Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Jón Þór Stefánsson skrifar 4. mars 2025 18:30 Áslaug Arna notaði tækni til að hringja í alla landsfundargesti, en samt konust ekki allir. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, nýtti sér tækni sem hringdi í alla gesti landsfundar Sjálfstæðisflokksins síðastliðinn sunnudagsmorgun. Þrátt fyrir það komust ekki allir í formannskosninguna sem fór fram þennan sama dag. Frá þessu greindi Áslaug í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Áslaug laut í lægra haldi í formannsslag flokksins gegn Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Munurinn var þó afskaplega lítill, en einungis munaði nítján atkvæðum. Þá liggur fyrir að hefði Guðrún fengið tveimur atkvæðum minna, en gild atkvæði verið jafnmörg, hefði þurft að kjósa á ný. Þar af leiðandi hafa margir verið að velta fyrir sér hvort allir sem hafi ætlað sér að mæta hafi mætt á fundinn. DV greinir frá því í dag að Orri Hauksson, fyrrverandi forstjóri Símans, hafi ekki komist í tæka tíð í formannskosninguna. Orri hefur stutt við Áslaugu á opinberum vettvangi, en hann kynnti hana á svið þegar hún tilkynnti um framboð sitt til formanns. Jafnframt greinir DV frá því að Stefán Einar Stefánsson blaðamaður hafi rétt svo misst af því að fá kjörseðil. Hægt var að sækja seðilinn á milli níu um morgunin til hálftólf um hádegisleytið á sunnudag. Samkvæmt heimildum fréttastofu er rétt að Stefán Einar náði ekki í kjörseðil. Hugsi um þá sem mættu of seint Í viðtalinu við Reykjavík síðdegis sagði Áslaug að hún væri keppnismanneskja og því hefði verið sárt að tapa formannsslagnum. Er sárara að tapa með svona litlum mun? „Já ég held það. Maður hugsar um allskonar hluti og fólk sem komst ekki, eða mætti of seint.“ Það var akkúrat verið að vekja athygli á því að einn af þínum hörðustu stuðningsmönnum, Orri Hauksson, sem kynnti þig til leiks þegar þú tilkynntir um framboðið, að hann mætti seint. „Það voru margir þarna. Það var sein flugvél frá Akureyri, og veðurteppt í Vestmannaeyjum. Það er allskonar sem kemur upp, og það er ekki hægt að festast í því. Það sem gerist þegar maður tapar með svona litlum mun þá hugsar maður meira út í þetta.“ Nýtti tæknina í símhringingar Var gleðskapur á laugardagskvöldinu eitthvað að þvælast fyrir því að fólk mætti á réttum tíma daginn eftir? „Það hefur mögulega spilað inn í hjá einhverjum. Það hefur líklega verið jafnt á báða bóga. Maður fór snemma heim sjálfur til að undirbúa sig fyrir sunnudaginn. Ég nýtti nú tæknina sem hringdi í alla landsfundargesti. Þar spilaðist rödd mín sem var upptaka og vakti alla á milli níu og tíu og náði að vekja 2000 manns á klukkutíma með tækninni. Með því var ég að reyna að sýna hvernig við getum nýtt tæknina með nýjum hætti í Sjálfstæðisflokknum. Það vöknuðu nú einhverjir við það og þökkuðu mér kærlega fyrir.“ Ekki náðist í Orra Hauksson við gerð fréttarinnar. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Fjarskipti Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
Frá þessu greindi Áslaug í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Áslaug laut í lægra haldi í formannsslag flokksins gegn Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Munurinn var þó afskaplega lítill, en einungis munaði nítján atkvæðum. Þá liggur fyrir að hefði Guðrún fengið tveimur atkvæðum minna, en gild atkvæði verið jafnmörg, hefði þurft að kjósa á ný. Þar af leiðandi hafa margir verið að velta fyrir sér hvort allir sem hafi ætlað sér að mæta hafi mætt á fundinn. DV greinir frá því í dag að Orri Hauksson, fyrrverandi forstjóri Símans, hafi ekki komist í tæka tíð í formannskosninguna. Orri hefur stutt við Áslaugu á opinberum vettvangi, en hann kynnti hana á svið þegar hún tilkynnti um framboð sitt til formanns. Jafnframt greinir DV frá því að Stefán Einar Stefánsson blaðamaður hafi rétt svo misst af því að fá kjörseðil. Hægt var að sækja seðilinn á milli níu um morgunin til hálftólf um hádegisleytið á sunnudag. Samkvæmt heimildum fréttastofu er rétt að Stefán Einar náði ekki í kjörseðil. Hugsi um þá sem mættu of seint Í viðtalinu við Reykjavík síðdegis sagði Áslaug að hún væri keppnismanneskja og því hefði verið sárt að tapa formannsslagnum. Er sárara að tapa með svona litlum mun? „Já ég held það. Maður hugsar um allskonar hluti og fólk sem komst ekki, eða mætti of seint.“ Það var akkúrat verið að vekja athygli á því að einn af þínum hörðustu stuðningsmönnum, Orri Hauksson, sem kynnti þig til leiks þegar þú tilkynntir um framboðið, að hann mætti seint. „Það voru margir þarna. Það var sein flugvél frá Akureyri, og veðurteppt í Vestmannaeyjum. Það er allskonar sem kemur upp, og það er ekki hægt að festast í því. Það sem gerist þegar maður tapar með svona litlum mun þá hugsar maður meira út í þetta.“ Nýtti tæknina í símhringingar Var gleðskapur á laugardagskvöldinu eitthvað að þvælast fyrir því að fólk mætti á réttum tíma daginn eftir? „Það hefur mögulega spilað inn í hjá einhverjum. Það hefur líklega verið jafnt á báða bóga. Maður fór snemma heim sjálfur til að undirbúa sig fyrir sunnudaginn. Ég nýtti nú tæknina sem hringdi í alla landsfundargesti. Þar spilaðist rödd mín sem var upptaka og vakti alla á milli níu og tíu og náði að vekja 2000 manns á klukkutíma með tækninni. Með því var ég að reyna að sýna hvernig við getum nýtt tæknina með nýjum hætti í Sjálfstæðisflokknum. Það vöknuðu nú einhverjir við það og þökkuðu mér kærlega fyrir.“ Ekki náðist í Orra Hauksson við gerð fréttarinnar.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Fjarskipti Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira