Á vef Veðurstofunnar segir að hiti verði í kringum frostmark yfir daginn, en svalara í innsveitum.
„Keimlíkt veður á morgun en bætir heldur í élin suðvestanlands.
Um helgina er svo útlit fyrir áframhaldandi rólegheita veður, svalt á laugardag og él á víð og dreif, en víðast hvar þurrt á sunnudag,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag: Norðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s og él, en bjart að mestu suðaustantil. Hiti um eða undir frostmarki.
Á laugardag: Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt og lítilsháttar él, en bjart að mestu suðvestantil. Léttir til norðvestanlands eftir hádegi. Frost 0 til 7 stig.
Á sunnudag: Vestan og suðvestan 5-13 og þykknar upp norðan- og vestantil með lítilsháttar skúrum eða éljum, en léttskýjað um landið suðaustanvert. Heldur hlýnandi.
Á mánudag og þriðjudag: Vestlæg átt og skýjað með köflum, en bjart að mestu á Suður- og Suðausturlandi. Hiti 0 til 6 stig að deginum.
Á miðvikudag: Suðvestan- og vestanátt og lítilsháttar væta, en léttskýjað um landið austanvert.