyrir útlendum auðmanni sem keypt hafði upp heila jörð í Mýrdalnum og hafði sá formlega óskað eftir því að fá að hafa hana í friði, en á landi auðjöfursins eru mikil vatns- og veiðiréttindi. Rök sveitarstjórans voru skýr, "hvernig á maður að bera virðingu fyrir einhverjum sem maður hefur aldrei séð?. Sveitarstjóri Mýrdalshrepps á þakkir inni hjá mér og öðrum vegna þess arna. Sömu sögu er ekki að segja um oddvita tveggja sveita fyrir vestan norðan, nefnilega Dalabyggðar og Langanesbyggðar, en báðir hafa sýnd af sér hreinan undirlæjuhátt gagnvart frekjudöllum sem hafa horn í síðu almennings. Rök oddvitanna eru "að braskararnir verði í skjóli auðs síns að hafa sína hentisemi" og að þeir "verði að fá að hafa sínar skoðanir í friði", eins og oddviti Langanesbyggðar orðar það snilldarlega í skilaboðum til undirritaðs nýverið. Svona lagað gengur ekki og má segja að þarna sé um að ræða algert rugl, en svona pótindátar eru náttúrulega bara að sýna almenningi köldu hliðina. Ég hvet almenning til að kynna sér réttindi sín og fara að dæmi sveitarstjóra Mýrdalshrepps, sem reyndar er einhver sá óhræddasti og beinskeyttasti sveitarstjórnarmaður sem ég veit að nefna. Góða ferð um lönd og strönd góðir hálsar. Höfundur er prestur og áhugamaður um útivist, (þó ekki strangar fjallgöngur). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum, til farar um land og vötn. Þannig eru nú lög um náttúruvernd og almannahagsmuni borgaranna, sett til að tryggja rétt almennings til frjálsra ferða án þess að eiga á hættu að fá á sig hótanir um lögregluaðgerðir. Ef hins vegar sveitarstjórar, oddvitar eða aðrir heimamenn tak þátt í að hamla og tálma almenningi ferðir um landið er hætta á ferðum. Svoleiðis hegðun hlýtur að teljast brot á almennum hegningarlögum, 225 grein, (brot gegn frjálsræði manna). Þetta hlýtur einnig að teljast brot á lögum nr. 60, 10. apríl 2013 (um almannarétt og náttúruvernd). Undanfarin ár hafa heilu jarðirnar, oft með vatns- eða veiðiréttindum, komist í eigu fjárfesta, útlendra auðmanna, eða braskara. Þá eru oftar en ekki settir upp hengilásar, skilti og jafnvel öryggismyndavélar, til þess eins að fæla sauðsvartann almenning frá, því slíku liði er illa við að borgarar landsins séu að þvælast um. Sums staðar hafa heimamenn, jafnvel sveitarstjórarnir sjálfir, tekið þátt í undirlægjuháttinum, því ekki má styggja þá sem ríkir eru af peningum eða jarðnæði, það er gömul saga og ný. Einni undantekningu man ég þó eftir þegar sveitarstjóri Mýrdalshrepps lét hafa eftir sér að hann gæti ómögulega borið virðingu fyrir útlendum auðmanni sem keypt hafði upp heila jörð í Mýrdalnum og hafði sá formlega óskað eftir því að fá að hafa hana í friði, en á landi auðjöfursins eru mikil vatns- og veiðiréttindi. Rök sveitarstjórans voru skýr, "hvernig á maður að bera virðingu fyrir einhverjum sem maður hefur aldrei séð?. Sveitarstjóri Mýrdalshrepps á þakkir inni hjá mér og öðrum vegna þess arna. Sömu sögu er ekki að segja um oddvita tveggja sveita fyrir vestan norðan, nefnilega Dalabyggðar og Langanesbyggðar, en báðir hafa sýnd af sér hreinan undirlæjuhátt gagnvart frekjudöllum sem hafa horn í síðu almennings. Rök oddvitanna eru "að braskararnir verði í skjóli auðs síns að hafa sína hentisemi" og að þeir "verði að fá að hafa sínar skoðanir í friði", eins og oddviti Langanesbyggðar orðar það snilldarlega í skilaboðum til undirritaðs nýverið. Svona lagað gengur ekki og má segja að þarna sé um að ræða algert rugl, en svona pótindátar eru náttúrulega bara að sýna almenningi köldu hliðina. Ég hvet almenning til að kynna sér réttindi sín og fara að dæmi sveitarstjóra Mýrdalshrepps, sem reyndar er einhver sá óhræddasti og beinskeyttasti sveitarstjórnarmaður sem ég veit að nefna. Góða ferð um lönd og strönd góðir hálsar. Höfundur er prestur og áhugamaður um útivist, (þó ekki strangar fjallgöngur).
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar