„Við vorum mikið betri en Liverpool“ Sindri Sverrisson skrifar 6. mars 2025 08:02 Bradley Barcola með lýsandi tilburði fyrir ítrekuð vonbrigði PSG-manna í gærkvöld. Getty/Rico Brouwer Luis Enrique, stjóri PSG, sagði ekki flókið að greina leik liðsins gegn Liverpool í Meistaradeildinni í gærkvöld. Lið sitt hefði verið mikið betra, þó að leikurinn hefði endað 1-0 fyrir Liverpool. Ljóst er að PSG þarf núna að sækja sigur á Anfield næsta þriðjudag til að komast í 8-liða úrslit keppninnar. Í París í gær var algjör einstefna að marki Liverpool í 85 mínútur en Alisson var maður leiksins og varði alls níu skot. Sagðist hann líklega aldrei hafa átt betri leik. Ginaluigi Donnarumma varði ekki skot í marki PSG en eina skot Liverpool kom frá Harvey Elliott þegar hann skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok. Þar með lauk 22 leikja hrinu PSG án taps en liðið hafði unnið síðustu tíu leiki í röð. Alls átti PSG 27 skot í leiknum og aðeins einu sinni, frá því að mælingar hófust 2003, hefur lið átt svo mörg skot í útsláttarkeppni án þess að skora og tapað. Hitt skiptið var þegar PSG tapaði gegn Dortmund í fyrra. Ekki í vafa um að geta enn komist áfram Enrique segir alveg ljóst að PSG geti enn slegið út Liverpool. „Ég held að það sé ekki erfitt að greina þennan leik. Við vorum mikið betri en Liverpool. Við sköpuðum fleiri færi og áttum heilsteyptan leik gegn einu besta liði Evrópu. Stundum er fótboltinn ósanngjarn,“ sagði Enrique á blaðamannafundi eftir leik í gær. „Það er ekki nokkur vafi um að við getum enn komist áfram. Við erum bara búnir að spila fyrri leikinn. Núna höfum við engu að tapa. Ef við getum spilað svona aftur þá getum við komist áfram. Við áttum meira skilið. Besti maðurinn þeirra var markvörðurinn – hann var stórfenglegur í dag. Þessi leikur var ekki í takti við tölfræðina. Við vorum mikið betri. Við leyfðum Liverpool ekki að spila. Þeir voru betri en við fyrstu fimm mínúturnar en eftir það þá höfðum við yfirhöndina,“ sagði Enrique. Luis Enrique hefur búið til stórkostlegt lið í París, að mati Arne Slot.Getty/Antonio Borga Slot segir Enrique hafa skapað ótrúlegt lið Arne Slot, stjóri Liverpool, var í raun sammála kollega sínum. „Ef við hefðum náð jafntefli þá hefði það samt verið heppni. Þeir voru mikið betra liðið í dag. Þetta eru góð úrslit fyrir okkur en við fundum fyrir gæðunum hjá Parísarliðinu. Öll tölfræði sýnir að þeir voru besta liðið í Meistaradeildinni. Ég var ekki hissa á því hversu góðir þeir voru. Við vorum ekki að spila illa, þetta snerist bara um gæðin hjá mótherjum okkar. Þeir sýndu þau í dag. Luis Enrique hefur skapað ótrúlegt lið hérna,“ sagði Slot. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Sjá meira
Ljóst er að PSG þarf núna að sækja sigur á Anfield næsta þriðjudag til að komast í 8-liða úrslit keppninnar. Í París í gær var algjör einstefna að marki Liverpool í 85 mínútur en Alisson var maður leiksins og varði alls níu skot. Sagðist hann líklega aldrei hafa átt betri leik. Ginaluigi Donnarumma varði ekki skot í marki PSG en eina skot Liverpool kom frá Harvey Elliott þegar hann skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok. Þar með lauk 22 leikja hrinu PSG án taps en liðið hafði unnið síðustu tíu leiki í röð. Alls átti PSG 27 skot í leiknum og aðeins einu sinni, frá því að mælingar hófust 2003, hefur lið átt svo mörg skot í útsláttarkeppni án þess að skora og tapað. Hitt skiptið var þegar PSG tapaði gegn Dortmund í fyrra. Ekki í vafa um að geta enn komist áfram Enrique segir alveg ljóst að PSG geti enn slegið út Liverpool. „Ég held að það sé ekki erfitt að greina þennan leik. Við vorum mikið betri en Liverpool. Við sköpuðum fleiri færi og áttum heilsteyptan leik gegn einu besta liði Evrópu. Stundum er fótboltinn ósanngjarn,“ sagði Enrique á blaðamannafundi eftir leik í gær. „Það er ekki nokkur vafi um að við getum enn komist áfram. Við erum bara búnir að spila fyrri leikinn. Núna höfum við engu að tapa. Ef við getum spilað svona aftur þá getum við komist áfram. Við áttum meira skilið. Besti maðurinn þeirra var markvörðurinn – hann var stórfenglegur í dag. Þessi leikur var ekki í takti við tölfræðina. Við vorum mikið betri. Við leyfðum Liverpool ekki að spila. Þeir voru betri en við fyrstu fimm mínúturnar en eftir það þá höfðum við yfirhöndina,“ sagði Enrique. Luis Enrique hefur búið til stórkostlegt lið í París, að mati Arne Slot.Getty/Antonio Borga Slot segir Enrique hafa skapað ótrúlegt lið Arne Slot, stjóri Liverpool, var í raun sammála kollega sínum. „Ef við hefðum náð jafntefli þá hefði það samt verið heppni. Þeir voru mikið betra liðið í dag. Þetta eru góð úrslit fyrir okkur en við fundum fyrir gæðunum hjá Parísarliðinu. Öll tölfræði sýnir að þeir voru besta liðið í Meistaradeildinni. Ég var ekki hissa á því hversu góðir þeir voru. Við vorum ekki að spila illa, þetta snerist bara um gæðin hjá mótherjum okkar. Þeir sýndu þau í dag. Luis Enrique hefur skapað ótrúlegt lið hérna,“ sagði Slot.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Sjá meira