Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Auðun Georg Ólafsson skrifar 5. mars 2025 14:03 Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Vísir/Vilhelm „Þegar við byrjuðum að skoða þetta óraði okkur fyrir að fækkun starfsmanna væri svona mikil hjá einkareknum fjölmiðlum. Í rauninni er umhverfið orðið þannig að ríkismiðillinn er með 27 prósent markaðshlutdeild á Íslandi á meðan hlutdeildin er 10 prósent á öðrum Norðurlöndum. Þannig að við erum komin með fjölmiðlaumhverfi sem að okkar mati er óheilbrigt,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Umfang Ríkisútvarpsins er hlutfallslega langmest af öllum ríkisfjölmiðlum á Norðurlöndum að því er fram kemur í nýrri úttekt Viðskiptaráðs á umhverfi fjölmiðla á Íslandi. Fjallað verður meðal annars um úttektina á fundi Viðskiptaráðs í dag á fundi sem ber yfirskriftina: Afsakið hlé. Þar verður kynnt úttekt ráðsins um samkeppnisstöðu og framtíðarhorfur fjölmiðla á Íslandi en einnig hlutverk og umsvisf ríkisins á þeim markaði. Eiga undir högg að sækja Björn segir það hafa komið mest á óvart hversu mikið innlendir einkareknir fjölmiðlar eigi undir högg að sækja. Tölur frá Hagstofu Íslands sýna að starfandi hjá einkareknum fjölmiðlum hafi fækkað um 69 prósent frá 2008, eða úr 2.040 manns í 640. Á sama tímabili hafi starfandi hjá Ríkisútvarpinu fækkað um 16 prósent, úr 320 í 270. Sé litið til síðasta áratugs hefur fjölgað í starfsteymi RÚV á meðan verulega hefur fækkað á einkareknum miðlum. Ástæðan er meðal annars vegna samkeppni við erlenda miðla sem þurfa ekki að sæta sömu kröfum og innlendir fjölmiðlar gera og hinsvegar vegna vaxandi umsvifa Ríkisútvarpsins. Umfang RÚV er hlutfallslega langmest af öllum ríkisfjölmiðlum á Norðurlöndum að því er fram kemur í skýrslu Viðskiptaráðs. Skekkja á markaði Fram kemur að opinberir styrkir til einkarekinna fjölmiðla hafa hingað til verið helsta tilraun stjórnvalda til að draga úr þeirri skekkju sem meðgjöf með ríkismiðlinum skapar. Í fyrra hlaut RÚV tólffalt hærra framlag en allir einkareknir fjölmiðlar til samans sem skiptu 470 milljónum á milli sín þar sem tveir fengu hæsta mögulega styrk upp á 107 milljónir króna. Samanlagt duga styrkirnir skammt samanborið við opinber framlög til ríkismiðilsins, að því er fram kemur út úttekt Viðskiptaráðs. Minnt er á að ýmsar kvaðir hvíli á innlendum fjölmiðlum sem erlendir miðlar þurfi ekki að fara eftir. Slíkar kvaðir geta gert erlenda miðla að álitlegri kosti til birtinga á auglýsingum og veikt stöðu innlendra miðla. Dæmi um slíkt er bann við áfengisauglýsingum í innlendum miðlum, hömlur á auglýsingar veðmálastarfsemi og kröfur um að erlent efni sé texta- eða talsett á íslensku. Á sama tímabili hafi hlutdeild RÚV á auglýsingamarkaði einungis lækkað um 5 prósentustig, eða úr 14 prósentum í 9 prósent. „Síðan er komin ný eftirlitsstofnun, Fjölmiðlanefnd, sem innlendir fjölmiðlar hafa þurft að svara fyrir,“ segir Björn. Fjórar aðgerðir Viðskiptaráð leggur til fjórar aðgerðir til að styrkja stöðu einkarekinna fjölmiðla og jafna umsvif RÚV við ríkismiðla hinna Norðurlandanna. Það leggur til að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði, líkt og tíðkast með ríkismiðla annarra Norðurlanda. Önnur tillagan gengur út á að opinberum framlögum til stuðnings við innlenda dagskrárgerð sé úthlutað í gegnum samkeppnissjóð. Þriðja að banni við áfengis- og veðmálaauglýsingum verði aflétt og sú fjórða að fjölmiðlanefnd verði lögð niður. „Langtímasýn okkar er að fjölmiðlun sé alfarið í höndum einkaaðila og ríkið stígi alfarið út af þessum markaði. Við leggjum til að rekstrarumhverfið verði fært nær því sem tíðkast á öðrum Norðurlöndum, þannig að við teljum þetta mjög raunhæfar tillögur.“ Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Starfsfólki við einkarekna fjölmiðla hefur hríðfækkað undanfarinn áratug á meðan Ríkisútvarpið hefur bætt við sig starfsfólki. Umfang RÚV er hlutfallslega langmest af öllum ríkisfjölmiðlum á Norðurlöndum að því er fram kemur í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs. Frá hruni hefur starfsfólki á einkareknum fjölmiðlum fækkað um 69 prósent en 16 prósent á RÚV. 5. mars 2025 06:00 Mest lesið Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira
Umfang Ríkisútvarpsins er hlutfallslega langmest af öllum ríkisfjölmiðlum á Norðurlöndum að því er fram kemur í nýrri úttekt Viðskiptaráðs á umhverfi fjölmiðla á Íslandi. Fjallað verður meðal annars um úttektina á fundi Viðskiptaráðs í dag á fundi sem ber yfirskriftina: Afsakið hlé. Þar verður kynnt úttekt ráðsins um samkeppnisstöðu og framtíðarhorfur fjölmiðla á Íslandi en einnig hlutverk og umsvisf ríkisins á þeim markaði. Eiga undir högg að sækja Björn segir það hafa komið mest á óvart hversu mikið innlendir einkareknir fjölmiðlar eigi undir högg að sækja. Tölur frá Hagstofu Íslands sýna að starfandi hjá einkareknum fjölmiðlum hafi fækkað um 69 prósent frá 2008, eða úr 2.040 manns í 640. Á sama tímabili hafi starfandi hjá Ríkisútvarpinu fækkað um 16 prósent, úr 320 í 270. Sé litið til síðasta áratugs hefur fjölgað í starfsteymi RÚV á meðan verulega hefur fækkað á einkareknum miðlum. Ástæðan er meðal annars vegna samkeppni við erlenda miðla sem þurfa ekki að sæta sömu kröfum og innlendir fjölmiðlar gera og hinsvegar vegna vaxandi umsvifa Ríkisútvarpsins. Umfang RÚV er hlutfallslega langmest af öllum ríkisfjölmiðlum á Norðurlöndum að því er fram kemur í skýrslu Viðskiptaráðs. Skekkja á markaði Fram kemur að opinberir styrkir til einkarekinna fjölmiðla hafa hingað til verið helsta tilraun stjórnvalda til að draga úr þeirri skekkju sem meðgjöf með ríkismiðlinum skapar. Í fyrra hlaut RÚV tólffalt hærra framlag en allir einkareknir fjölmiðlar til samans sem skiptu 470 milljónum á milli sín þar sem tveir fengu hæsta mögulega styrk upp á 107 milljónir króna. Samanlagt duga styrkirnir skammt samanborið við opinber framlög til ríkismiðilsins, að því er fram kemur út úttekt Viðskiptaráðs. Minnt er á að ýmsar kvaðir hvíli á innlendum fjölmiðlum sem erlendir miðlar þurfi ekki að fara eftir. Slíkar kvaðir geta gert erlenda miðla að álitlegri kosti til birtinga á auglýsingum og veikt stöðu innlendra miðla. Dæmi um slíkt er bann við áfengisauglýsingum í innlendum miðlum, hömlur á auglýsingar veðmálastarfsemi og kröfur um að erlent efni sé texta- eða talsett á íslensku. Á sama tímabili hafi hlutdeild RÚV á auglýsingamarkaði einungis lækkað um 5 prósentustig, eða úr 14 prósentum í 9 prósent. „Síðan er komin ný eftirlitsstofnun, Fjölmiðlanefnd, sem innlendir fjölmiðlar hafa þurft að svara fyrir,“ segir Björn. Fjórar aðgerðir Viðskiptaráð leggur til fjórar aðgerðir til að styrkja stöðu einkarekinna fjölmiðla og jafna umsvif RÚV við ríkismiðla hinna Norðurlandanna. Það leggur til að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði, líkt og tíðkast með ríkismiðla annarra Norðurlanda. Önnur tillagan gengur út á að opinberum framlögum til stuðnings við innlenda dagskrárgerð sé úthlutað í gegnum samkeppnissjóð. Þriðja að banni við áfengis- og veðmálaauglýsingum verði aflétt og sú fjórða að fjölmiðlanefnd verði lögð niður. „Langtímasýn okkar er að fjölmiðlun sé alfarið í höndum einkaaðila og ríkið stígi alfarið út af þessum markaði. Við leggjum til að rekstrarumhverfið verði fært nær því sem tíðkast á öðrum Norðurlöndum, þannig að við teljum þetta mjög raunhæfar tillögur.“
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Starfsfólki við einkarekna fjölmiðla hefur hríðfækkað undanfarinn áratug á meðan Ríkisútvarpið hefur bætt við sig starfsfólki. Umfang RÚV er hlutfallslega langmest af öllum ríkisfjölmiðlum á Norðurlöndum að því er fram kemur í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs. Frá hruni hefur starfsfólki á einkareknum fjölmiðlum fækkað um 69 prósent en 16 prósent á RÚV. 5. mars 2025 06:00 Mest lesið Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira
Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Starfsfólki við einkarekna fjölmiðla hefur hríðfækkað undanfarinn áratug á meðan Ríkisútvarpið hefur bætt við sig starfsfólki. Umfang RÚV er hlutfallslega langmest af öllum ríkisfjölmiðlum á Norðurlöndum að því er fram kemur í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs. Frá hruni hefur starfsfólki á einkareknum fjölmiðlum fækkað um 69 prósent en 16 prósent á RÚV. 5. mars 2025 06:00