Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. mars 2025 09:27 Kolbeinn Tumi og Berghildur Erla eru meðal þeirra sem eru tilnefnd til Blaðamannaverðlaunanna 2024. Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason, blaðamenn fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, eru tilnefnd til Blaðamannaverðlaunanna 2024. Berghildur Erla er tilnefnd í flokknum Umfjöllun ársins fyrir sjónvarpsþáttaröðina Vistheimilin en í rökstuðningi dómnefndar segir: „Rannsóknarvinna blaðamannsins skín í gegn í ítarlegum og vönduðum þáttum þar sem viðmælendur stíga fram og ræða þungbæra lífsreynslu, margir hverjir í fyrsta sinn. Fjölmargar aðrar heimildir eru dregnar fram og settar í samhengi. Umfjöllunarefni sem erfitt er að gera myndræn skil en það er leyst á bæði hugmyndaríkan og áhrifamikinn hátt.“ Kolbeinn Tumi er tilnefndur í flokknum Viðtal ársins, fyrir viðtal sitt við Davíð Viðarsson. Í rökustuðningi dómnefndar segir: „Án óþarfa málalenginga er sögu hins upprunalega Davíðs Viðarssonar gerð skil. Aðstæður hans og samskipti við Quang Le eru harmrænar og blaðamaðurinn nálgast viðmælandann af virðingu og nærgætni, um leið og hann gerir flókna sögu skýra og spennandi. Viðtalið er knappt en engu að síður eitt hið eftirminnilegasta frá árinu enda óvæntur vinkill á stórt fréttamál.“ Í flokknum Umfjöllun ársins eru tilnefndir ásamt Berghildi þau Guðrún Huld Pálsdóttir, ritstjóri Bændablaðsins, fyrir umfjöllun um einokun á íslenskum með koltvísýring, og Pétur Magnússon, fréttamaður hjá RÚV, fyrir útvarpsþáttaröðina Skaða um mál Árna Tómasar Ragnarssonar læknis. Auk Kolbeins Tuma eru tilnefnd fyrir Viðtal ársins Erla Hlynsdóttir, blaðamaður hjá Heimildinni, fyrir viðtal við Agnesi M. Sigurðardóttur biskup, og Eva Björk Benediktsdóttir, fréttamaður RÚV, fyrir viðtal við Hafdísi Báru Óskarsdóttur, sem varð fyrir lífshættulegri líkamsárás af hendi barnsföður síns. Jóhann Bjarni Kolbeinsson og Árni Þór Theodórsson, fréttamenn hjá RÚV, eru tilnefndir í flokknum Rannsóknarblaðamennska ársins fyrir umfjöllun um unga fatlaða einstaklinga sem vistaðir eru á hjúkrunarheimilum, Sunna Ósk Logadóttir og Bjartmar Oddur Þeyr Alexanderson, blaðamenn á Heimildinni, fyrir fréttaskýringar um Running Tide, og Urður Örlygsdóttir og Arnar Þórisson, fréttamenn hjá RÚV, fyrir umfjöllun um mansal á matsölustöðum Quang Le. Í flokknum Blaðamannaverðlaun ársins eru tilnefnd Auður Jónsdóttir á Heimildinni fyrir fjölbreytt viðtöl og umfjöllun, Freyr Gígja Gunnarsson hjá RÚV fyrir fréttaskýringar í Speglinum og Hólmfríður María Ragnhildardóttir á Morgunblaðinu og mbl.is fyrir umfjöllun um skólakerfi í vanda. Fjölmiðlar Sýn Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Berghildur Erla er tilnefnd í flokknum Umfjöllun ársins fyrir sjónvarpsþáttaröðina Vistheimilin en í rökstuðningi dómnefndar segir: „Rannsóknarvinna blaðamannsins skín í gegn í ítarlegum og vönduðum þáttum þar sem viðmælendur stíga fram og ræða þungbæra lífsreynslu, margir hverjir í fyrsta sinn. Fjölmargar aðrar heimildir eru dregnar fram og settar í samhengi. Umfjöllunarefni sem erfitt er að gera myndræn skil en það er leyst á bæði hugmyndaríkan og áhrifamikinn hátt.“ Kolbeinn Tumi er tilnefndur í flokknum Viðtal ársins, fyrir viðtal sitt við Davíð Viðarsson. Í rökustuðningi dómnefndar segir: „Án óþarfa málalenginga er sögu hins upprunalega Davíðs Viðarssonar gerð skil. Aðstæður hans og samskipti við Quang Le eru harmrænar og blaðamaðurinn nálgast viðmælandann af virðingu og nærgætni, um leið og hann gerir flókna sögu skýra og spennandi. Viðtalið er knappt en engu að síður eitt hið eftirminnilegasta frá árinu enda óvæntur vinkill á stórt fréttamál.“ Í flokknum Umfjöllun ársins eru tilnefndir ásamt Berghildi þau Guðrún Huld Pálsdóttir, ritstjóri Bændablaðsins, fyrir umfjöllun um einokun á íslenskum með koltvísýring, og Pétur Magnússon, fréttamaður hjá RÚV, fyrir útvarpsþáttaröðina Skaða um mál Árna Tómasar Ragnarssonar læknis. Auk Kolbeins Tuma eru tilnefnd fyrir Viðtal ársins Erla Hlynsdóttir, blaðamaður hjá Heimildinni, fyrir viðtal við Agnesi M. Sigurðardóttur biskup, og Eva Björk Benediktsdóttir, fréttamaður RÚV, fyrir viðtal við Hafdísi Báru Óskarsdóttur, sem varð fyrir lífshættulegri líkamsárás af hendi barnsföður síns. Jóhann Bjarni Kolbeinsson og Árni Þór Theodórsson, fréttamenn hjá RÚV, eru tilnefndir í flokknum Rannsóknarblaðamennska ársins fyrir umfjöllun um unga fatlaða einstaklinga sem vistaðir eru á hjúkrunarheimilum, Sunna Ósk Logadóttir og Bjartmar Oddur Þeyr Alexanderson, blaðamenn á Heimildinni, fyrir fréttaskýringar um Running Tide, og Urður Örlygsdóttir og Arnar Þórisson, fréttamenn hjá RÚV, fyrir umfjöllun um mansal á matsölustöðum Quang Le. Í flokknum Blaðamannaverðlaun ársins eru tilnefnd Auður Jónsdóttir á Heimildinni fyrir fjölbreytt viðtöl og umfjöllun, Freyr Gígja Gunnarsson hjá RÚV fyrir fréttaskýringar í Speglinum og Hólmfríður María Ragnhildardóttir á Morgunblaðinu og mbl.is fyrir umfjöllun um skólakerfi í vanda.
Fjölmiðlar Sýn Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira