Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2025 22:50 Hákon Arnar Haraldsson fagnar marki sínu á móti Borussia Dortmund í kvöld. AFP/INA FASSBENDER Hákon Arnar Haraldsson var kátur í viðtali í leikslok í kvöld en hann átti mjög góðan leik í 1-1 jafntefli Lille á útivelli á móti Borussia Dortmund. Þetta var fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Mark Hákonar tryggði Lille jafntefli en liðið fær síðan seinni leikinn á sínum heimavelli. Þetta var mjög mikilvægt mark „Það fylgir því stórkostleg tilfinning að skora hér fyrir framan áttatíu þúsund manns og sérstaklega af því að við náðum líka jafnteflinu. Þetta var mjög mikilvægt mark og ég er því mjög ánægður með það,“ sagði Hákon. Hákon var spurður út í fögnuðinn á markinu en það leit út fyrir að liðsfélagi hans Ngal'ayel Mukau hafi verið að segja „góða nótt“ við hinn fræga gula vegg Dortmund. „Ég held að Ngal'ayel hafi gert það en ég hafði ekki hugmynd um hvað hann var að gera þarna. Þetta var fyndið en ég held að hann hefði gert það,“ sagði Hákon. Af hverju gekk svona miklu betur hjá Lille í seinni hálfleiknum? Við vorum hugrakkari „Við áttuðum okkur á því hvernig þeir spiluðu boltanum út úr vörninni og breyttum því pressunni aðeins. Mér fannst það breyta miklu. Við vorum síðan miklu meira með boltann. Við vorum frjálsari og ekki eins hræddir við að fá boltann. Við vorum hugrakkari og því gekk okkur svona miklu betur,“ sagði Hákon. Hvað má Dortmund eiga von á í seinni leiknum í Lille? „Það er erfitt að spila á okkar leikvangi og þeir mega búast við orkumiklum og kraftmiklum stuðningsmönnum okkar. Ég er spenntur fyrir seinni leiknum,“ sagði Hákon. Hákon skoraði markið sitt eftir frábæra sendingu frá Jonathan David. Hann sagðist hafa heyrt í íslenska landsliðsmanninum að öskra á boltann. Hákon viðurkenndi að hafa næstum því verið búinn að missa boltann frá sér. Ég óttaðist aðeins um það „Ég óttaðist aðeins um það. Ég öskraði mjög hátt og bað um boltann. Hann sagði mér að hann sjá mig ekki en heyrði í mér. Mér fannst ég vera að missa boltann frá mér en ég stökk á hann og það kom fullkomlega út. Boltinn fór beint í hornið og þetta var gott mark,“ sagði Hákon. Hákon Arnar Haraldsson sést hér skora markið sitt í Meistaradeildinni í kvöld.APMartin Meissner Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Sjá meira
Mark Hákonar tryggði Lille jafntefli en liðið fær síðan seinni leikinn á sínum heimavelli. Þetta var mjög mikilvægt mark „Það fylgir því stórkostleg tilfinning að skora hér fyrir framan áttatíu þúsund manns og sérstaklega af því að við náðum líka jafnteflinu. Þetta var mjög mikilvægt mark og ég er því mjög ánægður með það,“ sagði Hákon. Hákon var spurður út í fögnuðinn á markinu en það leit út fyrir að liðsfélagi hans Ngal'ayel Mukau hafi verið að segja „góða nótt“ við hinn fræga gula vegg Dortmund. „Ég held að Ngal'ayel hafi gert það en ég hafði ekki hugmynd um hvað hann var að gera þarna. Þetta var fyndið en ég held að hann hefði gert það,“ sagði Hákon. Af hverju gekk svona miklu betur hjá Lille í seinni hálfleiknum? Við vorum hugrakkari „Við áttuðum okkur á því hvernig þeir spiluðu boltanum út úr vörninni og breyttum því pressunni aðeins. Mér fannst það breyta miklu. Við vorum síðan miklu meira með boltann. Við vorum frjálsari og ekki eins hræddir við að fá boltann. Við vorum hugrakkari og því gekk okkur svona miklu betur,“ sagði Hákon. Hvað má Dortmund eiga von á í seinni leiknum í Lille? „Það er erfitt að spila á okkar leikvangi og þeir mega búast við orkumiklum og kraftmiklum stuðningsmönnum okkar. Ég er spenntur fyrir seinni leiknum,“ sagði Hákon. Hákon skoraði markið sitt eftir frábæra sendingu frá Jonathan David. Hann sagðist hafa heyrt í íslenska landsliðsmanninum að öskra á boltann. Hákon viðurkenndi að hafa næstum því verið búinn að missa boltann frá sér. Ég óttaðist aðeins um það „Ég óttaðist aðeins um það. Ég öskraði mjög hátt og bað um boltann. Hann sagði mér að hann sjá mig ekki en heyrði í mér. Mér fannst ég vera að missa boltann frá mér en ég stökk á hann og það kom fullkomlega út. Boltinn fór beint í hornið og þetta var gott mark,“ sagði Hákon. Hákon Arnar Haraldsson sést hér skora markið sitt í Meistaradeildinni í kvöld.APMartin Meissner
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn
Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn