Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2025 22:20 Virgil van Dijk faðmar markvörðinn sinn Alisson í leikslok en sá brasiíski var magnaður í markinu. AP/Christophe Ena Alisson Becker átti algjöran stórleik í kvöld þegar Liverpool sótti 1-0 sigur til Parísar í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Brasilíski markvörðurinn bjargaði Liverpool hvað eftir annað og liðið skoraði síðan sigurmarkið eftir langa sendingu fram völlinn frá Alisson. Frammistaðan Alisson var eins sú besta hjá markverði í Meistaradeildinni, hvort sem við tökum þetta tímabil eða alla söguna. Hann sjálfur var líka á því að hann hafi ekki oft spilað betur. Alisson varð alls níu skot í leiknum og mörg þeirra úr algjörum dauðafærum. París Saint Germain skoraði ekki hjá honum þrátt fyrir að vera með 1,82 í áætluðum mörkum (xG). „Knattspyrnustjórinn okkar var að segja okkur hvað þetta yrði erfitt og hversu góðir þeir eru með boltann. Við urðum að vera tilbúnir að þjást því það eru svo miklir hæfileikar í þeirra liði,“ sagði Alisson í sjónvarpsviðtali eftir leikinn. „Við unnum vel í þessum leik en þeir fengu vissulega færin. Það var samt alltaf einhver hjá okkur mættur til að trufla þann hjá þeim sem var kominn í færi. Það gerði mitt starf auðveldara,“ sagði Alisson. „Liðið lagði gríðarlega mikið á sig í kvöld og svo kemur Harvey inn og skorar sigurmarkið. Þetta er falleg saga og frábært kvöld. Mjög erfitt kvöld en með góðum endi,“ sagði Alisson. Alisson var spurður um hvort að þetta hafi verið besta frammistaðan hans á tímabilinu. „Líklega besti leikur lífs míns,“ svaraði Alisson. Harvey Elliott var líka í viðtali og hrósaði brasilíska markverðinum. „Ég á eiginlega engin orð. Þetta gæi er ótrúlegur og sá besti í heimi. Hann heldur okkur inni í svo mörgum leikjum. Í kvöld var tækifæri fyrir mig að launa þessum manni aðeins fyrir allt það sem hann hefur gert. Ég veit ekki hvar við værum án hans en þetta var samt frábær liðsframmistaða,“ sagði Harvey Elliott. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Sjá meira
Frammistaðan Alisson var eins sú besta hjá markverði í Meistaradeildinni, hvort sem við tökum þetta tímabil eða alla söguna. Hann sjálfur var líka á því að hann hafi ekki oft spilað betur. Alisson varð alls níu skot í leiknum og mörg þeirra úr algjörum dauðafærum. París Saint Germain skoraði ekki hjá honum þrátt fyrir að vera með 1,82 í áætluðum mörkum (xG). „Knattspyrnustjórinn okkar var að segja okkur hvað þetta yrði erfitt og hversu góðir þeir eru með boltann. Við urðum að vera tilbúnir að þjást því það eru svo miklir hæfileikar í þeirra liði,“ sagði Alisson í sjónvarpsviðtali eftir leikinn. „Við unnum vel í þessum leik en þeir fengu vissulega færin. Það var samt alltaf einhver hjá okkur mættur til að trufla þann hjá þeim sem var kominn í færi. Það gerði mitt starf auðveldara,“ sagði Alisson. „Liðið lagði gríðarlega mikið á sig í kvöld og svo kemur Harvey inn og skorar sigurmarkið. Þetta er falleg saga og frábært kvöld. Mjög erfitt kvöld en með góðum endi,“ sagði Alisson. Alisson var spurður um hvort að þetta hafi verið besta frammistaðan hans á tímabilinu. „Líklega besti leikur lífs míns,“ svaraði Alisson. Harvey Elliott var líka í viðtali og hrósaði brasilíska markverðinum. „Ég á eiginlega engin orð. Þetta gæi er ótrúlegur og sá besti í heimi. Hann heldur okkur inni í svo mörgum leikjum. Í kvöld var tækifæri fyrir mig að launa þessum manni aðeins fyrir allt það sem hann hefur gert. Ég veit ekki hvar við værum án hans en þetta var samt frábær liðsframmistaða,“ sagði Harvey Elliott.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Sjá meira