Bjóðum íslenskuna fram Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 7. mars 2025 09:32 Við Íslendingar höfum ávallt verið talin gestrisin þjóð, tökum vel á móti fólki og leggjum okkur fram við að sýna okkar bestu hliðar og draga fram úr búrinu þau bestu föng sem völ er á. Það fáum við að heyra frá þeim sem sækja okkur heim, erlendir gestir flykkjast hingað og dásama þjóð og land. Nýlega fór íbúatalan hér á landi yfir 400 þúsund og þar af eru 80 þúsund með erlent ríkisfang eða um 20%. Um síðustu aldarmót bjuggu á Íslandi 280 þúsund manns og aðeins örfá prósent af erlendu þjóðerni. Við getum með sanni sagt að Ísland hafi aðdráttarafl og sé samkeppnishæft land sem fólk horfir til þegar það velur sér búsetu. Það er ánægjuefni enda erum við þjóð meðal þjóða og viljum búa í frjálsu landi og teljum að fjölmenning auðgi bæði mannlíf og atvinnulíf hér á landi. Það sem við höfum upp á að bjóða er fallegt land, heilbrigt samfélag, öflugt velferðar- og menntakerfi, falleg náttúra og svo er það íslenskan. Berum íslenskuna á borð Það að flytja til annars lands í nýtt málumhverfi er áskorun. Að læra nýtt tungumál ásamt því að aðlaga sig breyttu umhverfi er áskorun. Íslendingar hafa upp til hópa viljað halda í gestrisni þjóðarsálarinnar og verið fljótir að svara gestum og nýbúum á ensku, jafnvel þrátt fyrir að viðkomandi sé alls ekki enskumælandi, en enskan má heita útbreitt tungumál. Við virðumst vera svo sannfærð um að það sé svo erfitt að læra málið að það sé ókurteisi að bjóða það fram. Íslenska er þjóðtunga Íslendinga og opinbert mál samkvæmt lögum um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls. Það er á ábyrgð stjórnvalda og okkar að unnt sé að nota hana á öllum sviðum íslensks samfélags. Íslenskan gegnir veigamiklu samfélagslegu hlutverki og því mikilvægt að allir íbúar landsins hafi tækifæri til að geta tjáð sig á henni, því umræða og þjóðmál eru að mestu leyti á íslensku. Það er því á ábyrgð okkar sem kunnum tungumálið og okkar sem lifum í þessu málumhverfi að miðla málinu til nýbúa sem eru að fóta sig í samfélaginu. Almannakennari Við verðum að axla ábyrgð, við erum öll almennakennarar. Tungumál lærist með því að iðka það. Nú búum við í breyttum veruleika og fólk með annað móðurmál en íslensku er nú stór hluti samfélagsins. Við gerumst almannakennarar með því að tala íslensku, sýna þolinmæli, hlusta og endurtaka. Það er líka okkar að auka meðvitund og virkni samfélagsins við að hjálpa fólki við máltileinkun íslenskunnar. Áfram er það réttur fólks að geta nýtt sitt móðurmál þegar það er að ná fram persónulegum réttindum til að mynda í heilbrigðiskerfinu og í samskiptum við stofnanir. Gefum íslensku séns ! Höfundur er verkefnastjóri Gefum íslensku séns á Ísafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Íslensk tunga Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum ávallt verið talin gestrisin þjóð, tökum vel á móti fólki og leggjum okkur fram við að sýna okkar bestu hliðar og draga fram úr búrinu þau bestu föng sem völ er á. Það fáum við að heyra frá þeim sem sækja okkur heim, erlendir gestir flykkjast hingað og dásama þjóð og land. Nýlega fór íbúatalan hér á landi yfir 400 þúsund og þar af eru 80 þúsund með erlent ríkisfang eða um 20%. Um síðustu aldarmót bjuggu á Íslandi 280 þúsund manns og aðeins örfá prósent af erlendu þjóðerni. Við getum með sanni sagt að Ísland hafi aðdráttarafl og sé samkeppnishæft land sem fólk horfir til þegar það velur sér búsetu. Það er ánægjuefni enda erum við þjóð meðal þjóða og viljum búa í frjálsu landi og teljum að fjölmenning auðgi bæði mannlíf og atvinnulíf hér á landi. Það sem við höfum upp á að bjóða er fallegt land, heilbrigt samfélag, öflugt velferðar- og menntakerfi, falleg náttúra og svo er það íslenskan. Berum íslenskuna á borð Það að flytja til annars lands í nýtt málumhverfi er áskorun. Að læra nýtt tungumál ásamt því að aðlaga sig breyttu umhverfi er áskorun. Íslendingar hafa upp til hópa viljað halda í gestrisni þjóðarsálarinnar og verið fljótir að svara gestum og nýbúum á ensku, jafnvel þrátt fyrir að viðkomandi sé alls ekki enskumælandi, en enskan má heita útbreitt tungumál. Við virðumst vera svo sannfærð um að það sé svo erfitt að læra málið að það sé ókurteisi að bjóða það fram. Íslenska er þjóðtunga Íslendinga og opinbert mál samkvæmt lögum um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls. Það er á ábyrgð stjórnvalda og okkar að unnt sé að nota hana á öllum sviðum íslensks samfélags. Íslenskan gegnir veigamiklu samfélagslegu hlutverki og því mikilvægt að allir íbúar landsins hafi tækifæri til að geta tjáð sig á henni, því umræða og þjóðmál eru að mestu leyti á íslensku. Það er því á ábyrgð okkar sem kunnum tungumálið og okkar sem lifum í þessu málumhverfi að miðla málinu til nýbúa sem eru að fóta sig í samfélaginu. Almannakennari Við verðum að axla ábyrgð, við erum öll almennakennarar. Tungumál lærist með því að iðka það. Nú búum við í breyttum veruleika og fólk með annað móðurmál en íslensku er nú stór hluti samfélagsins. Við gerumst almannakennarar með því að tala íslensku, sýna þolinmæli, hlusta og endurtaka. Það er líka okkar að auka meðvitund og virkni samfélagsins við að hjálpa fólki við máltileinkun íslenskunnar. Áfram er það réttur fólks að geta nýtt sitt móðurmál þegar það er að ná fram persónulegum réttindum til að mynda í heilbrigðiskerfinu og í samskiptum við stofnanir. Gefum íslensku séns ! Höfundur er verkefnastjóri Gefum íslensku séns á Ísafirði.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun