Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Siggeir Ævarsson skrifar 6. mars 2025 20:53 ÍR-ingurinn Jacob Falko sendir boltann á félaga sinn í leik ÍR og KR í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Það var sannkallaður Reykjavíkurstórslagur í Skógarselinu í kvöld þegar KR-ingar sóttu ÍR heim en bæði lið eru í harði baráttu um síðustu sætin í úrslitakeppninni, eins og reyndar svo að segja öll liðin í 5. – 10. sæti í deildinni. ÍR-ingar áttu þó örlítið meiri hagsmuna að gæta í kvöld enda í 10. sætinu og hófu leikinn af mikilli sannfæringu og komust í 7-2. KR-ingar voru þó fljótir að rétta sinn leik af og voru mun meira sannfærandi í sínum aðgerðum eftir því sem leið á leikhlutann og leiddu að honum loknum 23-31. Annar leikhluti einkenndist svo af miklum barningi sem hentar ÍR sennilega aðeins betur en KR en gestirnir skoruðu aðeins 13 stig í leikhlutanum og voru heimamenn því komnir með fjögurra stiga forskot í hálfleik, 48-44. Leikurinn var meira og minna í járnum eftir þetta þar til ÍR-ingar náðu upp átta stig forskoti nánast í einni bunu í fjórða leikhluta en KR-ingar voru þó ekki á þeim buxunum að gefast upp og minnkuðu muninn og komust svo þremur stigum yfir, 88-91, þegar sléttar þrjár mínútur voru á klukkunni. Baráttan hélt áfram allt til síðasta blóðdropa eða þar umbil og það var boðið upp á ótrúlegar senur og dramatík í lokin en Collin Pryor tryggði ÍR eins stigs sigur með körfu eftir sóknarfrákast þar sem Kavas hafði klikkað úr víti. KR fékk tvö góð færi til að taka sigurinn en brenndi af báðum. Bónus-deild karla ÍR KR
Það var sannkallaður Reykjavíkurstórslagur í Skógarselinu í kvöld þegar KR-ingar sóttu ÍR heim en bæði lið eru í harði baráttu um síðustu sætin í úrslitakeppninni, eins og reyndar svo að segja öll liðin í 5. – 10. sæti í deildinni. ÍR-ingar áttu þó örlítið meiri hagsmuna að gæta í kvöld enda í 10. sætinu og hófu leikinn af mikilli sannfæringu og komust í 7-2. KR-ingar voru þó fljótir að rétta sinn leik af og voru mun meira sannfærandi í sínum aðgerðum eftir því sem leið á leikhlutann og leiddu að honum loknum 23-31. Annar leikhluti einkenndist svo af miklum barningi sem hentar ÍR sennilega aðeins betur en KR en gestirnir skoruðu aðeins 13 stig í leikhlutanum og voru heimamenn því komnir með fjögurra stiga forskot í hálfleik, 48-44. Leikurinn var meira og minna í járnum eftir þetta þar til ÍR-ingar náðu upp átta stig forskoti nánast í einni bunu í fjórða leikhluta en KR-ingar voru þó ekki á þeim buxunum að gefast upp og minnkuðu muninn og komust svo þremur stigum yfir, 88-91, þegar sléttar þrjár mínútur voru á klukkunni. Baráttan hélt áfram allt til síðasta blóðdropa eða þar umbil og það var boðið upp á ótrúlegar senur og dramatík í lokin en Collin Pryor tryggði ÍR eins stigs sigur með körfu eftir sóknarfrákast þar sem Kavas hafði klikkað úr víti. KR fékk tvö góð færi til að taka sigurinn en brenndi af báðum.