Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Sindri Sverrisson skrifar 6. mars 2025 09:01 Paulo Fonseca virtist hreinlega ætla að skalla dómarann. AFP/JEFF PACHOUD Paulo Fonseca, hinn portúgalski stjóri Lyon, var í gær úrskurðaður í níu mánaða bann frá frönskum fótbolta. Fyrstu sjö mánuðina má hann ekki einu sinni koma inn í búningsklefa liðsins. Fonseca fékk að líta rauða spjaldið í 2-1 sigri Lyon gegn Brest á sunnudaginn. Hann varð afar reiður og öskraði á dómarann Benoit Millot auk þess að fara með enni sitt í enni dómarans. INSANE head-loss from #Lyon manager Paolo #Fonseca !🤯 He is now facing a potential 7 MONTH ban!pic.twitter.com/1bCQUe9E7a— 101 Great Goals (@101greatgoals) March 3, 2025 Í yfirlýsingu samtaka frönsku atvinnumannadeildanna segir að fram til 30. nóvember megi Fonseca ekki vera á varamannabekk Lyon, koma nálægt dómaraherberginu eða sinna neinum opinberum störfum í tengslum við leiki liðsins. Fram til 15. september má hann ekki koma inn í búningsklefa eigin liðs. Tekið er fram að það sé sérstaklega litið alvarlegum augum að þjálfari, lærifaðir leikmanna, hagi sér með þeim hætti sem Fonseca gerði. Eiga að spila í kvöld L‘Equipe segir að málið sé einstakt í Frakklandi. Aldrei í sögu efstu deildar hafi þjálfari misst sig jafnsvakalega og Fonseca gerði, og að sama skapi hafi aldrei fallið svo þungur dómur vegna svona máls. Bannið gæti tekið gildi í alþjóðlegum keppnum því eins og L‘Equipe hefur bent á gæti málinu verið vísað áfram til UEFA eða FIFA. Næsti leikur Lyon er einmitt í alþjóðlegri keppni, eða gegn FCSB í Rúmeníu í kvöld, í Evrópudeildinni. Íhuga að áfrýja Í yfirlýsingu frá Lyon er lýst yfir áhyggjum af því hve þung refsingin sé og hve hratt málið hafi verið afgreitt. „Í ljósi þess hvernig refsingin virðist hafa verið ákveðin út frá þeirri neikvæðu umræðu sem hefur verið varðandi dómgæslu í Frakklandi, þá tilkynnist að [Lyon] skoðar nú allar hliðar á mögulegri áfrýjun,“ segir í yfirlýsingu Lyon. Sjálfur hefur Fonseca beðist afsökunar. „Ég vil bara segja að ég er miður mín yfir því sem ég gerði. Ég hefði ekki átt að gera þetta. Kannski gerum við hluti sem eru rangir. Mér þykir fyrir þessu,“ sagði Fonseca við DAZN. Fonseca missti sig vegna vítaspyrnudóms sem reyndar var svo á endanum dreginn til baka eftir skoðun í varsjá. Franski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Sjá meira
Fonseca fékk að líta rauða spjaldið í 2-1 sigri Lyon gegn Brest á sunnudaginn. Hann varð afar reiður og öskraði á dómarann Benoit Millot auk þess að fara með enni sitt í enni dómarans. INSANE head-loss from #Lyon manager Paolo #Fonseca !🤯 He is now facing a potential 7 MONTH ban!pic.twitter.com/1bCQUe9E7a— 101 Great Goals (@101greatgoals) March 3, 2025 Í yfirlýsingu samtaka frönsku atvinnumannadeildanna segir að fram til 30. nóvember megi Fonseca ekki vera á varamannabekk Lyon, koma nálægt dómaraherberginu eða sinna neinum opinberum störfum í tengslum við leiki liðsins. Fram til 15. september má hann ekki koma inn í búningsklefa eigin liðs. Tekið er fram að það sé sérstaklega litið alvarlegum augum að þjálfari, lærifaðir leikmanna, hagi sér með þeim hætti sem Fonseca gerði. Eiga að spila í kvöld L‘Equipe segir að málið sé einstakt í Frakklandi. Aldrei í sögu efstu deildar hafi þjálfari misst sig jafnsvakalega og Fonseca gerði, og að sama skapi hafi aldrei fallið svo þungur dómur vegna svona máls. Bannið gæti tekið gildi í alþjóðlegum keppnum því eins og L‘Equipe hefur bent á gæti málinu verið vísað áfram til UEFA eða FIFA. Næsti leikur Lyon er einmitt í alþjóðlegri keppni, eða gegn FCSB í Rúmeníu í kvöld, í Evrópudeildinni. Íhuga að áfrýja Í yfirlýsingu frá Lyon er lýst yfir áhyggjum af því hve þung refsingin sé og hve hratt málið hafi verið afgreitt. „Í ljósi þess hvernig refsingin virðist hafa verið ákveðin út frá þeirri neikvæðu umræðu sem hefur verið varðandi dómgæslu í Frakklandi, þá tilkynnist að [Lyon] skoðar nú allar hliðar á mögulegri áfrýjun,“ segir í yfirlýsingu Lyon. Sjálfur hefur Fonseca beðist afsökunar. „Ég vil bara segja að ég er miður mín yfir því sem ég gerði. Ég hefði ekki átt að gera þetta. Kannski gerum við hluti sem eru rangir. Mér þykir fyrir þessu,“ sagði Fonseca við DAZN. Fonseca missti sig vegna vítaspyrnudóms sem reyndar var svo á endanum dreginn til baka eftir skoðun í varsjá.
Franski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Sjá meira