Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Jón Þór Stefánsson skrifar 4. mars 2025 18:30 Áslaug Arna notaði tækni til að hringja í alla landsfundargesti, en samt konust ekki allir. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, nýtti sér tækni sem hringdi í alla gesti landsfundar Sjálfstæðisflokksins síðastliðinn sunnudagsmorgun. Þrátt fyrir það komust ekki allir í formannskosninguna sem fór fram þennan sama dag. Frá þessu greindi Áslaug í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Áslaug laut í lægra haldi í formannsslag flokksins gegn Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Munurinn var þó afskaplega lítill, en einungis munaði nítján atkvæðum. Þá liggur fyrir að hefði Guðrún fengið tveimur atkvæðum minna, en gild atkvæði verið jafnmörg, hefði þurft að kjósa á ný. Þar af leiðandi hafa margir verið að velta fyrir sér hvort allir sem hafi ætlað sér að mæta hafi mætt á fundinn. DV greinir frá því í dag að Orri Hauksson, fyrrverandi forstjóri Símans, hafi ekki komist í tæka tíð í formannskosninguna. Orri hefur stutt við Áslaugu á opinberum vettvangi, en hann kynnti hana á svið þegar hún tilkynnti um framboð sitt til formanns. Jafnframt greinir DV frá því að Stefán Einar Stefánsson blaðamaður hafi rétt svo misst af því að fá kjörseðil. Hægt var að sækja seðilinn á milli níu um morgunin til hálftólf um hádegisleytið á sunnudag. Samkvæmt heimildum fréttastofu er rétt að Stefán Einar náði ekki í kjörseðil. Hugsi um þá sem mættu of seint Í viðtalinu við Reykjavík síðdegis sagði Áslaug að hún væri keppnismanneskja og því hefði verið sárt að tapa formannsslagnum. Er sárara að tapa með svona litlum mun? „Já ég held það. Maður hugsar um allskonar hluti og fólk sem komst ekki, eða mætti of seint.“ Það var akkúrat verið að vekja athygli á því að einn af þínum hörðustu stuðningsmönnum, Orri Hauksson, sem kynnti þig til leiks þegar þú tilkynntir um framboðið, að hann mætti seint. „Það voru margir þarna. Það var sein flugvél frá Akureyri, og veðurteppt í Vestmannaeyjum. Það er allskonar sem kemur upp, og það er ekki hægt að festast í því. Það sem gerist þegar maður tapar með svona litlum mun þá hugsar maður meira út í þetta.“ Nýtti tæknina í símhringingar Var gleðskapur á laugardagskvöldinu eitthvað að þvælast fyrir því að fólk mætti á réttum tíma daginn eftir? „Það hefur mögulega spilað inn í hjá einhverjum. Það hefur líklega verið jafnt á báða bóga. Maður fór snemma heim sjálfur til að undirbúa sig fyrir sunnudaginn. Ég nýtti nú tæknina sem hringdi í alla landsfundargesti. Þar spilaðist rödd mín sem var upptaka og vakti alla á milli níu og tíu og náði að vekja 2000 manns á klukkutíma með tækninni. Með því var ég að reyna að sýna hvernig við getum nýtt tæknina með nýjum hætti í Sjálfstæðisflokknum. Það vöknuðu nú einhverjir við það og þökkuðu mér kærlega fyrir.“ Ekki náðist í Orra Hauksson við gerð fréttarinnar. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Fjarskipti Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til „Nýja Íslands“ Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Frá þessu greindi Áslaug í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Áslaug laut í lægra haldi í formannsslag flokksins gegn Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Munurinn var þó afskaplega lítill, en einungis munaði nítján atkvæðum. Þá liggur fyrir að hefði Guðrún fengið tveimur atkvæðum minna, en gild atkvæði verið jafnmörg, hefði þurft að kjósa á ný. Þar af leiðandi hafa margir verið að velta fyrir sér hvort allir sem hafi ætlað sér að mæta hafi mætt á fundinn. DV greinir frá því í dag að Orri Hauksson, fyrrverandi forstjóri Símans, hafi ekki komist í tæka tíð í formannskosninguna. Orri hefur stutt við Áslaugu á opinberum vettvangi, en hann kynnti hana á svið þegar hún tilkynnti um framboð sitt til formanns. Jafnframt greinir DV frá því að Stefán Einar Stefánsson blaðamaður hafi rétt svo misst af því að fá kjörseðil. Hægt var að sækja seðilinn á milli níu um morgunin til hálftólf um hádegisleytið á sunnudag. Samkvæmt heimildum fréttastofu er rétt að Stefán Einar náði ekki í kjörseðil. Hugsi um þá sem mættu of seint Í viðtalinu við Reykjavík síðdegis sagði Áslaug að hún væri keppnismanneskja og því hefði verið sárt að tapa formannsslagnum. Er sárara að tapa með svona litlum mun? „Já ég held það. Maður hugsar um allskonar hluti og fólk sem komst ekki, eða mætti of seint.“ Það var akkúrat verið að vekja athygli á því að einn af þínum hörðustu stuðningsmönnum, Orri Hauksson, sem kynnti þig til leiks þegar þú tilkynntir um framboðið, að hann mætti seint. „Það voru margir þarna. Það var sein flugvél frá Akureyri, og veðurteppt í Vestmannaeyjum. Það er allskonar sem kemur upp, og það er ekki hægt að festast í því. Það sem gerist þegar maður tapar með svona litlum mun þá hugsar maður meira út í þetta.“ Nýtti tæknina í símhringingar Var gleðskapur á laugardagskvöldinu eitthvað að þvælast fyrir því að fólk mætti á réttum tíma daginn eftir? „Það hefur mögulega spilað inn í hjá einhverjum. Það hefur líklega verið jafnt á báða bóga. Maður fór snemma heim sjálfur til að undirbúa sig fyrir sunnudaginn. Ég nýtti nú tæknina sem hringdi í alla landsfundargesti. Þar spilaðist rödd mín sem var upptaka og vakti alla á milli níu og tíu og náði að vekja 2000 manns á klukkutíma með tækninni. Með því var ég að reyna að sýna hvernig við getum nýtt tæknina með nýjum hætti í Sjálfstæðisflokknum. Það vöknuðu nú einhverjir við það og þökkuðu mér kærlega fyrir.“ Ekki náðist í Orra Hauksson við gerð fréttarinnar.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Fjarskipti Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til „Nýja Íslands“ Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira